Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.04.2011, Blaðsíða 48
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR32 Bækur ★★★★★ Tunglið braust inn í húsið Ljóðaþýðingar eftir Gyrði Elíasson Uppheimar Eitt af því sem einkennir góða ljóðlist er að hún gerir venjubundið tungutak nánast merk- ingarlaust. Orð eins og stórvirki, þrekvirki, lotning og þakklæti eru fyrst upp í hugann eftir lestur ljóðanna í þessu ljóðasafni, en þau eru þó öll langt frá því að geta túlkað þau hug- hrif sem bókin vekur. Enda ekkert smáræði undir; ljóð þrjátíu og sex skálda frá fimmtán þjóðlöndum, það elsta fætt 365 og það yngsta 1953, saman komin í einu ljóðasafni upp á rúmar þrjú hundr- uð síður. Og öll þýdd af fádæma listfengi sem lyftir íslensk- unni upp í hæðir sem hún hefur ekki klifið langa lengi. Mann setur hljóðan frammi fyrir slíku afreki. Þótt skáldin komi frá ólíkum heims- hornum á ólíkum tímaskeiðum, séu karlkyns, kven- kyns, ung eða gömul og yrkis- efnin séu mörg og margvísleg gengur þó rauður þráður í gegnum bókina. Sá þráður tengist náttúrunni, bæði utan við og innra með manneskjunni, fegurð hins smáa í hversdags- leikanum og stórfengleika lífsins, þrátt fyrir allt og allt. Aldraður bóndi í Kína á fjórðu öld glímir við sömu þrár og ung kona í Bretlandi á áttunda áratug tuttugustu aldar og grískur baráttujaxl á seinni hluta tuttugustu aldar á sömu drauma og japanskur búddamunkur á átj- ándu öldinni. Maðurinn er kannski ekki alltaf einn en hann er alltaf eins. Auðvitað má færa rök fyrir því að smekkur og lífsviðhorf þýðandans, Gyrðis Elíassonar, stjórni þessum rauða þræði en ég held þó ekki að skýringarinnar sé eingöngu þar að leita. Það sem gerir manninn mennskan og skáld að skáldi er einmitt þessi samhljómur við náttúr- una, virðingin fyrir lífinu, getan til að gleðjast yfir fegurðinni þótt syrti í álinn og þráin eftir tengingunni og snertingunni við aðrar lifandi verur. Ekki á þann hátt að horft sé framhjá þján- ingunni og heimsósómanum og látið sem allt sé harla gott heldur einmitt með því að horfast í augu við dekkri hliðar tilverunnar án þess að gleyma ljósinu „í miðri spegilmynd mánans á öldunum“ eins og Japaninn Ryokan orðar það í þýðingu Gyrðis. Það væri hroki að ætla sér að greina ljóð þessarar bókar til hlítar í stuttum ritdómi eftir einungis viku samveru við þau. Þessi ljóð þarf að lesa aftur og aftur, lifa með þeim og gera þau að félögum sínum, enda mun bókin ekki sett upp í hillu heldur höfð innan seilingar og gripið niður í hana hvenær sem tækifæri gefst. Og hafi frasi útgefanda um að „þessi bók ætti að vera til á hverju heimili“ einhvern tíma átt við þá er það um Tunglið braust inn í húsið. Gyrðir Elíasson hefur á fimmtugsafmæli sínu fært íslensku þjóðinni gjöf sem hún ætti að taka fagnandi á móti og þakka í auðmýkt. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Fádæma vel unnar ljóðaþýðingar. Stórvirki sem á erindi við alla. Hin undursamlegu tannhjól hversdagsleikans GYRÐIR ELÍASSON „Það sem gerir manninn mennskan og skáld að skáldi er einmitt þessi samhljómur við náttúruna, virðingin fyrir lífinu, getan til að gleðjast yfir fegurðinni þótt syrti í álinn,” segir í ritdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 08. apríl ➜ Tónleikar 20.00 Fiðluleikarinn Mikhail Simon- yan verður með tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20. Mikhail leikur kammertónlist ásamt íslenskum hljóðfæraleikurum. 23.00 Hljómsveitin Hjálmar heldur tónleika á Faktorý í kvöld kl. 23. Húsið opnar kl. 22. Aðgangseyrir kr. 1500. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Sópransöngkonan Frédérique Friess syngur ásamt Ólöfu Sig- ursveinsdóttur sellóleikara og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á sunnudag. Yfirskrift tónleikanna er „Byrj- un sólmánaðar skollaskálin alhvít og Skútudalurinn“ og eru þeir til- einkaðir minningu Sigursveins D. Kristinssonar tónskálds, sem hefði orðið hundrað ára 24. apríl. Í öndvegi á efnisskránni verður verkið Romanza, eina verkið sem Sigursveinn samdi fyrir selló en hann var kunnastur fyrir söngljóð sín. Einnig verða flutt verk eftir Nadiu Boulanger, Robert Schu- mann, Francis Poulenc, Franz Schubert, Charles Gounod, Erik Satie og Claude Debussy. Yfirskrift tónleikanna er til- vitnun úr grein sem Sigursveinn ritaði árið 1959 þegar hann lagði grunn að félagi fatlaðra en Sigur- sveinn var fremstur í flokki stofn- enda Sjálfsbjargar auk þess að vera uppeldisfrömuður í tónlist. Þýska sópransöngkonan Fréd- érique Friess nýtur mikillar virðingar í óperuheiminum og var meðal annars valin bjartasta vonin í óperutímaritinu Opern- welt árið 2003. Á tónleikunum á sunnudag túlkar hún þýsk og frönsk ljóð eftir Schumann og Fauré. Ólöf Sigursveinsdóttir kynnir franska tónskáldið Nadiu Bou- langer með þremur verkum fyrir selló og píanó en Nadia kenndi fjölmörgum tónskáldum 20. ald- arinnar en skildi eftir sig merkar tónsmíðar sem eru sjaldan fluttar. Einnig munu Ólöf og Hrönn flytja Verk í þjóðlegum stíl eftir Schumann. Saman ljúka þær dag- skrá tónleikanna með því að flytja hið fagra kammerverk, Hirt auf dem Felsen eftir austurríska tón- skáldið Franz Schubert í útsetn- ingu fyrir sópran, selló og píanó. Tónleikarnir hefjast klukk- an 15.15. Miðaverð er 1.500 kr., en 750 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Sigursveins minnst í Norræna húsinu FLYTJENDURNIR Sópransöngkonan Frédérique Friess, Ólöf Sigursveinsdóttir selló- leikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari leiða saman hesta sína í Norræna húsinu á sunnudag. Ágúst Ólafsson Gissur Páll Gissurarson Hulda Björk Garðarsdóttir Valgerður Guðnadóttir Antonía Hevesi, píanó Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson PERLUPORTIÐ FRUMSÝNING 8. APRÍL 2011 SPRELLFJÖRUG ÓPERUSKEMMTUN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.