Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 16
12. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1540 Prentun Nýja testamentisins í þýðingu Odds Gottskálksson- ar lýkur. Bókin er sú fyrsta sem var prentuð á íslensku. 1919 Átján manns láta lífið í snjóflóðum við Siglufjörð. Eitt flóðið eyðileggur síldarverksmiðju sem talin var ein sú fullkomasta sem þá þekktist. 1945 Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti deyr. 1952 Gúmmíbjörgunarbátur kemur fyrst við sögu í sjóslysi hér við land þegar Veiga sekkur við Vestmannaeyjar. Sex bjargast en tveir farast. 1961 Júrí Gagarín fer fyrstur manna út í geim í geimfarinu Vostok 3KA-2. AFMÆLI SIGRÍÐUR BACHMANN ljósmyndari er 65 ára. VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON rithöfundur er 57 ára. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON leikari er 39 ára. Árið 1940 gengu í gildi lög um gagnfræðanám á Íslandi og 1947 var samþykkt þingsályktun- artillaga um betra námsframboð á lands- byggðinni. Þá var ákveðið að stofna mennta- skóla á Laugarvatni, en skólinn starfaði sem útibú fyrir Menntaskólann í Reykjavík fyrstu árin. Það var síðan sex árum síðar, 12. apríl 1953, að Menntaskólinn á Laugarvatni var settur sem sjálfstætt starfandi skóli. Við stofnun skólans færði Jónas frá Hriflu menntaskólanum að gjöf Hvítbláinn, útfararfána Einars Benediktssonar. Hafði kista Einars verið sveipuð bláhvíta fánanum sem hann hafði barist fyrir að yrði þjóðfáni Íslendinga, en við lát Einars fékk Jónas fánann til varðveislu ásamt leyfi til að ráðstafa honum vel. Enn í dag telst fáninn vera ein merkasta eign skólans, en talið er að Jónas hafi viljað vekja áhuga æskunnar á verkum þjóðskálds- ins. Dr. Sveinn Þórðarson, fyrsti skólameistari menntaskólans, ákvað að Hvítbláinn skyldi verða merki skólans og ljóðið Til fánans söngur hans, auk þess sem hann kom á þeirri hefð að 31. október ár hvert skyldu verk þjóð- skáldsins vera kynnt fyrir nemendum skólans. Heimild: Wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 12. APRÍL 1953 Menntaskólinn á Laugarvatni settur 55 „Ég skrapp á Kanarí til þess eins að verða brún og bjútífúl fyrir afmælis- veisluna og vonast til að brúnkan hald- ist fram á morgundaginn, en þá er allt í lagi að hún hverfi,“ segir lífsglöð og skellihlæjandi afmælisstúlka dagsins, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona. „Ég hef aldrei haft hugmynd um hversu gömul ég er og ekki til í dæm- inu að mér finnist aldur skipta máli, en nú veit ég að sjötugasti afmælis- dagurinn er runninn upp og finnst það ofsalega flott og dásamleg tilfinning,“ segir Sigríður sem fæddist á Leifsgötu í Reykjavík 12. apríl 1941. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari og Ingibjörg Halldórsdóttir hárgreiðslumeistari, en Sigríður á sér yngri systur og bróður. „Við systurnar vorum ætíð eins og prinsessur, því mamma saumaði á okkur dýrindis kjóla og var alltaf að punta okkur. Saman fórum við að hlusta á pabba spila á fiðlu, saxófón eða klarínett með sinfóníunni eða á Borg- inni, og allar minningar ógleymanlega yndislegar sem tengjast uppvextinum,“ segir Sigríður sem missti föður sinn í fyrra en móðir hennar lést fyrir aldur fram úr krabbameini, þá 46 ára. „Það var sár missir því við mamma vorum svo miklar trúnaðarvinkon- ur. Eins er sem betur fer á milli mín og dætra minna. Við erum allar mjög samrýndar og miklar vinkonur,“ segir Sigríður sem þrátt fyrir skin og skúrir hefur alltaf haft jákvæða sýn á lífsins gang. Eftir heilablóðfall fyrir hartnær tveimur áratugum missti hún minni á sumum sviðum og þurfti að læra að tala upp á nýtt. „Lífið hefur verið mér meiri hátt- ar, allan tímann. Ég varð aldrei vör við heilablóðfallið því það gerðist meðan ég svaf og svo var búið að laga mig þegar ég vaknaði þremur dögum síðar. Þá stóð ég upp með jákvæðn- ina að vopni, tilbúin að læra íslensku og ensku upp á nýtt, og sem var bara skemmtilegt í minningunni,“ segir Sig- ríður og hlær dátt. Aðeins fimmtán ára hóf Sigríður hárgreiðslunám hjá móður sinni, en leiklistarbakterían lét hana ekki í friði og hún laumaði sér í inntökupróf þrátt fyrir að hafa ekki aldur til. „Þá sótti ég æfingar hjá Ævari Kvar- an og komst í gegnum inntökuprófið, en spurð um aldur sagðist ég vera hár- greiðsludama. Já, sagði þá Guðlaugur Rósinkrans og reiknaði út með sjálfum sér að ég væri þá orðin nógu gömul. Þegar upp komst um réttan aldur minn var haldinn fundur en úr því ég var komin inn var ákveðið að leyfa mér að halda áfram,“ segir Sigríður sem eftir útskrift á átjánda ári hélt utan til Kaliforníu í frekara leiklistarnám og starfaði þar í leikhúsum á þriðja ár við góðan orðstír. „En ég saknaði mömmu og pabba og var alltaf að biðja þau að koma út til mín svo á endanum flutti öll fjölskyld- an vestur um haf þegar pabbi fékk samning í Dallas í Texas og ég réði mig þar í leikhús þar sem ég lék stór hlutverk um tveggja ára skeið,“ rifjar Sigríður upp, en við heimkomu 23 ára skrifaði hún undir samning við Þjóð- leikhúsið þar sem hún hefur starfað allan sinn starfsaldur síðan. „Þjóðleik- húsið á mig og ég á Þjóðleikhúsið; það er partur af mér. Fyrir heilablóðfall var ég ávallt í aðalhlutverkum en eftir að ég hafði lært að tala á ný tók ég að mér minni hlutverk sem var alveg jafn skemmtilegt. Maður endurmetur lífið eftir svona reynslu og síðan hef ég bara gert það sem mig langar og notið lífsins, en ég hef alltaf verið óhrædd við að elta eigin drauma,“ segir Sig- ríður sem á dæturnar Þórunni leik- konu, Dísellu óperusöngkonu og Ingi- björgu flugfreyju og laganema, og alls sjö barnabörn. „Besta afmælisgjöfin verður að taka á móti vinum sem ég hef boðið til veislu í Þjóðleikhúskjallaranum og ég vonast til að geta fengið fólkið til að dansa, því ég vil hafa þetta létt og skemmtilegt. Það er í mínum anda og vonandi hef ég alltaf verið þannig sjálf.“ thordis@frettabladid.is SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR LEIKKONA: FAGNAR 70 ÁRA AFMÆLI SÍNU Í DAG Brún og bjútífúl fyrir afmælið SJÖTUG FEGURÐARDÍS Sigríður var valin Ungfrú Ísland 1958 og komst í 15 manna úrslit í alheimskeppninni á Langasandi. Hún starfaði síðar með Kvennalistanum og var varaþingkona 1983-87. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sólveig Pétursdóttir lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 6. apríl síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 14. apríl kl. 15.00. Fjölskylda Sólveigar sendir sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar 11-E á Landspítala Hringbraut fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ingunn Péturs Óðinn Sörli Ágústsson Helga Rúna Péturs Valdimar Agnar Valdimarsson Gabríel Pétur Óðinsson og Tinna Björt Valdimarsdóttir Bróðir okkar, Gunnar Guðmundsson andaðist í Danmörku föstudaginn 1. apríl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Systkini hins látna, Steinunn, Anna, Kolbrún, Valgeir, Hilmar, Hrefna, Kristján, Eyþór og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Reynir Ólafsson Burknabergi 2, Hafnarfirði, lést 9. apríl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 15. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir til læknanna Jakobs Jóhannssonar og Elfars Úlfarssonar, starfsfólks deildar 11-E á Landspítalanum og starfsfólks líknardeildar LSH. Sigríður Stefánsdóttir Stefán Reynisson Oxana Skakoun Gylfi Reynisson María Sigríður Stefánsdóttir Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Úrsúlu Magnússon Garðbraut 85, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Garðvangs, fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Friðrik Ívarsson Anna Dóra Garðarsdóttir Guðjón Ívarsson Erla Elísdóttir Magnea Ívarsdóttir Jón Rósmann Ólafsson Óskar Ívarsson barnabörn og barnabarnabörn. LEIKARINN ANDY GARCIA er 55 ára „Sagt er að konur þrái að sjá mig berrassaðan, en það er engin linsa nógu löng til slíkrar myndatöku.“ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Árnason húsasmíðameistari og bóndi frá Höskuldarnesi, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést föstudaginn 8. apríl. Fjölskylda hins látna. CLAIRE DANES leikkona er 32 ára í dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.