Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 72

Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 72
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR40 á meðal sautján ára stúlku og móður hennar. Stúlkan rekur sögu þeirra í fangavist í Bretlandi. Sakleysingjarnir Ólafur Jóhann Ólafsson 2004 Dagur Alfreð Huntingfield fædd- ist á fyrri hluta 20. aldar. Bernska hans er viðburðarík, hann flyst út í heim og í lífi hans vegast á ljós og skuggar. Í bókinni fléttast óvenjuleg ævi og örlög Dags Alfreðs inn í sögu 20. aldar. Höll minninganna Ólafur Jóhann Ólafsson 2001 Fjallar um Íslending sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjöl- skyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auðkýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson 2010 Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar um miðja 20. öld. Hann rifjar upp liðna tíð og úr verður svipsterk aldafarslýsing. Konungsbók Arnaldur Indriðason 2006 Ungur íslenskufræðingur heldur til náms í Danmörku árið 1955 og finnur þar fyrir landa sinn, gamlan prófessor. Sá býr yfir skelfilegu leyndarmáli sem tengist Konungsbók Eddukvæða, sem leiðir þá tvo í mikla háskaför um Evrópu. Halldór Laxness og Indriði G. Þorsteinsson, faðir Arnaldar, koma við sögu. Útlagar Sigurjón Magnússon 2010 Í lok sjötta áratugarins halda íslenskir sósíalistar til náms í Austur-Þýskalandi. Þar eystra bíður þeirra annar veruleiki en marga dreymir um. Flateyjargáta Viktor A. Ingólfsson 2002 Lík finnst í útskeri á Breiðafirði 1. júní 1960 og óreyndur fulltrúi sýslumanns á Patreksfirði er sendur á vettvang til að kanna málið. Bókin sem við eyna er kennd, Flateyjarbók, gegnir lykil- hlutverki við lausn málsins. Borgir og eyðimerkur Sigurjón Magnússon 2003 Skáldsaga um Kristmann Guð- mundsson rithöfund. Gerist á einum degi í lífi skáldsins árið 1964. Kristmann ákveður að mæta ekki í réttarsal vegna meiðyrðamáls hans gegn Thor Vilhjálmssyni. Þess í stað heldur Kristmann til Hveragerðis og reynir að endurmeta eigið líf. Svo skal dansa Bjarni Harðarson 2009 Skáldsaga um baráttu kvenna, hetjusaga hinna snauðu og ættarsaga hinna ættlausu. Sagan hefst seint á 19. öld í óvenjulegu gistihúsi utan Reykjavíkur og lýkur um hundrað árum síðar í Efstasundinu og Houston í Texas. Ljósa Kristín Steinsdóttir 2010 Örlagasaga konu sem elst upp í Suðursveit seint á 19. öld og glímir við geðhvarfasýki. ■ 20. ÖLD Himnaríki og helvíti Jón Kalman Stefánsson 2007 Í byrjun 20. aldar róa Strákurinn og Bárður um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavind- ur auðveldlega í gegn og það er stutt á milli lífs og dauða. Harmur englanna Jón Kalman Stefánsson 2009 Sjálfstætt framhald af Himnaríki og helvíti. Vonarstræti Ármann Jakobsson 2008 Hér er sögð saga Skúla og Theodóru Thoroddsen, sem snemma árs 1908 fóru til Kaup- mannahafnar til að taka þátt í samningum um framtíð Íslands í danska ríkinu. Um haustið hafði hins vegar allt breyst. Íslendingar höfðu gert hljóðláta uppreisn og stefndu nú að sjálfstæði. Höfuðlausn Ólafur Gunnarsson 2005 Um stundarsakir breytist Reykjavík úr þorpi í borg þegar hópur leikara og listamanna kemur til landsins til að filma „Sögu Borgarættarinnar“. Jakob Ólafsson gerist bílstjóri útlending- anna og ný veröld lýkst brátt upp fyrir honum. Karitas án titils Kristín Marja Baldursdóttir 2004 Dramatísk örlagasaga ungrar stúlku í upphafi 20. aldar, sem bregður jafnframt upp mynd af hlutskipti kvenna fyrr og síðar. Óreiða á striga Kristín Marja Baldursdóttir 2007 Sjálfstætt framhald metsölu- bókarinnar Karitas án titils og er öðrum þræði aldarsaga, saga þjóðfélags í mótun, saga kvenna og frelsisbaráttu. Yfir Ebrofljótið Álfrún Gunnlaugsdóttir 2001 Haraldur er einn þeirra ungu manna á fjórða áratug 20. aldar sem héldu til Spánar til þess að berjast gegn fasistastjórn Franco. Þrír Íslendingar börðust í spænsku borgarastyrjöldinni og er bókin að nokkru leyti byggð á frásögn eins þeirra. Enn er morgunn Böðvar Guðmundsson 2009 Ungur þýskur tónlistarmaður af gyðingaættum kemur til Reykjavíkur 1936 eftir að hafa hrakist undan nasistum. Hann setur svip á menningarlíf höfuð- staðarins. aðlagast fljótt og finnur ástina. En það eru viðsjárverðir tímar, styrjöld að brjótast út og í maí 1940 hernema Bretar Ísland. Flóttinn Sindri Freysson 2004 Þegar Bretar hernámu Ísland vorið 1940 lagði ungur Þjóðverji, Thomas Lang, á flótta. Höf- undur rekur sögu þessa manns og hvernig honum tókst að fara huldu höfði í rúmt ár. Dóttir mæðra minna Sindri Freysson 2009 Hermenn með alvæpni ganga á land á Ísafirði 1941. Þeir handtaka sjö heimamenn, þar Skugga-Baldur Sjón 2003 Rómantísk skáldsaga sem gerist um miðja 19. öld. Aðalpersónur eru presturinn Baldur, grasa- fræðingurinn Friðrik og vangefna stúlkan Abba sem tengist hefur afrifarík áhrif á líf mannanna. Glóið þið gullturnar Björn Th. Björnsson 2004 Fjallar um Fritz Hendrik Bernd- sen, sem kom til Skagastrandar upp úr miðri 19. öld og var einn þeirra dönsku kaupmanna sem störfuðu hér. Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson 2009 Árið 1874 taka Hjaltalín læknir, Borgfjörð lögregluþjónn og skólapilturinn Móritz að rannsaka dularfullt dauðsfall í sömu andrá og Kristján IX. kemur til landsins. Baróninn Þórarinn Eldjárn 2004 Heimildarskáldsaga um franska baróninn Charles Gouldrée Boilleau, sem Barónsstígur er kenndur við. Vorið 1898 steig hann á land í Reykjavík. Þórarinn rekur ævi þessa dularfulla manns sem hafði stutta viðdvöl hér og setti mark sitt á fábrotið samfélagið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.