Fréttablaðið - 08.04.2011, Qupperneq 28
2 föstudagur 8. apríl
núna
✽Ekki missa af
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun
Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný
Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
blogg vikunnar
Ítölsk veisla
Bloggarinn Angelica Ardasheva
varð umtöluð eftir að The Sartorial-
ist myndaði hana á götum Mílanó
og lýsti henni sem þéttri konu. Við-
brögðin létu ekki á sér
standa og í kjölfarið
var þessi unga mær
umtöluð meðal net-
verja. Stúlkan held-
ur úti eigin bloggi sem
má finna á slóðinni
www.angystearo-
om.com. Þar fjallar
hún um tísku og
myndar og skrá-
setur eigin fata-
stíl reglulega.
Blogg sem er
þess virði að
heimsækja og
skoða.
Götuglamúr
Götubloggið www.glamcanyon.
blogspot.com er stút-
fullt af götutískumynd-
um héðan og þaðan.
Frísklegt blogg með
skemmtilegum
myndum sem
gaman er
að renna í
gegnum.
N
ýtt vefrit, Bast Magaz-
ine, fer í loftið um há-
degisbil á morgun. Á
bak við ritið standa
Hafrún Alda Karlsdóttir, Íris Dögg
Einarsdóttir og Sif Kröyer.
Að sögn Sifjar, ritstjóra vefrits-
ins, höfðu allar stúlkurnar geng-
ið með þessa hugmynd í magan-
um í nokkra stund en hjólin fóru
fyrst að snúast þegar þær hlutu
peningastyrk frá Dansk Islandsk
Fond. „Styrkurinn gerði það að
verkum að við gátum leigt at-
vinnuhúsnæði og komið undir
okkur fótunum. Þetta gerði það
einnig að verkum að við fengum
aukið sjálfstraust því styrkveit-
ingin sýndi að fleiri höfðu trú á
þessu verkefni með okkur,“ út-
skýrir hún.
Meðal þess efnis sem fjallað
verður um í Bast Magazine er
tíska, tónlist, menning, hönnun
og kvikmyndir og verður megin-
áhersla lögð á viðburði sem fram
fara á Íslandi og í Danmörku. Auk
þess að gefa út vefritið annan
hvern mánuð munu stúlkurnar
halda úti bloggi og birta vídeó-
klippur á Bast-TV. Sif segir mikla
vinnu liggja að baki fyrstu út-
gáfunni og hlakkar mikið til að
sjá viðbrögð fólks. „Við erum
allar í námi og með fjölskyld-
ur þannig að það liggur mikil en
skemmtileg vinna að baki þessu.
Við höfum þó verið svo heppn-
ar að fá utanaðkomandi aðstoð
með skrifin og fólk hefur almennt
verið mjög hjálpsamt,“ segir Sif
og þvertekur fyrir að þær muni
slá slöku við eftir útgáfu fyrsta
tölublaðs. „Vinnan heldur áfram.
Við erum ekkert að fara að skála
í kokteilum og slappa af heldur
erum strax farnar að vinna efni í
næsta tölublað.“ Hægt verður að
nálgast fyrsta tölublað Bast Ma-
gazine á slóðinni www.bast-ma-
gazine.com. - sm
NÝTT VEFTÍMARIT KEMUR ÚT Í FYRSTA SINN Á MORGUN:
ÆTLA EKKI AÐ SLAPPA AF
Gefa út blað Hafrún Alda, Sif og Íris Dögg standa á bak við vefritið Bast Magazine sem kemur út í fyrsta sinn á morgun.
MYND/ÍRIS DÖGG
==
SALON REYKJAVÍK
VERTU VELKOMMINN Á SALON REYKJAVÍK
GRANDAGARÐUR 5 101 REYKJAVÍK SÍMI: 56 85 305
SALON REYKJAVÍK BÝÐUR UPP Á NÝJA NATURA KERATIN
SLÉTTUNARMEÐFERÐ SEM GEFUR MJÚKT, SLÉTT,
HEILBRIGÐT, FALLEGT OG GLANSANDI HÁR.
g g
SUMARLEGAR Leikkonan Emma
Roberts og fatahönnuðurinn Mary-
Kate Olsen voru báðar gestir í veislu
sem haldin var í Beverly Hills síðustu
helgi. NORDICPHOTOS/GETTY
NÁTTÚRULEGA MJÚK HÚÐ Skin Energetic-húðvörurnar frá
Biotherm endurnæra þreytta húð. Þetta orkugefandi serum inniheld-
ur kraft frá brokkólíi sem endurnærir og styrkir húðina. Yndislegt krem
sem ilmar einnig dásamlega og gerir húðina silkimjúka og endurnærða.
S
equences-listahátíðin var sett í sjötta sinn síðastliðinn föstudag
og lýkur henni nú um helgina. Fjöldi erlendra og íslenskra lista-
manna tekur þátt í hátíðinni í ár eins og fyrri ár.
Meðal þess sem hægt verður að sjá um helgina eru athyglisverðir
gjörningar sem fram fara í Útgerðinni við Grandagarð 16 á milli 14 og
18. Að auki er opið í galleríi Kling og Bang alla helgina.
Listamaður-
inn Friðgeir Ein-
a r s s o n s ý n i r
einleikinn Ekk-
ert í Norræna
húsinu klukkan
15 á laugardag.
Allar nánari
upplýsingar um
þá atburði sem
eiga sér stað
um helgina má
finna á heima-
s íðu hát íðar-
innar á slóðinni
www.sequences.
is. - sm
Sequences-listahátíðinni lýkur um helgina:
List í fullu fjöri
Sequences Listahátíðin Sequences er í fullu fjöri. Hátíðinni lýkur
nú á sunnudag.