Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 70

Fréttablaðið - 02.04.2011, Síða 70
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR38 Óvinafagnaður Einar Kárason 2001 Árið 1238 snýr Þórður kakali aftur til Íslands til að hefna föður síns og bróður sem voru felldir í Örlygsstaðabardaga. Óvígur her undir forystu Kolbeins unga og Gissurar Þorvaldssonar hefur þar með hnekkt veldi Sturlunga og lagt landið undir sig. Ofsi Einar Kárason 2008 Sjálfstætt framhald Óvinafagn- aðar. Gissur Þorvaldsson snýr heim úr Noregsför, fús til sátta við Sturlungana. Fjölmenn brúðkaupsveisla til að innsigla friðinn er haldin á Flugumýri en ekki mæta allir sem boðið var; nýsaminn friður er ekki allra. Sveigur Thor Vilhjálmsson 2002 Óbeint framhald Morgunþulu í stráum frá 1998. Guðmundur skáldi elst upp við kröpp kjör á róstusömum tímum 13. aldar en kemst í vist með munkum þar sem hann lærir til bókar. Fulltíða lendir hann í slagtogi með helstu höfðingjum aldarinnar, þar á meðal Sturlu Sighvatssyni. ■ 15. ÖLD Vélar tímans Pétur Gunnarsson 2004 Þriðji hlutinn í sagnabálknum Skáldsaga Íslands. Í byrjun 15. aldar hefur Svarti dauði kvistað niður landslýðinn. Unglings- pilturinn Natan er einn eftir af munkum Þykkvabæjarklausturs. Hann slæst í fræga för með Birni Jórsalafara til Jerúsalem. Jafn- framt er dvalið við nútímann og hann skoðaður í aldarspegli hins liðna, og öfugt. Hrafninn Vilborg Davíðsdóttir 2005 Naaja er ung kona sem elst upp meðal Inuíta á Grænlandi en er gerð brottræk úr samfélaginu ásamt sérvitrum föður sínum. Þá eiga sér stað voveiflegir atburðir sem reyna á styrk hennar. ■ 16. ÖLD Maríumessa Ragnar Arnalds 2004 Saga Þórdísar í Sólheimum, heimasætu í Skagafirði, sem Herluf Daa höfuðsmaður sótti til saka snemma á 16. öld. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 2003 Skáldsaga um Jón biskup Arason og syni hans, sem voru háls- höggnir árið 1550. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. ■ 17. ÖLD Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur Steinunn Jóhannesdóttir 2001 Árið 1627 hertóku ofbeldismenn frá Alsír um fjögur hundruð Íslendinga og fluttu til þrældóms í Barbaríinu. Ein þeirra var Guð- ríður Símonardóttir, tilvonandi eiginkona Hallgríms Péturssonar. Steinunn fylgir Guðríði á hennar löngu reisu í þrælakistuna í Alsír. Hrapandi jörð Úlfar Þormóðsson 2003 Skáldsaga um Tyrkjaránið. Fylgst er með afdrifum nokkurra sögupersóna sem kippt er út úr íslensku brauðstriti og kastað inn í óvissu, myrkur og þjáningar við sunnanvert Miðjarðarhaf. Heimanfylgja Steinunn Jóhannesdóttir 2010 Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Hallgrímur Úlfar Þormóðsson 2008 Skáldsaga um ævi Hallgríms Péturssonar. Hér er fjallað um baráttu hans við Guð, ástir hans og Guðríðar, sáran dótturmissi og tilurð Passíusálmanna. Rökkurbýsnir Sjón 2008 Árið er 1635 og rithöfundurinn og myndasmiðurinn Jónas lærði Pálmason er dæmdur fyrir útbreiðslu galdra og sendur í útlegð í Gullbjarnarey. Skáldsagan Rökkurbýsnir byggist á lífi og hugarheimi þessa sjálfmenntaða Íslendings. ■ 18. ÖLD Skáldsaga um Jón ... Ófeigur Sigurðsson 2010 Skáldsaga um eldklerkinn Jón Steingrímsson sem ungan mann. Árið 1755 hrekst hann úr Skagafirði suður í Mýrdal, þar sem Katla gýs eldi og eimyrju. Jón sest að í helli við Reynisfjöru og skrifar konu sinni bréf um fortíðina, gestakomur í hellinn og daglegt líf. Allt hold er hey Þorgrímur Þráinsson 2004 Árið 1992 fékk Þorgrímur Þráins- son rithöfundur símtal frá ókunn- ugri konu kunnri af skyggnihæfi- leikum, sem vildi segja honum sögu af ungri konu sem dó 200 árum fyrr. Allt hold er hey er saga hennar. ■ 19. ÖLD Eldhuginn Ragnar Arnalds 2005 Skáldsaga um Jörund hunda- dagakonung og byltingu hans á Íslandi. ■ 9. ÖLD Auður Vilborg Davíðsdóttir 2009 Auður djúpúðga er í hópi þekktustu landnema Íslands. Hér kynnast lesendur henni á unga aldri og fylgja henni inn í storma- samt hjónaband með Ólafi hvíta Dyflinnarkonungi. ■ 12. ÖLD Leiðin til Rómar Pétur Gunnarsson 2002 Annar hluti í sagnaflokki Péturs, Skáldsaga Íslands. Sú fyrsta, Myndin af heiminum, kom út 2000. Á 12. öld leituðu menn til Rómar í leit að sáluhjálp og freista þess að greiða götu hennar til himna. Á 21. öld fer Máni þangað á puttanum. ■ 13. ÖLD Drottning rís upp frá dauðum Ragnar Arnalds 2010 Þýskur kaupmaður siglir til Íslands á 13. öld. Þar hittir hann klerk sem verið hafði verið kenn- ari Margrétar konungsdóttur í Noregi, sem sögð var hafa dáið í Orkneyjum áratug fyrr og hulunni er svipt af leyndarmálinu um hvarf hennar. A lls kom út 41 söguleg skáld-saga á Íslandi á árun- um 2001 til 2010, sem gerir um fjórar á ári að meðaltali. Flestar sögulegar skáldsögur komu út árið 2004, alls átta, en fæstar árið 2006, aðeins ein. Tuttugasta öldin var vinsælasti sarpurinn sem leitað var í. Sautján bækur gerðust á fyrri hluta 20. aldar og fram á 7. ára- tuginn. Þar á eftir kom 19. öldin en alls sjö bækur gerast á henni. Engin skáldsaga gerðist á 10. eða 14. öld. Athygli vekur að flestir rit- höfundanna sem á annað borð fengust við sögulegan skáld- skap á áratugnum sem leið hafa skrifað fleiri en eina. Að baki titlunum 41 eru 27 höf- undar. Flestar skrifaði Ragnar Arnalds, alls þrjár. Allmargir skrifuðu tvær sögulegar skáld- sögur á árbilinu sem um ræðir, þar á meðal Pétur Gunnarsson en þess má geta að fyrsti hluti í þríleik hans um Skáldsögu Íslands kom út árið 2000 og er því ekki talinn með. Talsvert fleiri karlar fengust við sögulegan skáldskap á ára- tugnum sem leið, alls 22 á móti fimm konum. Sagan í skáldskap síðasta áratugar Haft er fyrir satt að bókaárið sem leið hafi öðru fremur einkennst af sögu- legum skáldskap og glímu rithöfunda við menningararfinn. Hvað sem því líður hefur sögulegur skáldskapur lengi átt upp á pallborðið á Íslandi. Bergsteinn Sigurðsson rýndi í Bókatíðindi undanfarinna tíu ára og komst að því hvaða rithöfundar gerðu sér mat úr sögunni á fyrsta áratug 21. aldar. SAGAN Í HNOTSKURN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.