Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 58

Fréttablaðið - 08.04.2011, Page 58
8. apríl 2011 FÖSTUDAGUR42 KÖRFUBOLTI Þriðji leikur Keflavík- ur og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna fer fram í Toyota-höllinni í Kefla- vík. Keflavík hefur unnið tvo fyrstu leikina, 74-73 í Keflavík og 67-64 í Njarðvík, og verður því Íslandsmeistari í fjórtánda sinn með sigri í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir, leik- maður Keflavíkur, þekkir nánast ekkert annað en að vera í sigurliði í lokaúrslitum en hún á nú mögu- leika á því að vera Íslandsmeist- ari í fjórða sinn á sex árum. Pálína vann titilinn með Haukum 2006 og 2007 og svo með Keflavík fyrir þremur árum síðan. Það sem meira er: lið með Pálínu innanborðs hafa unnið 11 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum, sem þýðir jafnframt að þessi orkumikli og skemmtilegi bakvörður er með 92 prósent sigurhlutfall í úrslita- einvígum um Íslandsmeistaratit- ilinn. Eini tapleikur Pálínu í úrslita- einvígi kom reyndar við svipaðar aðstæður og verða í kvöld. Haukar voru þá búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína á móti Keflavík í úrslita- einvíginu 2007 en töpuðu þriðja leiknum 78-81 á heimavelli sínum á Ásvöllum. Haukar tryggðu sér síðan titilinn með 88-77 sigri í fjórða leiknum, sem fram fór í Keflavík. Pálína hefur verið í byrjunarliði í öllum þessum leikjum og er með 9,4 stig, 5,0 fráköst og 3,5 stoð- sendingar að meðaltali í þeim. - óój Keflavíkurkonur geta orðið Íslandsmeistarar í kvöld: Pálína með 92 prósenta sigurhlutfall í úrslitunum PÁLÍNA GUNNLAUGSDÓTTIR Er mikilvæg fyrir Keflavík innan sem utan vallar. Hér er hún með boltann í leik tvö í Njarðvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HK - FH 27-29 (14-17) Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%) Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.) Akureyri - Fram 35-26 (17-12) Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 10, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Oddur Gretarsson 6, Daníel Einarsson 6, Heimir Örn Árnason 4, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Hreinn Þór Hauksson 1. Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 5, Jóhann Karl Reynisson 5, Halldór Jóhann Sigfússon 4, Arnar Birkir Hálfdánsson 4, Matthías Daðason 2, Róbert Aron Hostert 2, Magnús Stefánsson 1, Einar Rafn Eiðsson 1, Jóhann Gunnar Einarsson 1, Hákon Stefánsson 1. Haukar-Valur 21-23 (8-13) Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 3, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Jónatan Ingi Jónsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Einar Örn Jónsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Einar Pétur Pétursson 1. Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8, Sturla Ásgeirsson 5, Finnur Ingi Stefánsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Valdimar Fannar Þórsson 2, Ernir Hrafn Arnarson 1, Afturelding - Selfoss 24-26 (9-14) Mörk Aftureldingar: Sverrir Hermannsson 4, Hilmar Stefánsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 3 Böðvar Páll Ásgeirsson 3, Þrándur Gíslason 2, Ásgeir Jónsson 2, Jóhann Jóhannsson 2, Daníel Jónsson 2, Reynir Ingi Árnason 1, Jón Andri Helgason 1, Haukur Sigurvinsson 1. Mörk Selfoss: Andrius Zigelis 8, Milan Ivancev 6, Ragnar Jóhannsson 5, Guðjón Finnur Drengsson 2, Ómar Vignir Helgason 2, Sebastian Alexandersson 1, Atli Kristinsson 1, Helgi Héðinsson 1. Akureyri-HK og FH-Fram mætast í undan- úrslitum úrslitakeppninnar sem hefst á fimmtudag. N1 DEILD KARLA HANDBOLTI FH-ingar sigruðu HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í loka- umferð N1 deildar-karla í gær- kvöldi. FH-ingar voru með frumkvæð- ið stóran part af leiknum og kom- ust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrés- son, markvörður FH, átti frábær- an leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. „Ég er bara svekktur því við ætluðum okkar að vinna þennan leik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir ósigurinn í gær. „Við náðum að vinna okkur vel inn í leikinn og komum virkilega sterkir til baka en það dugði ekki til. Markmiðið með þessum leik var að setja upp ákveðna leikfræði fyrir úrslitakeppnina. Ef við ætlum okkur að vera þar af einhverju viti þá þurfum við að sýna stöðugleika í okkar leik. Ég er mjög ánægður með hvernig liðið kom inn í leik- inn í síðari hálfleik og strákarnir sýndu flottan karakter. Við vorum samt algjörir klaufar að klára ekki leikinn og getum bara kennt okkur sjálfum um það. Þetta þýðir bara að við verðum að fara norður og berjast við Akureyringana og það verður krefjandi verkefni,“ sagði Kristinn. „Ég var bara mjög ánægður með liðið í kvöld,“ sagði Kristján Ara- son, annar þjálfari FH, eftir sigur- inn í gær. „Við náðum að rúlla liðinu mikið og margir fengu að spreyta sig. Við sýndum síðan flottan karakter í lokin með því að vinna leikinn, en við fórum aldrei út í þennan leik með það hugarfar að ætla okkur að velja andstæðing í undanúrslit- unum. Þriðja umferðin var frábær hjá okkur en við fáum 13 stig af 14 mögulegum. Það hefur verið nokk- uð mikið basl á okkur með meiðsli í vetur en við erum alveg klárir í úrslitakeppnina,“ sagði Kristján að lokum. - sáp Framarar héldu þriðja sætinu í N1-deild karla þrátt fyrir stórt tap fyrir norðan: HK-ingar mæta Akureyringum ÁSBJÖRN FRIÐRIKSSON Skoraði 9 mörk fyrir FH-inga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.