Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 6

Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 6
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR6 ICESAVE: Umræður forystumanna flokkanna Málstofa um mótun peningastefnu Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, í samvinnu við Seðlabanka Íslands og Háskóla Íslands, efnir til málstofu um mótun framtíðarstefnu í peningamálum. Málstofan fer fram í Háskóla Íslands, sal HT-102, þriðjudaginn 12. apríl kl. 15-17, og er öllum opin. Dagskrá: 15:00 Þórólfur Matthíasson prófessor, forseti Hagfræðideildar, setur málstofuna 15:05 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur SÍ: Peningastefna eftir höft 15:30 Friðrik Már Baldursson prófessor: Valkostir í peningamálum 15:45 Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur: Þjóðhagsvarúð, er það lausnarorðið? 16:00 Almennar umræður Fundarstjóri: Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneyti Þótt forystumenn stjórn- málaflokkanna séu ekki allir sammála um ágæti Ice- save-samninganna og þrír ætli að segja já og tveir nei eru þeir sammála um að sólin muni áfram koma upp, hvernig sem atkvæða- greiðslan á morgun fer. Efnt var til opins fundar um Ice- save með forystumönnum flokk- anna í Háskóla Íslands í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, tók fyrst til máls. Sagði hún að í sínum huga hefði málið frá upphafi snúist um að finna skástu lausnina fyrir land og þjóð út úr þessu erfiða máli. Kvaðst hún sammála þeim sem teldu að þeim mun lengur sem það væri óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra yrði það fyrir þjóðina. Sagði hún að vegna lánshæfismats hefðu erlendar lántökur og endur- fjármögnun sveitarfélaga, orku- fyrirtækja og ríkissjóðs verið nær ómöguleg en við blasti að úr muni rætast með samþykkt máls- ins. Nefndi hún sem dæmi að fjár- magnskostnaður af 1.350 millj- arða skuldum sem ríkið þurfi að endurfjármagna á næstunni gæti hækkað um allt að 216 milljarða yrði málið fellt. „Menn verða að hafa kjark til að horfast í augu við þær efnahagslegu afleiðing- ar sem blasa við ef ekki tekst að ljúka Icesave-deilunni með sátt,“ sagði Jóhanna. Hún kvað atvkæða- greiðsluna aðeins snúast um lífs- kjör, ekki ríkisstjórnina, ekki ein- staka flokka eða forystumenn þeirra, ekki um ESB, ekki um EES og ekki um AGS. Ekkert nýtt komið fram Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist frá fyrsta degi hafa staðið frammi fyrir mikilli óvissu um málið og því talið að rétt væri að leita samn- inga. Hann hafi verið óánægður með fyrri samninga en með nýrri nálgun hefði náðst niðurstaða sem hann teldi viðunandi. Fjármögn- unarkostnaðurinn við núgildandi samning væri miklum mun minni en í fyrri samningum. Bjarni upplýsti að oft í samn- ingaferlinu sem stóð allt síðasta ár hefði legið við að upp úr slitnaði. Hann sagðist ekki halda að það yrðu ragnarök þó málið yrði fellt en því fylgdi hins vegar mikil óvissa. Hún væri úr sögunni með samningi. Sagði hann ekkert nýtt hafa komið fram í málinu frá því að það var samþykkt á Alþingi sem breytti afstöðu hans til þess. Hann ætlaði að greiða því atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gætum fengið allt til baka Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, lagði áherslu á að málið hyrfi ekki með nei-i. Nú ætti þjóðin kost á að ljúka þessu ólánsmáli með viðráð- anlegum hætti. Vaxtakjör samn- inganna væru allt önnur og betri en öðrum ríkjum byðist núna. Hann sagði flesta sammála um að þetta væri síðasta tækifærið til að ljúka málinu með samkomulagi. Steingrímur gerði fréttir af sölu Iceland-verslanakeðjunnar að umtalsefni og benti á að ef allt þró- aðist á besta veg gætu Íslendingar ekki aðeins fengið allan höfuðstól- inn til baka heldur líka vaxta- kostnaðinn. „Hvað er þá unnið með nei-i?“ spurði hann. Nei, væri vissulega tjáning en fólk þyrfti að hugleiða vel hvort sú tjáning væri þess virði að leggja út í nýjan óvissuleiðangur. Steingrímur sagði að Ísland myndi ekki sökkva þó málið yrði fellt en allt yrði erfiðara enda allir í vandræðum og háðir þeim kjör- um sem bjóðast á lánsfjármörk- uðum. Boðaði hann jafnframt að ríkið myndi sækja á alþjóð- lega skuldabréfamarkaði á næstu vikum ef lögin verða samþykkt á morgun. Áhrifin ofmetin Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki fella sig við að Íslendingar bæru einir alla efnahagslega áhættu ef illa færi. Að því leyti væri samn- ingurinn óhagstæður. Alltof mikil einföldun væri að tala um að samningarnir kostuðu 30 millj- arða, óvissan væri mikil og kostn- aðurinn gæti á endanum numið um 200 milljörðum króna. Engu yrði lokið við atkvæðagreiðsluna, óvíst væri um heimtur úr búinu, greiðslur úr því og gengisþróun. Birkir Jón sagði líka að áhrif Icesave-málsins á efnahagsum- hverfið væru ofmetin, skulda- tryggingaálagið hefði til dæmis lækkað frá því að forsetinn synj- aði lögunum staðfestingar. Þá sagði hann fólk sem hann hitti á erlendri grund ekki kannast við þetta mál. Að endingu kvaðst Birk- ir hafna málflutningi þeirra sem segi sólina ekki koma upp verði málið fellt. Opinn tékki Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, sagði Íslendingum ekki bera lagaleg skylda til að borga og að ósanngjarnt væri að velta kostnað- inum á fólkið í landinu. Samning- urinn væri í raun opinn tékki inn í framtíðina og þó að nú um stund- ir benti til að hann yrði ekki mjög hár gæti hann farið í rúma 230 milljarða króna á endanum. Þór sagði að ef málið yrði sam- þykkt þyrfti ríkið strax á mánu- dag að borga 26 milljarða vaxta- greiðslu. Sú fjárhæð væri ekki til og því þyrfti að skera niður ríkis- útgjöld til að standa undir henni. „Ef það verður sagt nei þá verð- ur bara samið um þetta með sann- gjörnum hætti,“ sagði Þór. Sólin kemur áfram upp ÍBYGGNIR Forystumenn flokkanna voru alvörugefnir á fundi um Icesave í Háskóla Íslands. Fjöldi fólks, nemendur og kennarar, hlýddi á mál þeirra og spurði margs. Jóhanna, Steingrímur og Bjarni ætla að segja já en Þór og Birkir nei. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kostnaður Íslands af gerð nýjustu Icesave-samninganna er yfir 300 milljónir króna. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar er tilkominn vegna ráðgjafar og vinnu erlendra sérfræðinga en innlendi kostnaður- inn nemur fáeinum tugum milljóna. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær. Ráðherrann hefur fram til þessa verið ófáanlegur til að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið og meðal annars borið fyrir sig að fram hafi komið fyrirspurn um efnið í þinginu sem beri að svara áður en fjölmiðlum sé svarað. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, spurði Steingrím út í málið á þingi í gær. Furðaði hann sig á að kostnaðurinn væri ekki opinberaður, ekki síst þar sem samninganefndin hefði lokið störfum í desember. Vildi hann jafnframt vita hvort einhver kostnaður hefði bæst við eftir að samningarnir voru frágengnir. Steingrímur kvað svo ekki vera, samninganefndarmenn fengju ekki greitt fyrir það sem þeir legðu til umræðunnar um málið í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslunnar á morgun. Sagði hann langhæstu reikningana frá lögfræði- og ráð- gjafarstofunum Hawkpoint og Ashurst, Lee C. Buchheit aðalsamn- ingamanni og Don Johnston, fyrr- verandi framkvæmdastjóra OECD. Samningagerðin kostaði yfir 300 milljónir króna SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að ef Icesave yrði fellt og lánshæfismat Íslands færi í ruslflokk myndi það þýða aukinn kostnað upp á allt að 210 milljörðum. Spurði hann Birki Jón því hvers vegna hann teldi minni áhættu af því að segja nei en já. Svaraði Birkir því til að samþykkt gæti kostað 300 milljarða fari allt á versta veg en hann haldi því hins vegar ekki fram að nei-ið sé áhættulaust. Tryggvi sagði jafnframt að Þór Saari færi vísvitandi með rangt mál þegar hann segði ríkissjóð þurfa að borga 26 milljarða króna vaxtagreiðslu. Peningarnir kæmu úr Tryggingarsjóði inn- stæðueigenda, þar sem til væru 20 milljarðar en ríkið lánaði sjóðnum þá sex sem upp á vantaði. Þór sagði þetta sama vasann og bað vinsamlegast um spurningar frá öðrum en þingmönnum. Hlaut hann gott klapp fyrir. Þór sagði síðar Hreyfinguna alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að ábyrgð á Icesave yrði skipt milli ríkjanna og að Hollendingar og Bretar fengju þrotabú Landsbankans til umráða. Bjarni sagði það ekki vera hægt þar sem íslenska ríkið ætti ekki búið heldur kröfuhafar. Því gæti ríkið ekki ráðstafað því að vild. Birkir Jón furðaði sig á að áhættan væri öll Íslendinga. Steingrímur sagði það rangt, Bretar og Hollendingar borguðu næstum jafn mikið og Íslendingar þar sem þeir borguðu reikningshöfum umfram trygginguna. Steingrímur var spurður að því úr sal hvort stefna ríkisstjórnarinnar í ýmsum málum væri ekki mun skaðlegri efnahagslífinu heldur en Icesave og hefði skapað meiri óvissu. Hann svaraði því til að mikil óvissa hefði skapast við hrunið en hún hefði minnkað stig af stigi. Hann vildi halda áfram að eyða óvissu. Bjarni sagði mikilvægt að í samningunum segðu Bretar og Hollendingar sig frá öðrum hugsanlegum kröfum sem þeir gætu haft uppi gegn Íslend- ingum vegna málsins. Birkir Jón sagði að yrðu lögin samþykkt þýddi það skattahækkanir og niðurskurð þar sem ríkið væri að taka á sig milljarða skuldbindingu. Spurt var hvort rétt væri að til hafi staðið að greiða Bretum og Hollend- ingum í einni greiðslu. Steingrímur sagði það rangt, hins vegar hafi um tíma verið rætt um að greiða áætlaðan vaxtakostnað í einni greiðslu til að ná honum niður. Á endingu hefði verið samið um mjög lága vexti og því horfið frá þeirri hugmynd. Spurt var líka – og vitnað í samninginn – hvort rétt væri að ensk lög giltu um málið og að Íslendingar hefðu afsalað sér lögsögu í því. Bjarni sagði það rangt, kæmi til málshöfðunar yrði stefnt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hins vegar væri kveðið á um að ef ágreiningur risi um túlkun á samningnum yrði farið með hann fyrir alþjóðlega dómstóla og dæmt eftir enskum lögum. Steingrímur bentu á að þau væru jafnan notuð í samningum milli ríkja og alþjóðlegra fyrirtækja. Jóhanna sagðist óttast að fari málið fyrir dóm yrði mismunun á jafnræðis- reglunni tekin upp. Íslendingar hafi fengið allt sitt en Bretar og Hollendingar ekki. Hún og Steingrímur sögðu pólitísku stöðuna metna á sunnudag, eftir atkvæðagreiðsluna. Stjórnmálaleiðtogarnir fimm ætla allir að greiða atkvæði og upplýstu Steingrímur og Birkir að þeir væru þegar búnir að því. Úr umræðum og svörum við fyrirspurnum Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.