Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 28

Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 28
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR28 Af og til hljótið þið líka að finna fyrir þrá eftir gamla hreiðrinu ykkar djúpt inn á milli fjallanna S vo hljóðar „Fuglar í búri“ eftir japanska ljóðskáldið Ryokan, eitt þeirra ljóða sem finna má í Tunglið braust inn í húsið; safni nýrra ljóðaþýðinga Gyrðis Elías- sonar sem kemur út á mánudag, á fimmtugsafmæli þýðandans. Þetta er þykkara rit en maður á að venj- ast frá Gyrði, rúmar þrjú hundr- uð síður, þar sem hann hefur safn- að saman kveðskap skálda víðs vegar úr heiminum sem hafa fylgt honum í gegnum tíðina, sér í lagi kínverskra og japanskra skálda. „Ég byrjaði snemma að lesa kín- versku skáldin í enskum þýðingum og íslenskum því Helgi Hálfdan- arson og fleiri hafa þýtt kínversk ljóð,“ segir Gyrðir á vinnuloftinu á heimili sínu í Grafarvogi. „Fyrsta ljóðaþýðingasafnið sem ég gaf út innihélt að hluta þessi austur- lensku skáld og þegar þessi bók var að myndast byrjuðu ljóð þeirra að leita aftur til mín.“ Gyrðir segir tímaleysi austur- lensku ljóðlistarinnar höfða sterkt til sín, en elsta skáld bókarinnar var uppi á fimmtu öld. „Þessi ljóð eiga einhvern veginn við alla tíma og eru oft merkilega nútímaleg. Svo er það líka þessi nánd við náttúruna sem ég kann að meta, hvernig þau flétta saman mannlegum tilfinningum og upp- lifun af sköpunarverkinu.“ Þrá sem býr með nútímamanninum Í mörgum ljóðanna má einnig greina sterka þrá eftir nægjusemi og einfaldara lífi, sem Gyrðir telur að höfði sterkt til nútímamannsins. „Ég held að þessi þrá búi innra með okkur öllum, mitt í þessum hasar nútímalífsins, að maður tali ekki um þegar allir eru að slig- ast undir fjármálafargi og ves- eni. Þessi skáld eiga alltaf hljóm- grunn.“ Annað ljóð eftir hinn japanska Ryokan, „Ljóð sem ort var eftir skelfilegan jarðskjálfta“, rímar jafnvel skuggalega við atburði líðandi stundar. „Það vildi svo undarlega til að bókin kom úr prentun örfáum dögum áður en skjálftinn í Japan reið yfir,“ segir Gyrðir. „Japan er auðvitað mikið jarðskjálfta- land og þarna hefur Ryokan verið að bregðast við samtíma sínum á fyrri hluta 19. aldar. Samhengi ljóðsins verður enn sterkara eftir atburðina í Japan. Hins vegar rat- aði þetta ljóð upphaflega í bókina því mér fannst það eiga töluvert erindi við Íslendinga eftir hrun- ið, það lýsir í rauninni því líka. Og eins og Japan er Ísland líka nátt- úruhamfaraland, þannig að mér fannst þetta ljóð höfða til okkar á tveimur plönum.“ Skáld eru skáld óháð kyni Í bókinni eru einnig ljóð eftir ófáar konur, þekkt skáld á borð við Alice Walker, Elizabeth Bis- hop og Jane Hirshfield. Spurður hvort hann sé meðvitað að reyna að jafna hlut kvenna í ljóðaþýðing- um, segist Gyrðir ekki líta á skáld- skapinn sem kynbundinn heldur sammannlegan. „Það má kannski segja að ég trúi ekki á kynbundinn ljóðamun. Ég var eitthvað gagnrýndur fyrir hvað það voru fáar konur í síðasta þýðingasafni. Sjálfsagt er ég eitt- hvað að bregðast við því en mér finnst þó varasamt að leggja of mikið upp úr svona talningum og draga ljóðskáld í dilka eftir kyni. Ég tala ekki um karl- eða kven- skáld; skáld er bara skáld, óháð kyni. Elizabeth Bishop, eitt skáld- anna sem á ljóð í bókinni, vildi alls ekki að gagnrýnendur litu á hana sem skáldkonu, heldur eingöngu sem skáld.“ Þvingar mann til umhugsunar Fimmtugsaldurinn markar stór tímamót í lífi margra. Gyrðir neit- ar ekki að svo sé einnig í hans til- felli. „Þessi tala, 50 ár, þvingar mann einhvern veginn til að hugsa um það. Og jú, vissulega finn ég fyrir þessu, kannski meira en þegar ég varð fertugur; það er eitthvað sálfræðilegt ferli sem fer í gang þegar maður nær þessum áfanga. Hvort það kemur innan frá eða utan frá úr samfélaginu, vegna þess hvernig aðrir líta á þennan, aldur átta ég mig ekki á. En fyrir rithöfund á hækkandi aldur ekki endilega að þýða skerta starfshæfni. Margir höfundar hafa skrifað framúrskarandi verk á seinni hluta ævinnar, þó fáir nái William Heinesen, sem skrifaði eitt af meistaraverkum sínum 85 ára gamall.“ Verður ekki var við sérstök skil Rithöfundarferill Gyrðis hefur verið afar gjöfull undanfarin ár; margir hömpuðu smásagnasafninu Milli trjánna frá 2009 sem hans besta verki og er bókin tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs; sala á verkum hans hefur snaraukist; verk hans hafa verið þýdd á erlend tungumál og hann er meðal annars nýkomin úr upplestrarferð frá Þýskalandi, þar sem Gangandi íkorni kom út á dög- unum. Auk þess hefur hann aldrei verið afkastameiri, er að ljúka við þýðingu á smásagnasafni eftir tékkneskan höfund sem kemur út í haust og vinnur að þremur prósa- handritum sem hann býst við að byrji að koma út á næsta ári. Spurður hvort hann upplifi sig á hápunkti ferils síns, segist hann ekki skynja sérstaka breytingu. „Ég verð ekki var við sérstök skil á þessum svokallaða ferli mínum. Auðvitað tel ég mig hafa þróast eitthvað. Ég varð vissulega var við það á tímabili að fólk hafði minni áhuga á bókunum mínum. Sjálfum fannst mér ég vera að gera hluti sem sýndu rökrétt fram- hald. Athyglin var hins vegar bara annars staðar og tímarnir aðrir. Það er auðvitað ágætt að finna að verk manns fái aukinn hljóm- grunn, það er viss hvatning. En fyrst og fremst vinnur maður út frá eigin forsendum, innra með sér; reynir að gera sitt besta og helst ekki keppa við aðra heldur bara sjálfan sig.“ En er einhver sérstök ástæða fyrir auknum afköstum? „Ég hef svo sem ekki velt því mikið fyrir mér. En við umhugsun virðast bækurnar að minnsta kosti hafa lengst undanfarið. Ég kann í rauninni enga skýringu á því.“ Opin boðun ekki mín leið Hvað sem vinsældum líður hefur Gyrðir verið einn virtasti höfund- ur landsins um langa hríð og mik- ils metinn af gagnrýnendum. Verk hans hafa fyrst fremst verið lofuð fyrir fagurfræðina í þeim meðan minni gaumur er gefinn að sam- félagsgagnrýninni, sem þó kraum- ar oft undir yfirborðinu, til dæmis í Sandárbókinni frá 2007, sem inni- hélt þunga gagnrýni á samfélag góðærisáranna. „Mér hefur alltaf fundist opin boðun frekar einföld í sér og hef því farið aðra leið,“ segir hann en kveðst þó ekki bera sig eftir að vera titlaður sem sérstakur samfélagsrýnir. „Ég hef eins og allir aðrir mínar skoðanir sem komast einhvers staðar í gegn, misopinskátt. Ég held að ekki sé til neitt sem heitir afstöðulaust skáld; jafnvel skáld sem yrkir bara um blóm er að gefa ákveðna yfirlýsingu og stað- setja sig á einhvern hátt. Afstaðan er alltaf til staðar jafnvel þótt hún liggi ekki endilega í augum uppi.“ Innra lífið er vanrækt Gyrðir telur hins vegar að krafa samtímans um samfélagsgagnrýni í skáldskap sé á stundum of áleitin, sérstaklega gagnvart ljóðlistinni, og þá á kostnað annarra þátta. „Ljóð getur falið í sér gagnrýni en það þarf ekkert endilega að gera það. Kannski boðar það ekk- ert sérstakt. Ljóðlistin er tæki sem er dálítið eins og tónlistin og fer oft inn í heima sem eru á mörkum þess sem hægt er að orða. Svo er það sem ég kalla innra líf einstaklingsins, prívatlíf sál- arinnar, sem er vanrækt og fáir fjalla um því það eiga allir að vera í þessari blessuðu samfélagskrítik. Þetta innra líf okkar er samt sem áður staðreynd, hver einstakling- ur lifir með því, ég tel ekki að það verðskuldi minni athygli en hið ytra umhverfi okkar, þó ég sé ekki að gera lítið úr því að ytri skilyrði geti markað þetta innra líf með ýmsum hætti.“ Sjálfsævisögulegir þræðir Hvað um innra líf höfundarins; opinberar Gyrðir til dæmis prívat- líf sálar sinnar í verkum sínum? „Ég held að Ófeigur Sigurðsson hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði að rithöfundar séu allt- af að skrá sjálfsævisögu tilfinn- ingalífsins. Þetta er að minnsta kosti góð skilgreining á því hvern- ig ég upplifi að vera rithöfundur. Það eru til margar tegundir af rithöfundum en ég hef á tilfinning- unni að jafnvel þeir sem segjast ekki styðjast við sjálfsævisögu- lega hluti að nokkru leyti, geri það nú samt á einhvern hátt, jafnvel ómeðvitað. Ég held að það sé hreinlega manninum varla mögulegt að ganga algjörlega fram hjá sjálf- um sér í tjáningu. Þetta á eflaust við mig eins og aðra. Sálfræðing- ur gæti sjálfsagt lesið margt í verk mín, ekki síður en bókmennta- fræðingur.“ Trúi ekki á kynbundinn ljóðamun Gyrðir Elíasson rithöfundur fagnar fimmtugsafmæli á mánudag með útgáfu á hnausþykku safni nýrra ljóðaþýðinga, Tunglið braust inn í húsið. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Gyrðir um ljóðin sem hafa fylgt honum, tímamótin sem hann stendur á, ferilinn og áhuga sinn á innra lífi einstaklingsins, „prívatlífi sálarinnar“, sem hann telur að sé hlunnfarið á okkar dögum. Dag eftir dag eftir dag jafnt á hádegi og um miðnætti, var kuldinn nístandi. Himinninn var kafinn svörtum skýjum sem skyggðu á sólina Hvassviðrið ýlfraði, snjór þyrlaðist um í tryllingi. Úfnar öldur risu himinháar, hröktu á undan sér risafiska. Veggir nötruðu og skulfu, fólk æpti í skelfingu sinni. Þegar ég lít til baka síðustu fjörutíu árin sé ég að hlutirnir voru farnir úr böndunum: Fólkið var orðið léttúðugt og kærulaust, lét sundurlyndi og klofning ná tökum á sér. Það gleymdi ábyrgð sinni og skyldum, virti að vettugi tryggð og réttlæti, og hugsaði aðeins um sjálft sig. Fullir sjálfsánægju hlunnfóru menn hver annan, sköpuðu endalausa, grugguga óreiðu. Veröldin var á barmi vitfirringar. Enginn deildi áhyggjum mínum. Allt versnaði þar til lokaáfallið dundi yfir – fáum var ljóst að heimurinn var glataður og ógnvænlega úr lagi genginn. Ef þú vilt raunverulega skilja þessar hörmungar, horfðu þá djúpt inn í sjálfan þig fremur en að harma í vanmætti þínum bitur örlög. Ryokan (1758-1831): Ljóð sem ort var eftir skelfilegan jarðskjálfta GYRÐIR ELÍASSON „En fyrir rithöfund á hækkandi aldur ekki endilega að þýða skerta starfshæfni. Margir höfundar hafa skrifað framúrskarandi verk á seinni hluta ævinnar, þó fáir nái William Heinesen, sem skrifaði eitt af meistaraverkum sínum 85 ára gamall.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.