Fréttablaðið - 12.04.2011, Page 6

Fréttablaðið - 12.04.2011, Page 6
12. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Oddi 101, fimmtud. 14. apríl kl. 17:30 Hinsti flutningurinn Öllum opið! Aðgangur ókeypis! Viðburðir konfúsíusarstofnunar í vikunni: Miklar breytingar á lifnaðarháttum Yao þjóðflokksins, grafa undan einingu þeirra. Oddi 101, miðvikud. 13. apríl kl. 17:30 Nostalgia e. Haolun Shu Eitt elsta hverfi Shanghai skal “endurreist”. Shu fer á vettvang, vopnaður kvikmyndavél og fullur fortíðarþrá. Fannst þér dómurinn yfir Baldri Guðlaugssyni of þungur? Já 8,5% Nei 91,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar? Segðu skoðun þína á visir.is ICESAVE „Niðurstaðan er ekki til að eyða óvissunni. En við bjugg- umst aldrei við miklum tíðindum á fyrsta degi,“ segir Ásdís Krist- jánsdóttir, forstöðumaður grein- ingardeildar Arion banka. Rólegt var yfir fjármálamarkaði í gær, á fyrsta virka deginum eftir að Icesave-samningarnir voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Hvorki urðu stórvægi- legar breytingar á skuldabréfa- markaði né hreyfðist skuldatrygg- ingarálag (CDS) ríkisins. Ásdís bendir á að beðið sé eftir viðbrögðum matsfyrirtækjanna Moody‘s og Standard & Poor‘s, sem hefðu hótað því að fella lánshæfi ríkissjóðs í ruslflokk yrðu samn- ingarnir felldir. Lánshæfi ríkissjóðs hefur verið í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch frá því að forseti Íslands setti fyrri Icesave-samninginn í hendur þjóðarinnar í janúar í fyrra. Í áliti Fitch í gær kemur fram að niðurstaðan í þjóðarat- kvæðagreiðslunni nú geti tafið fyrir hærra mati. „Ég held að ef lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði færð í ruslflokk hjá hinum fyrirtækjunum þá muni það hafa neikvæð áhrif. Ríkissjóð- ur mun ekki geta fjármagnað sig á erlendum vettvangi með slæma lánshæfiseinkunn,“ segir Ásdís og bendir jafnframt á að vafi sé á því hvort Landsvirkjun geti tryggt sér lánsfé vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun hjá evrópska fjárfestingarbankanum. Í nýlegum lánasamningi fyrirtækisins upp á sjötíu milljónir evra, 11,3 milljarða króna, er skilyrði um að lánshæfið verði óbreytt. Ekki náðist í Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, þegar eftir því var leitað í gær. - jab Fjármálamarkaðurinn bíður í óvissu eftir breytingu á lánshæfismati ríkissjóðs: Telur að aðgangur að lánsfé geti lokast ÁSDÍS Óvissa ríkir á meðan beðið er eftir því hvort matsfyrirtæki færi lánshæfis- mat ríkisins í ruslflokk, segir forstöðu- maður greiningardeildar Arion Banka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Nefnd tíu þingmanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi verður falið að móta þjóðarörygg- isstefnu fyrir Ísland nái þings- ályktunartillaga sem utanríkis- ráðherra hefur lagt fyrir Alþingi fram að ganga. Grundvöllur þessarar fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem íslensk stjórnvöld láta vinna verður her- leysi, að því er fram kemur í tillög- unni. Vinnu við stefnuna á að vera lokið í júní á næsta ári. „Eitt af grundvallarhlutverk- um stjórnvalda hverju sinni er að tryggja öryggi þjóðarinnar,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra. Hann segir öryggisstefnu lands- ins hingað til hafa beinst gegn hernaðarógn, en það þurfi að breytast. Flestir séu nú sammála um að engin hernaðarógn steðji að okkar heimshluta, þótt annars konar ógn geti steðjað að. Hann nefnir til að mynda ógnir á borð við mengunarslys, farsótt- ir, skipulagða glæpastarfsemi, netglæpi og efnahagsþrengingar sem hafa áhrif þvert á landamæri ríkja. Þessar ógnir verði Ísland að taka alvarlega eins og önnur ríki. Össur segist leggja mikla áherslu á að þverpólitísk sam- staða náist í þingmannanefndinni. Aðeins þannig megi tryggja að svo breið sátt verði um stefnu landsins í þessum málaflokki að breytingar verði ekki gerðar þótt ríkisstjórn- arskipti verði. Þingmannanefndin á að fjalla um ýmis mál sem varða þjóðar- öryggi, til dæmis aðild Íslands að varnarsamstarfi, samvinnu við önnur ríki, loftrýmisgæslu og ríkjasambönd um öryggi og varn- ir. Össur segir að í starfi nefndar- innar sé allt undir, þar á meðal aðild Íslands að Atlantshafsbanda- laginu. „Ef það verður þverpóli- tísk niðurstaða um að það sé ekki rétt að vera í NATO hlýtur það að koma mjög alvarlega til álita, en ég á ekki von á að svo verði.“ Nefndin á jafnframt að skoða hvort rétt sé að koma upp sérstöku þjóðaröryggisráði eins og fjallað er um í áhættumatsskýrslu sem gefin var út árið 2009. Sé talin þörf á að koma upp slíku þjóðarörygg- isráði þarf að fjalla um tengsl þess við almannavarna- og öryggisráð. Þegar nefndin hefur mótað þjóðaröryggisstefnu mun utanrík- isráðherra leggja fram á Alþingi tillögu um þjóðaröryggisstefnu á grundvelli starfs nefndarinnar. brjann@frettabladid.is Nefnd þingmanna móti öryggisstefnu Utanríkisráðherra leggur til að þingmannanefnd móti þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Engar vísbendingar um hernaðarógn en taka þarf alvarlega hættu vegna mengunarslysa, netglæpa, farsótta og skipulagðrar glæpastarfsemi. ÝMIS HÆTTA Meðal þess sem nefnd sem móta á þjóðaröryggisstefnu þarf að hafa í huga er hætta vegna mengunarslysa. Hér sést Goðafoss á strandstað við strendur Noregs nýlega. NORDICPHOTOS/AFP Ef það verður þver- pólitísk niðurstaða að það sé ekki rétt að vera í NATO hlýtur það að koma mjög alvarlega til álita, en ég á ekki von á að svo verði. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA LÍBÍA, AP Leiðtogar uppreisnarmanna í Líbíu hafa hafnað sáttatillögu Afríkubandalagsins. Ástæðan er sú að í tillögunni er ekki kveðið á um að Gaddafi leiðtogi landsins fari frá völdum. Ekkert vopnahlé verði nema hann og nánustu samverkamenn hans fari frá. Afríkubandalagið hafði lagt til sáttatillögu sem fól í sér tafarlaust vopnahlé milli fylkinga og óhindraðan aðgang að neyðaraðstoð. Hún fól einnig í sér að Nató hætti loftárásum og að viðræður hæfust á milli stjórnvalda og uppreisnarmanna. Gaddafi og stjórn hans höfðu samþykkt tillöguna á sunnudag eftir fund með fimm leiðtogum Afríku- ríkja, þar á meðal Jacob Zuma forseta Suður-Afr- íku, sem leiddi ráð leiðtoganna fimm. Leiðtogarnir héldu til Benghazi í gær og fengu óblíðar móttökur þar. Mótmælendur hrópuðu „Gaddafi burt“ og gerðu aðsúg að bílalest leiðtoganna. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Nató, hefur kallað eftir því að allt ofbeldi verði stöðvað. Hann segir að hernaðaraðgerðir muni ekki duga einar til þess, heldur þurfi miklar endurbætur á öllu kerfinu. - þeb Stjórnarandstæðingar í Líbíu segja sátt aðeins verða fari Gaddafi frá: Uppreisnarmenn hafna sátt MÓTMÆLI Fólk safnaðist saman með mótmælaspjöld í borginni Benghazi í Líbíu í gær á sama tíma og fulltrúar upp- reisnarmanna ræddu sáttatillögu Afríkubandalagsins. MYND NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.