Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 8
12. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR KÖNNUN Svipað hlutfall lands- manna styður hernaðaríhlutun aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Líbíu og er and- vígt hernaðinum, samkvæmt skoð- anakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 38,8 prósent mjög eða frekar hlynnt hernaðaraðgerð- unum en 36,5 prósent segjast mjög eða frekar andvíg. Um 24,7 prósent segjast hvorki hlynnt né andvíg. Karlar virðast samkvæmt könn- uninni talsvert herskárri en konur. Alls sögðust 44,8 prósent karla mjög eða frekar hlynnt hernaðar- aðgerðum í Líbíu en 32,3 prósent kvenna. Talsverður munur var á afstöðu fólks til hernaðaraðgerða NATO eftir því hvaða stjórnmálaflokk viðkomandi sagðist myndu kjósa yrði gengið til þingkosninga nú. Alls sögðust ríflega 48 pró- sent stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins hlynnt hernaðaraðgerðunum. Heldur fleiri sjálfstæðismenn sögðust andvígir hernaðinum, alls ríflega 27 prósent samanborið við 21 prósent framsóknarmanna. Um 38 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar segjast hlynnt hernaðaraðgerðum NATO í Líbíu. Örlítið fleiri, eða um 41 prósent, segjast andvíg aðgerðunum. Um 28 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna styðja hernaðar- aðgerðirnar, en meirihluti stuðn- ingsmanna flokksins, ríflega 57 prósent, er andvígur hernaðinum. Hjá þeim hópi sem ekki tók afstöðu til stjórnmálaflokka voru um 35 prósent hlynnt hernaðinum en 37 prósent andvíg. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú hernaðaraðgerð- um aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins í Líbíu? Alls tóku 79,7 pró- sent afstöðu. brjann@frettabladid.is Jafnmargir hlynntir og andvígir hernaði Rúmlega þriðjungur landsmanna er hlynntur hernaðaraðgerðum aðildarríkja NATO í Líbíu samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Svipað hlutfall er andvígt hernaðinum. Karlar virðast mun herskárri en konur samkvæmt könnuninni. 12,5% 26,3% 24,7% 16,3% 20,2% Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú hernaðaraðgerð- um aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Líbíu? Eftir kyni 8,4% 23,9% 26,4% 20,8% 20,5% 16,2% 28,6% 23,1% 12,2% 19,9% Hernaðaraðgerðir í Líbíu ■ Mjög hlynnt(ur) ■ Frekar hlynnt(ur) ■ Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) ■ Frekar andvíg(ur) ■ Mjög andvíg(ur) Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Tilboð Kæli- og frystiskápar sem hafa innbyggða klakavél með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir. kr. 369.000 stgr. Verðlistaverð kr. 461.250 GCE21LGY / Stærð: h 177.5 x b 90.9 x d 63 sm Kælir: 383 ltr. / Frystir: 172 ltr. Stálhurðir / Orkuflokkur A Morgunverðarfundur um almenningssamgöngur Innanríkisráðuneytið boðar til morgunverðarfundar um almenn- ingssamgöngur miðvikudaginn 13. apríl kl. 8.15 til 10. Fundurinn verður haldinn á Radisson Hótel Sögu í Reykjavík. Flutt verða erindi um núverandi stöðu almenningssamgangna, horfur og nýjungar sem ráðuneytið og aðrir aðilar vinna nú að. Erindi og pallborðsumræður: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs Hreinn Haraldsson vegamálastjóri Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó Þorsteinn Rúnar Hermannsson verkfræðingur í innanríkis- ráðuneyti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Skráning fari fram með tölvupósti á netfangið postur@irr.is eigi síðar en um hádegi þriðjudaginn 12. apríl. Fundurinn hefst kl. 8.30 en húsið er opið frá kl. 8.15 og geta fundarmenn keypt sér léttan morgunverð á 900 krónur. INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ ATVINNUMÁL Synjun Fjármálaeft- irlitsins (FME) um afhendingu umbeðinna gagna til Ingólfs Guð- mundssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verk- fræðinga, skorti lagastoð að mati umboðsmanns Alþingis. Ingólfur fór fram á að fá gögn í stjórnsýslumáli er laut að hæfi hans til þess að gegna stöðu fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verk- fræðinga, en var synjað. Umboðs- maður mælist til þess að mál Ingólfs verði tekið upp að nýju innan FME. Ingólfur var ráðinn fram- kvæmdastjóri sjóðsins í febrúar 2010. FME sendi sjóðnum bréf í maí þar sem gerðar voru athuga- semdir við ráðningu Ingólfs. Í bréfinu stóð að verið væri að skoða hæfi framkvæmdastjórans til þess að gegna stöðunni, vegna starfa hans sem stjórnarformanns Íslenska lífeyrissjóðsins. Niður- staða FME var sú að Ingólfur var ekki hæfur og í framhaldi af því lét hann af störfum. „Ég var mjög ósáttur við afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins og höfðaði mál gegn því í desember. Ég tel að þeir hafi gróflega mis- notað valdheimildir sínar,“ segir Ingólfur. „Ég tel að [niðurstaða umboðsmanns] sýni vinnubrögðin í málinu í hnotskurn.“ Fjallað verður um mál Ingólfs innan FME 20. apríl næstkomandi. - sv Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir Fjármálaeftirlitið: Lífeyrissjóðsstjóri átti rétt á að fá gögn FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Mál Fjármálaeftir- litsins og Ingólfs Guðmundssonar ætti að vera endurskoðað, að mati umboðs- manns Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR Neytendasamtökunum hafa borist í kring- um 200 fyrirspurnir og erindi vegna húsaleigumála það sem af er ári. Samkvæmt tilkynningu frá sam- tökunum svarar þetta til um 800 erinda á ári, sem er helmingi meira heldur en var í fyrra. Árið 2009 voru rúmlega 200 fyrirspurnir af þessum toga. Talsvert er spurt um hvað beri að varast við samn- ingsgerð, hvernig ástand leiguhúsnæðis skuli vera og hvernig viðhaldi og skiptingu kostnaðar skuli háttað. Neytendasamtökin telja ljóst að brýn þörf sé á aðstoð og ráðgjöf til leigjenda hér á landi, þar sem hér séu engin starfandi leigjendasamtök. „Neytendasamtökin hafa gert sitt besta til að aðstoða leigjendur en sjá þó ekki fram á að geta sinnt þessum stóra málaflokki áfram sem skyldi nema til komi eitthvert framlag frá ríkinu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Hugmyndir um slíkt hafa verið ræddar en enn er þó ekkert fast í hendi.“ - sv Húsaleigumálum hefur fjölgað ört á árinu hjá Neytendasamtökunum: Húsaleigumál 200 talsins á árinu LEIGUMARKAÐURINN Húsaleigumarkaðurinn fer ört stækk- andi á Íslandi og eru fyrirspurnir vegna húsaleigumála orðnar einn af stærstu málaflokkum Neytendasamtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Öll börn fædd á árinu 2011 og síðar verða bólu- sett gegn pneumókokkasýking- um, og munu bólusetningarnar hefjast síðar í apríl, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknis- embættinu. Útlit var fyrir að tafir yrðu á því að bólusetningar hæfust, en velferðarráðherra hefur ákveðið að þær skuli hefjast sem fyrst. Börnin verða bólusett með bóluefninu Synflorix. Bólusetn- ing fer fram við þriggja mán- aða, fimm mánaða og tólf mán- aða aldur. Börn sem fædd eru fyrir árið 2011 eiga þess kost að fá bólusetningu, en þá verða for- eldrar þeirra að greiða kostnað við bóluefnið. - bj Pneumókokkabólusetning: Öll börn fædd á árinu bólusett SMITAST Að meðaltali greinast árlega ellefu börn undir fimm ára aldri með pneumókokkasýkingu hér á landi. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.