Fréttablaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 58
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR14
Fasteignasala – sölumaður.
Öflug og rótgróin fasteignasala óskar að ráða harðduglegan
sölumann strax. Einungis aðili með mikla reynslu og þekkingu
á fasteignamarkaði kemur til greina.
Áhugasamir sendi inn umsókn á box@frett.is fyrir 30. mars,
merkt „Fast-Sala“Nýr veitingastaður á Skólavörðustíg 14 leitar eftir
starfsfólki í eftir farandi stöður;
Aðstoðar fólki í sal, matreiðslunemum, uppvask,
ræstingar um helgar.
Upplýsingar í síma 866 5001 eða e-mail
gustav@sjavargrillid.is
Embætti skólameistara við
Fjölbrautaskóla Vesturlands
Laust er til umsóknar embætti skólameistara við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í skólanum eru í
boði margar námsleiðir í bóknámi og starfsnámi.
Starfssvið
Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu.
Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans
og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög,
reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli
á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhags-
áætlunar og að henni sé fylgt og hefur frumkvæði að
gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
Samkvæmt 14. gr. laga um menntun og ráðningu
kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla
og framhaldsskóla, nr. 87/2008, skal skólameistari
hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótar-
menntun í stjórnun eða kennslureynslu á fram-
haldsskólastigi.
Leitað er eftir einstaklingi með stjórnunarreynslu,
leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumót-
unarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Ný lög um
framhaldsskóla nr. 92/2008 fela framhaldsskólum
aukna ábyrgð á skilgreiningu námsbrauta, þróun
námsframboðs á mörkum skólastiga og fræðslu-
skyldu til 18 ára aldurs. Skólameistari gegnir
mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grund-
velli nýrra laga. Sérstaklega er litið til þess að
væntanlegur skóla- meistari beiti sér fyrir samstarfi
framhaldsskóla á Vesturlandi.
Ráðning og kjör
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar skóla-
meistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn
hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um
framhaldsskóla, nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins,nr. 70/1996, með síðari
breytingum. Miðað er við að skipað verði í embættið
frá og með 1. ágúst 2011 en æskilegt er að viðkom-
andi geti komið að undirbúningi skólastarfs fyrir
skólaárið 2011 - 2012.
Um laun skólameistara fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr.
lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum.
Umsóknir
Umsóknir með upplýsingum um starfsheiti ásamt ítar-
legum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu
hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00, mánu-
daginn 25.apríl 2011. Nánari upplýsingar um starfið
veitir Jens Pétur Hjaltested rekstrarstjóri í mennta- og
menningarmálaráðuneyti.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 1. apríl 2011.
menntamálaráðuneyti.is
Embætti skólameistara við
Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Laust er til umsóknar embætti skólameistara við Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga i Grundarfirði. Í skólanum
eru í boði námsleiðir í bóknámi.
Starfssvið
Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu.
Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans
og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög,
reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli
á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætl-
unar og að henni sé fylgt og hefur frumkvæði að gerð
skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
Samkvæmt 14. gr. laga um menntun og ráðningu kenn-
ara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla, nr. 87/2008, skal skólameistari hafa
starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmennt-
un í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskóla-
stigi.
Leitað er eftir einstaklingi með stjórnunarreynslu,
leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumót-
unarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Ný lög um
framhaldsskóla nr. 92/2008 fela framhaldsskólum
aukna ábyrgð á skilgreiningu námsbrauta, þróun
námsframboðs á mörkum skólastiga og fræðslu-
skyldu til 18 ára aldurs. Skólameistari gegnir
mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grund-
velli nýrra laga. Sérstaklega er litið til þess að
væntanlegur skólameistari beiti sér fyrir samstarfi
framhaldsskóla á Vesturlandi.
Ráðning og kjör
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar skóla-
meistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn
hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um fram-
haldsskóla, nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breyting-
um. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og
með 1. ágúst 2011 en æskilegt er að viðkomandi geti
komið að undirbúningi skólastarfs fyrir skólaárið
2011 - 2012.
Um laun skólameistara fer eftir ákvörðun kjararáðs,
sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breyting-
um.
Umsóknir
Umsóknir með upplýsingum um starfsheiti ásamt ítar-
legum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu
hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00, mánu-
daginn 25.apríl 2011. Nánari upplýsingar um starfið
veitir Jens Pétur Hjaltested rekstrarstjóri í mennta- og
menningarmálaráðuneyti.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti,
1. apríl 2011.
menntamálaráðuneyti.is
Viltu hanga
á Facebook
í vinnunni?
PIPAR\TBWA – Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík
Sími 510 9000 – www.pipar-tbwa.is
PIPAR\TBWA auglýsir eftir markaðs fulltrúa til starfa
í sérdeild samfélags vefja. Viðkomandi þarf að geta
unnið sjálfstætt og tekið þátt í hópastarfi í líflegu
umhverfi.
Hæfniskröfur:
\ Góð íslenskukunnátta
\ Brennandi áhugi á markaðsmálum
\ Góð þekking á samfélagsvefjum
\ Hugmyndaauðgi
\ Gott skap
\ Stúdentspróf
Umsóknir ásamt ferilskrá og mynd skal senda á
umsokn@pipar-tbwa.is fyrir 8. apríl nk. Umsóknir
verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hjá PIPAR\TBWA starfa 20 manns. Stofan er hluti
af TBWA sem er ein af fram sækn ustu sam starfs-
keðjum auglýsinga stofa í heiminum. Þar starfa um
12.000 manns á 258 stofum í 77 löndum.
Viltu vinna á skemmtilegum
og þægilegum vinnustað?
Stólar til útleigu
Hágreiðslusveinn eða meistari
óskast í 50 - 100% starf
Upplýsingar í síma 553 1033
og 696 6632