Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 44

Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 44
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR28 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. uss, 6. eftir hádegi, 8. skammst., 9. fæðu, 11. tveir eins, 12. óláns, 14. mont, 16. hvað, 17. stilla, 18. hylli, 20. íþróttafélag, 21. viðlag. LÓÐRÉTT 1. tilraunaupptaka, 3. kringum, 4. skáldsaga, 5. dæling, 7. hreyfast, 10. skír, 13. drulla, 15. bakki, 16. rámur, 19. drykkur. LAUSN LÁRÉTT: 2. suss, 6. eh, 8. möo, 9. mat, 11. gg, 12. ógæfu, 14. grobb, 16. ha, 17. róa, 18. ást, 20. kr, 21. stef. LÓÐRÉTT: 1. demó, 3. um, 4. sögubók, 5. sog, 7. haggast, 10. tær, 13. for, 15. barð, 16. hás, 19. te. Nær þessi trygging yfir „verk guðs“? Ó almáttugur! Hvernig gastu þetta Jói?! Ég hélt að þú hefðir ein- hverja sjálfsstjórn! En nei, það er bara öllum hleypt upp í rúm! ALDREI aftur! Hér eftir hugsa ég ekki um kvenfólk. Það fær að vera í friði fyrir mér! Hæ hæ! En á hinn bóg- inn … ég má ekki heldur breytast í homma! Ég held að þú komist ekkert lengra núna. Að hurðinni? Meinarðu ekki inn í herbergið? Hentu henni bara að hurðinni að herberginu mínu, ókei? Takk fyrir að lána mér orðabókina þína Palli. Ég ætla að vera heima í dag og reyna að losna við þetta kvef. En þú verður að lofa mér því að hafa ekki áhyggjur af mér. Ég hef þá ekki frekari áhyggjur af því. HA! HA! HA! HA! HA! HA! HO! HÍ! HÍ! HA! HA! HA! Trygg- ingasölu- maður „Nei eða já, nú eða þá, aldrei mér tekst að taka af skarið, vakin og sofin er, velti þér endalaust fyrir mér ...“ Hvern hefði grunað að þessir þankar sem Stjórnin kastaði á níunda áratugnum fram fyrir Evrópu í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva ættu eftir að vera slík áhríns- orð fyrir íslenska þjóð. OG NÚ, sem þá, bíður Evrópa af samsvar- andi ákafa eftir því að niðurstaða komist í Nei eða já Íslendinga. Sem sagt: ekkert sér- staklega miklum. Það er örugglega ofmetið að ætla að allir helstu fjármálamenn, hag- fræðingar og siðspekingar Evrópu og heimsins alls bíði með öndina í hálsin- um eftir niðurstöðu í kosningum morg- undagsins. Njá eða jei er örugglega ekki mesta hitamálið á kaffistofum í Finnlandi eða Madríd; jafnvel í Eng- landi og Amsterdam eru fótbolti og veðrið margfalt líklegri umræðuefni en niðurstöður kosninganna á Íslandi á morgun. SAMT er ekki þar með sagt að þetta séu ekki mikilvægar kosn- ingar. Á morgun er kosið um stríð eða frið, lög eða sið, og þjóðin skiptist í tvær fylk- ingar, eða eins og segir í lagi með Evrópuförunum í hljóm- sveitinni Módel: „Andstæður – þú og ég“. Og niðurstöður þessara kosn- inga eiga mögulega eftir að vekja athygli út fyrir landsteinana og hafa einhver áhrif á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. „HVERT mannsbarn skuldar heila milljón,“ segir í lagi af Hrekkjusvínaplötunni frá 1977. Það er ekkert nýtt að skuldir lands- feðranna komi niður á börnum. Fyrir nú utan það að íslensk börn skulda svo miklu meira en milljón nú þegar. Hvort það er réttlátt er álitamál. Aðallega eru þetta þó skuldir sem stofnað var til í nafni okkar sem þjóðar og í því nafni þarf að greiða þær. Við erum ekki andstæður, við erum samstæður og samábyrg þegar yfirvöld sem við kjósum yfir okkur gera skuldbind- ingar. Meira að segja þótt við höfum ekk- ert kosið þau sjálf. Ef formaður húsfélags- ins dettur í það fyrir peningana sem átti að nota til að borga iðnaðarmönnunum situr húsfélagið uppi með skuldina. Ekki iðnað- armennirnir. Jafnvel þótt fólkið á fyrstu hæðinni hafi ekkert fengið í sitt glas nema kannski flatskjá. EN HVAÐ um allt þetta. Á morgun kemst loksins einhver niðurstaða í þetta blessaða mál og kannski ræður sú niðurstaða ein- hverju um það hvort við lendum í sjötta eða sextánda sæti í Evrópu. Eða dettum hrein- lega úr keppni. Er það ekki annars það sem málið snýst um? Nei eða já Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að umhverfisáhrif eftirtalinna framkvæmda skuli ekki meta sameiginlega samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum. nr. 106/2000 m.s.br. Hólmsárvirkjun (allt að 80 MW), Búlandsvirkjun (allt að 150 MW) og flutningskerfi raforku frá þeim að byggðalínu, Skaftárhreppi. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 9. maí 2011. Skipulagsstofnun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.