Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 50

Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 50
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR34 folk@frettabladid.is Grínistinn Tina Fey, sem þekkt- ust er fyrir hlutverk sitt í 30 Rock, á von á öðru barni sínu. Hún er gengin fimm mánuði með barn sitt og eiginmannsins, tónskálds- ins Jeffs Richmond. Tina greindi frá barnaláni sínu í viðtali í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey. Þar var hún að kynna nýja bók sína og ræða tilvonandi endurfundi í Saturday Night Live. Hin fertuga Tina á fyrir fimm ára dóttur með eiginmanninum. Ekki er búist við því að óléttan muni hafa áhrif á framleiðslu sjónvarpsþáttanna 30 Rock en nú er verið að sýna fimmtu þáttaröð- ina. Tina leikur sem kunnugt er annað aðalhlutverkið auk þess að framleiða þættina. Hinn aðalleikarinn, Alec Baldwin, greindi frá því á dögunum að þættirnir myndu hætta á næsta ári. Í frétt Hollywood Reporter segir að þessar yfirlýs- ingar séu rangar og engin slík ákvörðun hafi verið tekin. Tina Fey ólétt BARN Á LEIÐINNI Grínistinn Tina Fey á von á öðru barni sínu. Stjörnustílistinn Rachel Zoe hefur hannað heila fatalínu fyrir sænsku fataverslanakeðjuna Lind ex sem kemur í verslanir í vor. Zoe skaust upp á stjörnuhim- ininn eftir að hafa séð til þess að Nicole Richie, Lindsay Lohan og önnur ungstirni í Hollywood klæddu sig samkvæmt nýjustu tísku og hefur undanfarin ár verið með eigin rauveruleikaþátt um lífið í tískubransanum vest- anhafs. Nú starfar Zoe sem ein af ritstýrum Harper’s Bazaar og þykir ein af best klæddu konum heims og því mikill hvalreki fyrir sænsku verslanakeðjuna. Lindex er þekkt meðal íslenskra kvenna enda einn helsti keppinautur verslunarrisans Hennes & Mau- ritz á Norðurlöndunum. Hannar fatnað fyrir Norðurlandabúa SPENNANDI Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu fatalínu stjörnustílistans Rachel Zoe í samvinnu við sænsku verslana- keðjuna Lindex. NORDICPHOTOS/GETTY verður undarlegt ár, en samkvæmt nýrri könnun er auðkýfingurinn Donald Trump í öðru sæti yfir væntanlega forsetaframbjóðendur Rebúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. 2012 Sofía Vergara hefur þurft að berj- ast fyrir sínu í gegnum tíðina og ekki fengið neitt gefins. Hún er nú 38 ára gömul, á hátindi ferils síns í Holly- wood og virðist vera rétt að byrja. Kólumbíska kynbomban Sofía Vergara er ekki aðeins lögulegur líkaminn og fram- andi hreimurinn. Hún getur leikið og hefur verið tilnefnd til Golden Globe-, Emmy- og Screen Actors Guild-verðlauna fyrir frá- bæra túlkun sína á hinni háværu Gloríu í Modern Family. Líf Sofíu Vergara hefur ekki verið dans á rósum. Sautján ára gömul tók hún að sér hlutverk í auglýs- ingu gosdrykkjarisans Pepsi til að framfleyta fjölskyldu sinni, sem faðir hennar hafði yfirgefið. Verg- ara giftist æskuástinni átján ára gömul og eignaðist með honum son- inn Manolo Gonzalez-Ripoll Vergara tveimur árum síðar. Þau skildu síðan og Vergara lærði tannlækningar í þrjú ár. Hún hætti í skólanum þegar hún átti tvær annir eftir þegar tækifæri til að starfa í skemmtanaiðnaðinum tóku að hrúgast inn. Upp úr aldamótum flutti hún til Miami með syni sínum, móður og systur eftir að bróðir hennar var myrtur af mannræningjum. Í kjölfarið kom Sofía Vergara fram í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum án þess að vekja mikla athygli, ásamt því að sitja fyrir á baðfatadagatölum. Það var ekki fyrr en hún fékk hlutverk í Modern Family sem hún sló í gegn. Í dag er ferill hennar kominn á annað stig. Hún ljær teiknimynd- unum Happy Feet 2 og Smurfs rödd sína og nú standa tökur yfir á myndinni New Year‘s Eve, sem hún leikur í ásamt Robert De Niro, Katherine Heigl, Ashton Kutcher og Jessicu Biel. Þá er hún orðuð við hlutverk í gaman- myndinni The Three Stooges eftir Farrelly- bræðurna. Ljóst er að Sofía Verg- ara er á hátindi ferils síns, 38 ára gömul. Árið 2009 var hún á lista New York Times yfir fólk á uppleið og það rættist held- ur betur úr því. Hollywood Reporter hefur útnefnt hana eina af hæfileikaríkustu og valdamestu konum rómanska skemmtanabransans og hún virðist eiga nóg eftir. atlifannar@frettabladid.is Kólumbíska kynbomban slær í gegn SJÓÐANDI HEIT Sofía Vergara sat fyrst fyrir í auglýsingu fyrir Pepsi sautján ára gömul. Nú, 21 ári síðar, er hún aftur komin með samning við Pepsi og var þessi mynd tekin þegar hún sat fyrir í auglýsingu fyrir gosdrykkjarisann á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Hljómsveitin Samaris - Allt um sigurvegara Músíktilrauna 2011. ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 5 31 35 0 2/ 11 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN WWW.MS.IS NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLU. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL. MJÓLKURSAMSALAN NÝBRAGð-TEGUND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.