Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 30
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR30
Dagleið á fjörðum
Hesteyri við Hesteyrarfjörð í Jökulfjörðum á Vestfjörðum fór í eyði rétt eftir
miðja síðustu öld, en þar eru nú tíu hús sem notuð eru sem sumarhús. Þorpið
er einnig sögusvið skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem kom út í
fyrra. Stefán Karlsson ljósmyndari og Kjartan Guðmundsson sigldu Jökulfirð-
ina í vikunni með Sigga Hjartar á Bjarnarnesinu og komu við á Hesteyri.
LÆKNISHÚSIÐ Í skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, gista söguhetjurnar í Læknishúsinu þar sem dularfullir atburðir gerast,
en þar hefur líka verið rekið gisti- og kaffihús. Ekki verður farið nánar út í söguþráðinn hér, en bókin hefur vakið mikla athygli.
Hún hefur meðal annars verið seld til annarra landa og fyrir skemmstu tryggði Sigurjón Sighvatsson sér kvikmyndaréttinn á
henni.
VIÐ BRYGGJU Mannlíf og hús byggðust upp þegar Norðmenn byggðu síldar- og hval-
veiðistöð á Stekkeyri, rétt utan við Hesteyri, árið 1894. Mörg þeirra húsa standa enn í
dag. Frá vori og fram á haust er reglulega boðið upp á siglingar um Jökulfirði, meðal
annars til Hesteyrar.
JÖKULFIRÐIR Í Jökulfjörðum er meðal annars að finna stórbrotna náttúru og auðugt fuglalíf. SUMARDVALARSTAÐUR Síðasti íbúinn yfirgaf þorpið árið 1952.
HAFIÐ Á þessum árstíma þarf Siggi Hjartar á Bjarnarnesinu að notast við tuðru til að komast lokaspölinn í land við Hesteyri.