Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 24

Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 24
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa okkar. Sigurðs Magnússonar Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun. Sigrún Sigurðardóttir Sigurður Rúnar Sigurðsson Ágúst Birgisson Jóhann Sigurðsson Agnes Elva Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Minn yndislegi eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Carl A. Bergmann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 11. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu LSH í s: 543-1159. Guðrún K. Skúladóttir Skúli Bergmann Soffía Traustadóttir Guðmundur K. Bergmann Hugrún Davíðsdóttir Helga Bergmann Karl Dúi Karlsson Bryndís Bergmann Pétur Gísli Jónsson Lilja M. Bergmann Ólafur Þór Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn úrsmiður Rauðhömrum 14, Reykjavík, Okkar ástkæri Þórhallur Einarsson frá Djúpalæk, Helgamagrastræti 36, Akureyri, lést 2. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Ægi á Grenivík, minningarkort fást í Pennanum á Akureyri og Jónsabúð á Grenivík. Jónína Þorsteinsdóttir Þórdís G. Þórhallsdóttir Flosi Kristinsson Arna H. Jónsdóttir Guðmundur V. Óskarsson Sigurlaug Sigurðardóttir Ari Laxdal barnabörn og fjölskyldur þeirra Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Kristjana Karlsdóttir Unufelli 48, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. apríl kl. 13.00 Þeim sem vildu minnast hennar er bent á MS félagið. Gísli Ingi Sigurgeirsson Hrönn Sigurgeirsdóttir Gunnar Þór Birgisson Guðlaugur Heiðar Sigurgeirsson Helga Austmann Jóhannsdóttir Sigurgeir Rúnar Sigurgeirsson María Björg Gunnarsdóttir Stefán Sveinsson Díana Bára Sigurðardóttir Karl Hallur Sveinsson Hafrún Magnúsdóttir Soffía Sveinsdóttir Friðjón Viðar Pálmason Ólafur Sveinsson Margrét Gylfadóttir Sigurður Jónsson barnabörn, barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát elskulegs sonar okkar og bróður Kristófers Alexanders Konráðssonar. sem lést af slysförum þann 5. mars síðastliðinn. Ásrún Harðardóttir Konráð Halldór Konráðsson Sandra Lind Konráðsdóttir Stefán Örn Konráðsson Ingibjörg María Konráðsdóttir. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er sextugur. „Guð blessi Ísland!“ Spænski myndlistarmaðurinn Pablo Picasso (1881-1973) lést þennan dag árið 1973. Hann var málari, teiknari og skúlptúristi og flutti ungur að árum frá Spáni til Frakklands, þar sem hann bjó upp frá því. Hann var einn áhrifamesti myndlistarmaður tuttugustu aldarinnar og er þekktur fyrir að vera einn af frumkvöðlum kúb- ismans í myndlist og fyrir það hversu fjölbreytt verk hans voru og unnin í margvíslega miðla. Meðal frægustu verka hans eru Les Demoiselles d‘Avignon frá 1907 og Guernica frá 1937 þar sem myndefnið er loftárásir Þjóðverja á borgina Guernica í spænska borgarastríðinu. Dauða hans bar að í kvöldverðarboði sem hann og Jacqueline kona hans héldu fyrir nokkra vini sína. Síðustu orð hans voru: „Skálið fyrir mér, skálið fyrir heilsu minni, þið vitið að ég get ekki lengur drukkið.“ Hann var grafinn á landareign sinni Vauvenargues nærri Aix-en-Provence. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST 8. APRÍL 1973 Pablo Picasso deyr „Ég veit að mörg barnabörn hafa gaman af að mæta í dag klukkan 17 og horfa á afa spila handbolta, sem hann hefur ekki æft í áratugi.“ Þetta segir Daníel Hálfdanarson, forstöðumaður íþróttahússins við Strandgötu í Hafn- arfirði, um leik sem fram fer í húsinu í dag á fjörutíu ára afmæli þess. Þar mætast aftur strákarnir sem voru fyrstir inn á gólfið og hófu leik í hand- bolta þegar húsið var vígt við hátíðlega athöfn fyrir fjörutíu árum. Þeir voru úr þriðja flokki FH og Hauka, og með þeim yngstu sem þá voru að æfa. Nú eru þeir bara fjörutíu árum eldri. „Einn kom á æfingu í gær. Hann hafði ekki komið hér í 38 ár en var búinn að fjár- festa í skóm og galla fyrir leikinn, voða spenntur,“ segir Daníel brosandi. Daníel man svo langt að hafa leik- ið sér í grunninum að íþróttahúsinu sem byrjað var að byggja 1961. Smíði þess tók tíu ár. „Þá varð alveg gjörbylt- ing á íþróttaaðstöðu Hafnfirðinga því hægt var að skipta húsinu í þrjá sali, sem hver um sig var stærri en gamla íþróttahúsið,“ rifjar Daníel upp og lýsir starfseminni nú. „Íþróttabanda- lag Hafnarfjarðar sér um að úthluta FH og Haukum tímum og svo raða þau sínu fólki inn. Þótt þau hafi komið sér upp aðstöðu í Kaplakrika og á Ásvöll- um eru þau bæði með tíma hér líka, auk Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Flens- borg og Öldutúnsskóli nýta þetta hús á daginn og eftir að skólatíma lýkur tekur íþróttahreyfingin við,“ lýsir Daníel. Árið 1981 var byggð álma við húsið sem kölluð er félagsálma. Þar eru tveir salir. „Síðustu ár hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra unnið með börn- um í öðrum salnum hluta dags og List- dansskóli Hafnarfjarðar er með báða salina síðdegis,“ segir Daníel og bætir við til fróðleiks. „Það eru um 180 þús- und manns sem fara í gegnum húsið á hverju ári.“ Strákarnir sem spiluðu opnunarleik- inn fyrir fjörutíu árum eru allir lifandi enn, að sögn Daníels, en sumir eru dreifðir um heiminn eins og gengur, bæði vegna búsetu og ferðalaga. „Þeir sem eru fjarverandi eru í þéttu tölvu- póstsambandi við okkur þessa dagana,“ segir hann. Tólf úr liði FH og níu úr liði Hauka hafa boðað komu sína í dag, þeirra á meðal Árni Mathiesen, fyrrverandi ráð- herra. „Sameiginleg æfing var nýlega og það var gaman að vera hér og taka á móti þessum herrum. Sumir höfðu ekki sést í áratugi,“ segir Daníel. „Það sem er skemmtilegast er að sumir sem spila nú með FH eru harðir Haukamenn í dag og öfugt. En allt er í mesta bróðerni.“ gun@frettabladid.is ÍÞRÓTTAHÚSIÐ VIÐ STRANDGÖTU Í HAFNARFIRÐI: ER FJÖRUTÍU ÁRA Opnunarleikur FH og Hauka endurtekinn 40 árum síðar FORSTÖÐUMAÐURINN „Sumir sem spila nú með FH eru harðir Haukamenn í dag og öfugt,” segir Daníel um leikmennina í fjörutíu ára afmælis- leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 60 Merkisatburðir 8. apríl 1571 Guðbrandur Þorláksson er vígður biskup á Hólum, 29 ára gamall. Hann gegnir embættinu í 56 ár. 1663 Theatre Royal við Drury Lane í London er opnað með nýrri uppfærslu á Gamansama liðsforingjanum eftir John Fletcher. 1703 Manntal er tekið á Íslandi um þetta leyti ársins. Þetta manntal var fyrsta manntal heims sem náði til heillar þjóðar. 1742 Óratorían Messías eftir Georg Friedrich Händel er frum- flutt í Dyflinni á Írlandi. 1957 49 punda stórlax veiðist í þorskanet við Grímsey. Þetta er stærsti lax sem menn vita til að veiðst hafi við Ísland. 1989 Bónus opnar fyrstu verslun sína við Skútuvog í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.