Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 4
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR4
KJARAMÁL Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra sló sáttatil-
lögu Samtaka atvinnulífsins um
lausn í sjávarútvegsmálum út af
borðinu með afgerandi hætti á
aðalfundi samtakanna í gær. Vil-
mundur Jósefsson, formaður SA,
lýsti furðu sinni á afstöðu ráðherra
en samtökin hafa sett niðurstöðu í
sjávarútvegsmálum sem skilyrði
fyrir gerð kjarasamninga.
Jóhanna sagði í ávarpi sínu að
krafa SA um að stjórnvöld leystu
áratuga langan ágreining um sjáv-
arútvegsmál óbilgjarnar og sagði
grundvallaratriði að „festa ekki í
sessi forgang núverandi kvótahafa
í lokuðu kerfi næstu áratugina og
koma í veg fyrir að þeir geti fénýtt
sér þessa sameign landsmanna
sem fiskimiðin eru“. Hún sagði að
útspil SA í málinu, sáttatillöguna,
staðfesta að „himinn og haf“ séu
á milli stjórnvalda og LÍÚ. „Því
verður vart trúað að samstaða sé
um það milli allra aðildarfélaga SA
að setja það sem skilyrði og hótun
fyrir því að kjarasamningar náist
að þetta áratuga deilumál verði
leyst meira og minna á forsend-
um LÍÚ, annars gangi menn frá
borði,“ bætti Jóhanna við.
Vilmundur Jósefsson, formaður
SA, brást illa við ræðu Jóhönnu í
viðtali við Fréttablaðið og sagði
samtökin ekki hvika frá þeirri
kröfu að sjávarútvegsmálin yrðu
leyst áður en skrifað væri undir
kjarasamningana.
Vilmundur viðurkenndi að ræða
Jóhönnu væri köld kveðja inn í
yfirstandandi kjaraviðræður og
henni fylgdi mikil óvissa og sagð-
ist efast um að Jón Bjarnason,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra, valdi málinu. „Ég segi það
í því ljósi að hann hefur verið með
málið í fanginu frá því í septem-
ber 2010 og ekkert hefur gerst.
Við höfum ekki fengið að sjá frum-
varpið eða beina aðkomu að mál-
inu, sem er einfaldlega fáránlegt,“
segir Vilmundur. svavar@frettabladid.is
ALÞINGI Tólf þingmenn, að undir-
lagi Lilju Mósesdóttur, hafa lagt
fram tillögu til þingsályktun-
ar um að settar verði reglur um
störf pólitískt ráðinna starfs-
manna í stjórn-
sýslunni. Vilja
þau að skýr
skil séu milli
stjórnsýslu-
legra starfa
viðkomandi og
starfa pólitísks
eðlis.
Reglunum er
einnig ætlað að
tryggja að póli-
tískar skamm-
tímaráðningar verði ekki grund-
völlur fastráðningar.
Þá er lagt til að gerð verði
úttekt á störfum, starfssviði og
ábyrgð pólitískt ráðinna starfs-
manna í stjórnsýslunni. - bþs
LILJA
MÓSESDÓTTIR
Lilja og ellefu aðrir þingmenn:
Vilja skýr mörk
milli pólitíkur
og stjórnsýslu DÓMSMÁL Fyrrverandi fram-kvæmdastjóri og þjálfari íþrótta-
félags hefur verið dæmdur í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn sextán
ára stúlku.
Maðurinn var með hópi ung-
menna í keppnisferðalagi erlendis
þegar hann braut gegn stúlkunni.
Á gististað hópsins fékk hann betri
og breiðari dýnu en aðrir. Hann
bauð stúlkunni að sofa hjá sér
á dýnunni, sem hún þáði, og tók
síðan að þukla á henni innanklæða.
Maðurinn neitaði sök en dóm-
urinn taldi framburð stúlkunnar
trúverðugan. Maðurinn var einnig
dæmdur til að greiða henni 400
þúsund í skaðabætur. - jss
Fékk sex mánaða fangelsi:
Þjálfari þuklaði
á stúlku í ferð
HEILBRIGÐISMÁL Ákveðið hefur
verið að innkalla af markaði
blandaða ávexti í poka frá Hagveri
þar sem lifandi smádýr, svokallað-
ir mítlar, fundust í einum poka.
Vegna þessa telst varan óhæf
til neyslu og því ákváðu Nathan &
Olsen í samráði við matvælaeftir-
lit Heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
ur að innkalla alla þá vöru sem
er með lotunúmerið LO246. Þeir
sem kunna að eiga umrædda vöru
í fórum sínum eru beðnir um að
farga henni eða skila til Nathan &
Olsen hf. - jss
Hagversávextir innkallaðir:
Smádýr fund-
ust í ávöxtum
Sáttatillaga SA í sjávarútvegsmálum var sett fram 5. apríl. Eftirfarandi texti
fylgdi yfirlýsingu samtakanna:
Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ríkisstjórninni og sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra tillögu til sátta um efnislega útfærslu samningaleiðar í
sjávarútvegi. Tillagan felur í sér grundvallarbreytingar á stjórn fiskveiða frá
því sem nú er og komið er verulega til móts við sjónarmið stjórnarflokkanna
í þessum efnum. SA telja að nú sé einstakt tækifæri til að ná nauðsynlegri
sátt um málefni sjávarútvegsins. Samtök atvinnulífsins hafa fulla trú á að
ríkisstjórnin muni taka í útrétta sáttahönd atvinnulífsins í þessum efnum.
Sáttatillaga SA sett fram þann 5. apríl
KALDAR KVEÐJUR Jóhanna var afdráttarlaus í sinni ræðu og hafnar sáttatillögu SA í
sjávarútvegsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÉLAGSMÁL Dvalarrýmum á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Barmahlíð á Reykhólum verður
ekki fækkað eins og boðað hafði
verið.
Ríkisstjórnin ákvað þetta á
fundi sínum á Ísafirði á þriðju-
dag. Þetta er eitt sextán verkefna
um verndun og eflingu byggðar
og atvinnusköpunar á Vestfjörð-
um.
Velferðarráðuneytið hafði til-
kynnt hjúkrunarforstjóra heim-
ilisins í febrúar að fækka yrði
öldrunarrýmum úr fjórtán í tólf á
árinu. Reykhólahreppur sagði að
rekstrargrundvöllur heimilisins
myndi með því bresta. - þeb
Hætt við niðurskurð:
Ekki fækkað á
dvalarheimili
HAITI, AP René Préval, fráfar-
andi forseti Haítí, segir Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna einblína
allt of mikið á hernaðaraðgerðir í
stað þróunar og
uppbyggingar í
þeim samfélög-
um sem hafa
þurft á alþjóð-
legri friðar-
gæslu að halda.
Á fundi með
ráðinu í fyrra-
dag sagðist
hann hafa lagt
áherslu á það strax árið 2006 að
í stað skriðdreka og hermanna
sendu Sameinuðu þjóðirnar skurð-
gröfur, verkfræðinga, lögreglu-
kennara og lögfræðinga.
Á það hafi samt ekki verið hlust-
að og nú hafi erlent herlið verið í
landinu í ellefu ár, þótt ekkert stríð
hafi geisað þar þennan tíma. - gb
Gagnrýnir Öryggisráðið:
Forseti Haíti
segir einblínt
um of á hernað
RENÉ PRÉVAL
Jóhanna sló á „sátta-
hönd atvinnulífsins“
Forsætisráðherra hafnaði sáttatillögu Samtaka atvinnulífsins í sjávarútvegs-
málum með afgerandi hætti í gær. Formaður SA undrast málflutning ráðherra.
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt
karlmann í þriggja ára fangelsi
fyrir mjög gróf kynferðisbrot gegn
fötluðum bróðurbörnum sínum.
Þá var hann dæmdur til að greiða
stúlkunni sem hann braut gegn
eina milljón króna í miskabætur
og bróður hennar hálfa milljón.
Auk þessa var maðurinn sakfelld-
ur fyrir vörslu á miklum fjölda af
grófum myndum sem sýndu börn
á klámfenginn og kynferðislegan
hátt.
Héraðsdómur Norðurlands
eystra hafði áður dæmt manninn
í fjögurra ára fangelsi og til þess
að greiða stúlkunni 1,5 milljónir og
bróður hennar eina milljón.
Manninum var gefið að sök að
hafa haft í frammi kynferðislegar
athafnir gagnvart stúlkunni, látið
piltinn horfa á og síðan neytt systk-
inin til að endurtaka athafnirnar.
Í dómi Hæstaréttar segir að
maðurinn eigi sér engar máls-
bætur. Hann hafi brotið gegn fötl-
uðum bróðurbörnum sínum sem
báru traust til hans og honum hafði
verið trúað fyrir. Jafnframt hafi
brot hans verið til þess fallin að
hafa slæm áhrif á geðheilsu stúlk-
unnar. - jss
Hæstiréttur dæmdi mann í þriggja ára fangelsi og til greiðslu miskabóta:
Braut gegn fötluðum bróðurbörnum
HÆSTIRÉTTUR Stytti fangelsirefsingu
manns sem misnotaði fötluð bróður-
börn sín.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
21°
16°
10°
19°
21°
9°
9°
21°
20°
24°
12°
31°
13°
20°
14°
11°
Á MORGUN
8-15 m/s, hvassast V-til.
SUNNUDAGUR
8-18 m/s.
5
8
7
2
6
9
5
5
6
7
8
6
7
7
7
9
8
7
8
8
4
9
8
14
12
8
9
8
10
7
7
6
HITABYLGJA Á
MORGUN? Það
lítur út fyrir allt
að 18 stiga hita á
Norðausturlandi
á morgun í þurru
og nokkuð björtu
veðri. Heldur síðra
veður suðvestan til
um helgina með
stífri sunnanátt,
vætu og 8-12 stiga
hita.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
GENGIÐ 07.04.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
215,9296
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,28 113,82
184,98 185,88
161,56 162,46
21,663 21,789
20,629 20,751
17,844 17,948
1,3325 1,3403
179,69 180,77
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is