Fréttablaðið - 08.04.2011, Side 18
18 8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR
Innistæðueigendur eru í senn mikilvægustu og minnst upp-
lýstu viðskiptavinir fjármála-
kerfisins hverju sinni og enn
fremur fjölmennasti hópurinn.
Reglur um vernd innistæðna eru
til staðar í nánast öllum ríkjum
með þróað fjármálakerfi og miða
bæði að því að tryggja öryggi
fjármálakerfisins, sem inni-
stæðueigendur eiga alla jafna
erfitt með að kynna sér, og leggja
mat á upplýsingar um viðskipta-
banka sinn.
Bandaríkin voru eitt fyrsta
ríkið til að koma á fót opinberri
vernd fyrir innistæðutrygging-
ar í kjölfar kreppunnar miklu. Á
níunda og tíunda áratug síðustu
aldar urðu til reglur hjá ESB (þá
EB) sem skylduðu aðildarríki til
að taka upp eða aðlaga reglur
um innistæðuvernd. Þetta tók til
Íslands í kjölfar inngöngu í EES
og uppfylltum við þessa skyldu
með því að setja ákvæði í lög nr.
113/1996 og síðar í lög nr. 98/1999.
Á móti hafa innistæður verið
settar aftarlega í réttindaröð
samkvæmt lögum um gjaldþrot
fjármálafyrirtækja þannig að
ólíklegt gat talist að innistæðu-
eigendur fengju eitthvað upp í
sínar kröfur. Þarna á milli var
augljóst samhengi, þ.e. tilvist
Tryggingarsjóðsins og vernd
innistæðueigendanna gerði það
að verkum að unnt var að hafa
kröfuna aftar í réttindaröðinni án
þess að draga úr þeirri vernd sem
innistæður áttu að njóta.
Sjóðirnir þoldu lítið
Lykilspurningunni var þó ósvar-
að, þ.e. hve víðtæk var ábyrgðin
fyrir aðildarríkin? Kerfið virtist
byggja á því að vona það besta,
þannig að á þetta myndi aðeins
reyna í þeim tilfellum ef litlar
einingar, t.d. sparisjóðir, færu á
hausinn. Í umfjöllun í Peninga-
málum 2005 kemur fram að sam-
kvæmt grófum útreikningum
hafi heildareignir Tryggingar-
sjóðsins verið um 4,5 milljarðar
en upphæð innistæðna á bilinu
145-252 milljarðar króna og er
þetta áður en hin mikla inn-
lánasöfnun bankakerfisins hófst
á árunum 2006-8. Sama staða
var uppi í Evrópu en í skýrslu
á vegum framkvæmdastjórnar
ESB frá maí 2008 kom einnig
fram að tryggingarkerfin eink-
um við afmörkuð áföll minni fjár-
málastofnana.
Þegar það svo gerðist sem eng-
inn átti von á, að fjármálakerfið
fór nánast í heild sinni á nokkr-
um dögum, vaknaði spurningin
um umfang ábyrgðarinnar.
Ábyrgð ríkisins
Orðalag tilskipunar ESB og lag-
anna sem sett voru hér á landi má
túlka á ýmsa vegu. Í aðfaraorðum
tilskipunarinnar segir að hún geti
ekki gert aðildarríkin eða lögbær
yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart
innistæðueigendum ef þau hafi
séð til þess að koma á einu eða
fleiri kerfum viðurkenndum af
stjórnvöldum sem ábyrgjast inn-
lán eða lánastofnanirnar sjálfar
og tryggja að innistæðueigend-
ur fái bætur og tryggingu í sam-
ræmi við skilmálana í þessari til-
skipun.
Því hefur verið haldið fram
að íslenska ríkið hafi fullnægt
skyldu sinni gagnvart tilskipun-
inni með því einu að setja upp
slíkt tryggingarkerfi. Þá má hins
vegar velta því upp hvort aðildar-
ríkjunum sé í sjálfsvald sett hve
lágt hlutfall innistæðna hverju
sinni sé tryggt samkvæmt þessu
kerfi. Hefði það getað verið enn
lægra en raunin var?
Lán ef eignir hrökkva ekki til
Augljóslega gátu aðildarríkin
ekki útfært sín tryggingarkerfi
hvernig sem er, enda hefðu þau
þar með verið að brjóta gegn
þeim markmiðum tilskipunarinn-
ar að veita innistæðueigendum
vernd. Aðfaraorð tilskipunarinn-
ar fela í sér að tryggingarkerf-
ið verður að standa undir þeim
bótum sem kveðið er á um. Álykt-
unin um að tómur tryggingarsjóð-
ur þýði enga ábyrgð stenst líka
illa ákvæði laga nr. 98/1999, sem
kveða á um hvernig fara skuli
með ef eignir sjóðsins hrökkva
ekki til en sjóðnum er veitt heim-
ild til lántöku. Því var ítrekað lýst
yfir af sjóðnum sjálfum og stjórn-
völdum í aðdraganda hrunsins
að þessi heimild yrði nýtt og gaf
ríkisstjórnin út sérstaka yfirlýs-
ingu þess efnis. Því er sú túlkun
að mínu mati hæpin að á íslenska
ríkinu hvíli ekki lagaskylda
umfram það að setja upp trygg-
ingarsjóð.
Þegar efnahagshrunið dundi
yfir í októberbyrjun 2008 var
staðan sem sagt sú að ef ekkert
hefði verið að gert hefði vernd
innistæðueigenda verið sama
og engin. Kröfur þeirra, jafnt í
íslenskum sem erlendum útibú-
um, hefðu endað aftarlega í
skiptameðferð bankanna og lítið
sem ekkert fengist úr Trygging-
arsjóðnum.
Viðbrögð fólu í sér mismunun
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru
þau að tryggja innistæður í útibú-
um á Íslandi en ekki erlendis og
að færa íslenskar innistæður yfir
í nýja banka. Íslenskir innistæðu-
eigendur voru með öðrum orðum
ekki settir í þá stöðu að þurfa að
sækja innistæður sínar í skipta-
meðferð gömlu bankanna eða til
tryggingarsjóðsins. Því má velta
fyrir sér hvaða pólitísku afleið-
ingar hin leiðin hefði haft, þ.e. að
láta íslenska innistæðueigendur
taka höggið, og hvort ákallið um
að almenningur borgi ekki skuld-
ir einkaaðila hefði fengið mikinn
hljómgrunn í því tilfelli. Aðgerð-
irnar fólu í sér mismunun gagn-
vart reglum EES-réttarins.
Erfitt dómsmál
Ýmsir telja það ekkert vandamál
þótt dómstóll kæmist að þeirri
niðurstöðu að mismunun hefði
átt sér stað. Það er sérkennileg
niðurstaða þar sem slíkur dómur,
t.d. fyrir EFTA-dómstólnum, gæti
verið grundvöllur að skaðabóta-
máli gagnvart íslenska ríkinu.
Þegar allt þetta er tekið saman,
þ.e. þær skyldur sem hvíldu á
íslenska ríkinu samkvæmt Evr-
óputilskipuninni og sú mismun-
un sem fólst í aðgerðum íslenska
ríkisins við að verja innistæður í
október 2008, er hæpið að tala á
þann veg að við séum með unnið
mál fyrir dómstólum. Miklu nær
er að telja að við ættum mjög á
brattann að sækja.
Samningurinn sem er á borð-
inu er betri en sá fyrri en þó
ekki eins og best verður á kosið,
enda eru töluverðir áhættuþætt-
ir innbyggðir í samninginn. Allar
horfur með þessi atriði eru þó
jákvæðar og í öllum samning-
um felst að báðir aðilar gefa eftir
af sínum ítrustu kröfum. Þá eru
vitaskuld hagsmunir í því fólgnir
fyrir Ísland að klára þetta mál.
Ég ætla því að segja já í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni.
Skynsamlegast að semja
Í þeirri umræðu, sem fram hefur farið undanfarna mánuði hefur
Icesave-málið orðið æ flóknara
með hverri vikunni sem liðið
hefur. Því er stór hætta á því að
aukaatriðin muni þvælast fyrir
mörgum sem aldrei fyrr þegar
menn gera upp hug sinn varðandi
þetta afdrifaríka mál fyrir þjóðar-
atkvæðagreiðsluna næstkomandi
laugardag. Í huga þess sem þetta
ritar er málið hins vegar ekki
flókið og er þessi grein rituð til að
velta upp hlið málsins, sem ekki
hefur fengið mikla umfjöllun.
Þegar breskir og hollenskir
sparifjáreigendur lögðu fjár-
muni inn á Icesave-innstæðu-
reikninga á sínum tíma höfðu þeir
fulla ástæðu til að ætla að þessar
innstæður væru tryggðar með
sama hætti og væru þær á banka-
reikningum í breskum og hol-
lenskum bönkum. Slíkt var mjög
eðlilegt út frá almennum reglum,
sem gilda um bankastarfsemi í
siðuðum þjóðfélögum. Auk þess
kepptust stjórnendur Landsbank-
ans og jafnvel íslenskir embættis-
menn við að sannfæra markað-
inn um að ekkert væri að óttast
í þessum efnum. Ljóst má vera
að hefði þessum væntanlegu inn-
stæðueigendum verið skýrt frá
því, að hinn íslenski Tryggingar-
sjóður innstæðueigenda og fjár-
festa (TIF) væri fjárvana og að
íslensk stjórnvöld mundu ekki
ábyrgjast skuldbindingar hans
gagnvart innstæðueigendum þá
hefði lítið orðið um innlán á Ice-
save-reikningana. Mundir þú les-
andi góður leggja fjárupphæð inn
á bankareikning, sem nyti engrar
innstæðutryggingar og þar sem
eina úrræðið væri að gera kröfu í
þrotabú bankans ef hann félli?
Það sem verst er í þessu máli
öllu er að Icesave-innstæðueigend-
urnir voru vísvitandi blekktir.
Stjórnendum Landsbankans og
stjórnvöldum mátti vera fullljóst
að íslenski tryggingarsjóðurinn,
TIF, var einskis máttugur. Árið
2007 uppfyllti hann ekki einu
sinni lágmarkskröfuna um að hafa
til ráðstöfunar sem næmi 1% af
innstæðum bankakerfisins (sbr.
ársreikning sjóðsins 2007) enda
var heildareign sjóðsins aðeins 8,4
milljarðar kr. í lok þess árs. Sam-
kvæmt niðurstöðu Rannsóknar-
nefndar Alþingis var höfuðstóll
hans 0,41% af heildarinnstæðum
við fall bankanna. Jafnframt lá
ekki fyrir nein formleg yfirlýs-
ing stjórnvalda hvað þá heldur
lagaleg ákvæði um að ríkissjóður
mundi ábyrgjast skuldbindingar
TIF. Enda komst seðlabankastjóri
svo að orði í samtali við breska
sjónvarpsstöð í byrjun mars
2008 að ríkissjóður hefði getu
til að ábyrgjast innstæðurnar ef
íslenska ríkið kysi að takast slíka
ábyrgð á hendur.
Með því að samþykkja fyrir-
liggjandi Icesave-samning eru
Íslendingar einfaldlega að standa
við fyrirheit, sem breskum og hol-
lenskum innstæðueigendur höfðu
verið gefin án nokkurra athuga-
semda íslenskra stjórnvalda; það
er að segja að sömu ábyrgðir giltu
varðandi Icesave-reikningana
og sams konar innlánsreikninga
annarra banka í þessum tveimur
löndum. Samþykkt Icesave-samn-
ingsins nú er skýr yfirlýsing um
að Ísland ætli ekki að láta trygg-
ingarsjóð innstæðueigenda, TIF,
verða gjaldþrota. Slíkt hefur ekki
gerst hjá neinum þeirra þjóða,
sem við berum okkur gjarnan
saman við á tyllidögum. Jafn-
framt værum við að viðurkenna
þá ábyrgð sem við berum sameig-
inlega á athöfnum óreiðumann-
anna, sem unnu að uppbyggingu
Icesave með vitund og jafnvel
stuðningi stjórnvalda og reyndar
stórs hluta þjóðarinnar. Eða vilja
landsmenn heldur hafna Icesave-
samningnum og taka þá áhættu
að vera léttvægir fundnir af dóm-
stólum erlendis eða hérlendis
og vera hengdir upp á vegg sem
óreiðumenn allir sem einn? Svar-
ið fæst í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni næstkomandi laugardag,
hinn 9. apríl.
Við berum ábyrgð á
okkar óreiðumönnumIcesave
Árni
Helgason
lögmaður
Icesave
Þorgeir
Pálsson
prófessor við Tækni- og
verkfræðideild HR
Þegar breskir og hollenskir sparifjáreig-
endur lögðu fjármuni inn á Icesave-inn-
stæðureikninga á sínum tíma höfðu þeir
fulla ástæðu til að ætla að þessar innstæður væru
tryggðar með sama hætti og væru þær á bankareikn-
ingum í breskum og hollenskum bönkum.
Undanfarna daga hef ég skrif-að nokkrar greinar um hag-
fræðilega afleiðingar þess að segja
Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á
morgun. Það er mín staðfasta trú
að efnahagslegar afleiðingar þess
geti orðið skelfilegar. Í dag ætla
ég að skrifa um pólitíkina í því að
segja nei.
Svo virðist vera sem margir
Íslendingar ætli sér á kjörstað á
morgun til að fella ríkisstjórnina.
Það virðist sveima yfir vötnunum
sá grundvallarmisskilningur að
með því að kjósa á móti Icesave-
samningnum sé verið að veikja
ríkisstjórnina – hún muni hrekj-
ast frá völdum.
Stjórnin hefur nú um tveggja
ára skeið reynt að breiða yfir van-
mátt sinn gagnvart því verkefni að
koma efnahagslífinu af stað, vinna
bug á atvinnuleysinu og ná stjórn á
ríkisfjármálum með því að benda á
að Icesave-málið sé óleyst. Framan
af féllu margir stuðningsmenn rík-
isstjórnarinnar í þá gryfju að trúa
þessum áróðri og sættu sig við
aðgerðaleysið. Margir hafa þó náð
áttum eins og marka má af dvín-
andi stuðningi við ríkisstjórnina.
Ef Icesave-samningurinn verð-
ur felldur á morgun mun það
þjappa stjórnarflokkunum saman
og þeir munu áfram nota Icea-
save sem fjarvistarsönnun fyrir
því aðgerðaleysi sínu. Ef við vilj-
um losna við ríkisstjórnina látum
þá kné fylgja kviði og segjum
já í kosningunum á morgun. Þá
stendur ríkisstjórnin á berangri –
hún hefur þá ekki lengur skjól af
óleystu Icesave-máli.
Nei á morgun framlengir líf ríkisstjórnarinnar
Icesave
Tryggvi Þór
Herbertsson
prófessor í hagfræði og
alþingismaður
Ef við viljum
losna við ríkis-
stjórnina látum þá kné
fylgja kviði og segjum já
Ýmsir telja það
ekkert vandamál
þótt dómstóll kæmist
að þeirri niðurstöðu að
mismunun hefði átt sér
stað. Það er sérkennileg
niðurstaða þar sem
slíkur dómur, t.d. fyrir
EFTA-dómstólnum, gæti
verið grundvöllur að
skaðabótamáli gagnvart
íslenska ríkinu.