Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 82

Fréttablaðið - 02.04.2011, Page 82
2. apríl 2011 LAUGARDAGUR50 Hvenær byrjaðirðu að leika og hvernig kviknaði áhuginn? „Ég hef verið að leika alveg síðan ég lék tré í leikskólanum mínum. Ég fékk áhuga á leik- list eftir að ég sá Kardemom- mubæinn í Þjóðleikhúsinu 1995. Ég var svo heillaður af ræningjunum og ljóninu og sá strax að það var skemmtileg- ast að leika vonda karlinn.“ Er þetta stærsta verkefnið þitt hingað til? „Já, alveg óumdeilanlega. Fúsi er stór persónuleiki.“ Hvernig strákur er Fúsi froska gleypir? „Hann er alveg ótrúlega misskilinn unglingur með stórt skap og algjört mikil- mennskubrjálæði í þokkabót.“ Hvar er Fúsi á ferðinni um þessar mundir? „Hann Fúsi tekur yfir Gaflaraleikhúsið 2. apríl og verður þar allar helg- ar fram í maí.“ Hvað er það versta sem Fúsi froskagleypir hefur gert? „Þegar hann ætlaði að ná í hnakka- drambið á strák- unum sem neituðu honum um kveikjara en stangaði þess í stað bankastjórafrúna óvart í magann!“ Hefurðu kynnst hrekkjusvíni á við Fúsa froskagleypi í alvörunni? „Úff, sem betur fer ekki.“ Hverjir fleiri koma við sögu en Fúsi? „Jakob og vinur hans sem heitir einfald- lega bara „Ég“. Þá má nefna óðan smið, reiðar mömmur, feitan hund og heilan sirkus með öllu tilheyrandi, Bar- dínó-sirkusinn.“ Er leikritið spennandi og fær Fúsi fólk til að hlæja? „Já, það er mjög spennandi. Það er oft sem Fúsi ætlar að ná sér niðri á strákunum í hverfinu og er á hæl- unum á eftir þeim. En hann Fúsi er svo glórulaus stundum að þeir ná oftar en ekki að snúa á hann, en þó ekki alltaf. Fúsi heldur oft að allir séu að hlæja með honum, þó allir séu í raun að hlæja að honum.“ Er sungið í sýningunni? „Held- ur betur. Dúndur hljómsveit, kór og læti.“ Hefurðu sjálfur lesið bók- ina um Fúsa froskagleypi og hvert er eftirlætisatriðið þitt? „Já, ég hef lesið bókina og ég vissi strax þegar ég var beðinn um að leika Fúsa hvað yrði skemmti- legast við hlutverk- ið, en það er fallbyssu- skotið sem Fúsi tekur þátt í og það er einmitt eftirlætisat- riðið mitt í sýning- unni. Að fljúga!“ Hvernig eiga krakkar sem langar að leika eða verða leik- arar að láta þann draum rætast? „Með því að æfa sig, byrja smátt og vinna sig síðan upp frá því. Læra af aðstæðum, sjá möguleika í öllu og vera ófeimin við að láta heyra í sér. Það pælir enginn nema maður sjálf- ur í mistökum og ef maður er feim- inn við að gera mis- tök þá gerir maður aldrei neitt, trúið mér.“ krakkar@frettabladid.is 50 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Læknir, læknir, ég held ég þurfi gleraugu! Það er augljóst herra minn því þetta er bakarí. Læknir, læknir, ég gleypti pennann minn, hvað á ég að gera? Notaðu blýant þangað til ég kem. Læknir, læknir, ég er með vindgang. Getur þú gefið mér eitthvað við því? Já, hér er flugdreki, gjörðu svo vel. Læknir, læknir, ég fæ alltaf illt í augað þegar ég drekk kaffi. Hefur þú reynt að taka skeið- ina úr bollanum? Læknir, læknir, mér finnst ég vera guð. Hvenær byrjaði þetta? Nú, fyrst skapaði ég sólina, svo jörðina … WWW.BORED.COM er vefsíða þar sem finna má ýmsa skemmtilega leiki bæði fyrir stelpur og stráka. SKAPSTÓR FROSKAGLEYPIR Upprennandi leikhússtjarna stígur á svið í dag þegar Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir barnaleikritið um Fúsa froskagleypi. Elmar Þórarinsson leikur sjálft hrekkjusvínið Fúsa sem á í skrautlegum samskiptum við bæjarbúa Hafnarfjarðar. HITT OG ÞETTA Í hvaða skóla ertu: Laugar- nesskóla. Í hvaða stjörnumerki ertu: Nautinu. Áttu happatölu? Nei. Hvað gerirðu í frístundum þínum? Leik mér. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Spaugstofan. Besti matur? Píta. Eftirlætisdrykkur? Appelsín. Hvaða námsgrein er í uppáhaldi? Enska. Áttu gæludýr? Ef svo er, hvernig dýr og hvað heitir það? Já, ég á kisu sem heitir Stella. Skemmtilegasti dagurinn og af hverju? Föstudagur, því þá kemur helgi. Uppáhaldslitur? Rauður. Hvað gerðirðu í síðasta sum- arfríi? Ég fór vestur á Suður- eyri? Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Nancy og dularfulla húsið. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Ég veit það ekki enn þá. Rósanna Þórarinsdóttir GÝPUGARNAGAUL er barna- leikrit sem verður frumsýnt í Gerðubergi á morgun klukkan 14. Í dag klukkan 14 er opin forsýning. GOBBEDÍGOBB er fjöl- skylduhátíð í Hús- dýragarðinum í dag. Ókeypis er inn í garðinn og síðan verða tæki garðsins prufu- keyrð í dag og til- boð á dagpössum. Það pælir eng- inn nema maður sjálfur í mis- tökum og ef maður er feiminn við að gera mistök þá gerir maður aldrei neitt. Einstakt sumarævintýri CISV eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök sem hefur frá árinu 1951 staðið fyrir sumarbúðum víðsvegar um heiminn. Þátttaka í sumarbúðum á vegum CISV er þroskandi upplifun sem eykur víðsýni gefur tækifæri til að kynnast ólíkum menningarheimum. Forseti Íslands er verndari samtakanna. Ennþá eru nokkur laus pláss fyrir árið 2011: Fyrir 11 ára: Indland – Mumbai – 15.júní – 12. júlí. Laust fyrir tvo stráka Brasilía – Sao Paulo – 27. des – 23. jan. Laust fyrir tvo stráka Fyrir 14 ára: Ísland – Hella – 1. júlí – 23.júlí. Laust fyrir strák Einnig er í boði fararstjórn fyrir 21 árs og eldri sem fara með hópa í sumarbúðir. Nánari upplýsingar veitir Ásta í síma 861 1122 eða asta@cisv.is www.cisv.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.