Fréttablaðið - 02.04.2011, Side 49
www.marel.com
Forritun og upplýsingatækni
Nánari upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og umsóknarfrest er að finna á heimasíðu Marel,
www.marel.com/careers
Forritari INNOVA
INNOVA er einn öflugasti kerfishugbúnaður
sem notaður er fyrir framleiðslueftirlit og
framleiðslustýringu í matvælaiðnaði. Hugbúnaðurinn
er í notkun í helstu matvælafyrirtækjum um allan
heim. Nú starfa um 50 manns við þróun, sölu og
þjónustu á INNOVA hér á landi og í Danmörku.
Hugbúnaðarsérfræðingur Dynamics AX
Fjölbreytt verkefni tengd Microsoft Dynamics
AX kerfum Marel. Þróun og aðlögun kerfa,
samþætting við SAP, Sharepoint og Oracle Agile og
gagnayfirfærslur í innleiðingum á Dynamics AX hjá
skrifstofum Marel um allan heim.
Notendaþjónusta Dynamics Ax
Umsjón með almennri notendaþjónustu ásamt
þjónustu við sérhæfð hugbúnaðarkerfi fyrirtækisins.
Gerð kennsluefnis og kennsla.
Forritari í upplýsingatæknideild
CRM kerfisstjórnun, tæknileg þróun og umsjón með
CRM lausn. Hönnun verkflæðis, aðgangsstýringar og
samþætting CRM við önnur kerfi. Forritun í Force.com,
Microsoft.NET og HTML/XML.
Notendaþjónusta í upplýsingatæknideild
Almenn notendaþjónusta, uppsetning á vél- og
hugbúnaði ásamt umsjón með samskiptalausnum og
fundarherbergjum fyrirtækisins.
Marel leitar að framsæknum og metnaðarfullum einstaklingum til að leysa spennandi
og fjölbreytileg verkefni á alþjóðlegum vinnustað. Nákvæmni og sjálfstæði eru
mikilvægir eiginleikar. Einnig er góð enskukunnátta nauðsynleg. Ferðalög erlendis
gætu fylgt starfinu.
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og
framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað.
Hjá fyrirtækinu starfa um 4000 manns í fimm heimsálfum, þar
af um 417 á Íslandi.
Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun,
sveigjanlegan vinnutíma, mötuneyti, barnaherbergi,
framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.