Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2011 Heimsins dýrustu bílar Á vefnum thesupercars.org hefur verið tekinn saman listi yfir tíu dýrustu bíla heims 2010-2011. Þessir bílar munu seint sjást á götum Reykjavíkur, en það er engin synd að láta sig dreyma. Vagnhöfða 23 // 110 Reykjavík // Sími 590 2000 // www.benni.is Toyo Open Country All Terrain Frábær alhliða jeppadekk fyrir allar aðstæður. Mjúk og hljóðlát dekk sem skila þér alla leið. Toyo Open Country Mud Terrain Níðsterkt og slitsterkt jeppadekk sem þolir hvað sem er. Frábært akstursdekk á vegum og utan vega. Þolir auðveldlega mjög þunga bíla. BFGoodrich Mud Terrain KM2 Nýtt og fílsterkt dekk frá BFGoodrich. 33% sterkari hliðar en áður. Ætlað í utanvegaakstur og mikil átök. BFGoodrich All Terrain Áratuga reynsla á Íslandi. Sívinsæl jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður, gott grip og frábær ending sem íslendingar kannast við. 1. Bugatti Veyron – 1,7 milljón dollarar – er langdýrasti götubíllinn á markaði í dag. Hann fer úr núll í hundraðið á 2,6 sekúndum. Hámarkshraði Veyron er 253 mílur á klst., eða 407 km/klst. 2. Lamborghini Reventon – 1,6 milljón dollarar. Kraftmesti og dýrasti Lamborghini sem smíðaður hefur verið. Hann fer frá 0-100 km/klst. á 3,3 sekúndum. Aðeins 20 slíkir eru til í heiminum. 3. McLaren F1 – 970 þúsund dollarar. Árið 1994 var F1 fljótasti og dýrasti bíllinn en er enn í dag meðal dýrustu bíla heims og nær 386 km hraða á klst. og fer úr 0-100 á 3,2 sekúndum. 4. Ferrari Enzo – 670 þúsund dollarar. Enzo er einn þekktasti ofurbíllinn. Hann nær 350 km/klst. og nær 100 km hraða á 3,4 sek. Aðeins 400 slíkir bílar voru smíðaðir. 5. Pagani Zonda C12 F – 667,321 dollarar. Zonda er framleidd af sjálfstæðu fyrirtæki á Ítalíu. Hún kemst í 346 km/klst. og fer í hundraðið á 3,5 sekúndum. 6. SSC Ultimate Aero – 654,400 dollarar. Þrátt fyrir að vera sjötti dýrasti bíllinn er Aero fljótasti götubíllinn í heimi með hámarkshraða upp á 413 km/klst. og fer úr 0-100 á 2,7 sekúndum. Líklega verða þó aðeins 25 slíkir framleiddir. 7. Saleen S7 Twin Turbo – 555 þúsund dollarar. Bandarískur ofurbíll sem nær 399 km/klst. og fer frá 0-100 á 3,2 sekúndum. 8. Koenigsegg CCX – 545,568 dollarar. Sænsk framleiðsla og er í stöðugri baráttu um að vera fljótasti bíll veraldar. Hámarkshraði er 394 km/klst. 9. Mercedes Benz SLR McLaren Roadster – 495 þúsund dollarar. SLR McLaren er fljótasti sjálfskipti bíllinn. Há- markshraði er 331 km/klst. og fer frá 0-100 á 3,8 sekúndum. 10. Porsche Carrera GT – 440 þúsund dollarar. Nær 330 km/klst og fer úr 0-100 á 3,9 sekúndum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.