Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 28
12. APRÍL 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 ● dekk ● DEKKIN ENDURNÝTT Talsvert er um að dekk séu endurnýtt eftir að þau hafa þjónað gildi sínu undir öku- tækjunum. Þau hafa til dæmis verið notuð sem hreiðurstæði fyrir æðar- fugl, þar sem hlúð er að varpi hans og hægt er að fóðra með þeim hrúta- stíur svo þeir hafi eitthvað þægilegt að hnubba í. Að sögn Más Karlssonar hjá Úrvinnslusjóði eru dekk líka tætt niður og notuð í gúmmímottur. ● NÝJAR MERKINGAR Á DEKKJUM Nú ætlar Evr- ópusambandið að auðvelda fólki að velja sér hjólbarða með því að innleiða frá og með næsta ári nýjar og auðlæsileg- ar merkingar á hjólbarða. Þessar nýju merkingar eiga að sýna í sjónhendingu mótstöðu dekkja, hversu hávaðasöm þau eru og síðast en ekki síst hemlunareiginleika þeirra á votum vegi. Nýju merkingarnar verða á áberandi límmið- um sem festir verða við nýja hjólbarða. Töluvert hefur, undanfarin ár, borið á hjólbörðum á markaði í Evrópu sem eru mjög ódýrir og er oftast um að ræða hjólbarða sem tæpast uppfylla lágmarks öryggis- kröfur. Sum þessara dekkja hafa einfaldlega reynst hræði- lega og jafnvel átt það til að hvellspringa á fullri ferð. Von- ast er til að nýju merkingarnar muni með tímanum út- rýma lélegustu hjólbörðunum af markaðinum. Nánar má fræðast um málið á heimasíðu FÍB fib.is. ● ÁÐUR EN LAGT ER AF STAÐ: Þegar halda á í langferð á bílnum er gott fara yfir nokkur atriði: Vökvar ● Athuga stöðu kælivatns, bremsuvökva, stýrisvökva, rúðuvökva og olíu og bæta við ef með þarf. Dekk ● Athuga hvort varadekk sé í lagi og allur fylgibúnaður til að skipta ef dekk springur. Loftþrýstingur ● Athuga loftþrýsting í dekkjum og varadekki. Ljósabúnaður ● Yfirfara ljósabúnað og endurnýja perur þar sem þörf er á, þar á meðal ljósa- og glitmerkjabúnað eftirvagna. Rúður ● Þrífa rúður vel, innan sem utan, og endurnýja þurrkublöð ef með þarf. Varahlutir ● Hafa meðferðis nauðsynlegan búnað s.s. viftureim, perur, dráttartaug, nauðsynlega vökva, rakaeyði á brúsa fyrir kveikjukerfi, bensínbrúsa, verkfærasett, startkapla, sjúkrakassa, teppi, lítið handslökkvitæki, hlífðarvettlinga o.fl. Eftirvagn ● Eftirvagn má ekki vera þyngri en skráningarskírteini bílsins segir til um. Enn fremur eru vagnar skráningarskyldir sem eru yfir 750 kg að leyfðri heildarþyngd og allir tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi. Eftir- vagnar eða tengitæki sem eru yfir 750 kg þurfa að vera með hemlum. Allir eftirvagnar/tengitæki þurfa að vera með afturljós, stefnuljós og hemlaljós. Þyngd eftirvagnsins má heldur ekki fara yfir þau mörk sem tengibúnaðurinn segir til um. Speglar ● Fyrir akstur þarf að þrífa og stilla spegla vel svo að sjónsvið öku- manns sé sem best. Varast ber að skyggja á baksýn með farangri við afturrúðu. Ef dreginn er eftirvagn, tjaldvagn, hjólhýsi eða annað sem hindrar baksýn verður að hafa spegla á framlengdum örmum svo ökumaður sjái aftur með eftirvagninum. www.us.is „Okkar helsta einkenni í dekkj- um er AT-405, 38 tommu dekk sem við látum framleiða eftir okkar eigin hönnun,“ segir Gunn- ar Haraldsson, verslunarstjóri hjá Arctic Trucks Kletthálsi 3. „Þetta er mest selda 38 tommu dekkið á landinu í dag, heilsársdekk sem menn geta notað allt árið, en er auðvitað neglanlegt líka. Mynstr- ið á því er hannað til að bæta grip og endingu, auk þess sem það er mjög hljóðlátt. Þetta er stórt jeppa- dekk sem hentar ekki síst þeim sem vilja ferðast um hálendið á veturna.“ Arctic Trucks sérhæfir sig í þjónustu við stóra fjallatrukka og hafa 44 tommu Dick Cepek-dekkin verið afar vinsæl í gegnum tíðina. „Þetta dekk hefur verið á markaði hér í áraraðir en er í dag sérstak- lega framleitt fyrir okkur,“ segir Gunnar. „Arctic Trucks notar það meðal annars undir alla þá bíla sem við framleiðum til að sinna verkefnum á Suðurskautslandinu, og hafa þau reynst einstaklega vel við þær erfiðu aðstæður sem menn og tæki þurfa að glíma við þar.“ „Þótt Arctic Trucks sé kannski þekktast fyrir þjónustu við stóra og mikla fjallajeppa, þá bjóðum við dekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga,“ segir Gunnar. „Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni fyrir þá sem vilja koma og kynna sér þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða eða fræðast um ferða- mennsku á jeppum.“ Arctic Trucks – miðstöð allra jeppamanna „Við bjóðum dekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga,“ segir Gunnar Haraldsson, verslunarstjóri hjá Arctic Trucks. MYND: STEFÁN ● GERVIHLJÓÐ SETT Í RAFBÍLA Hljóðlátir bílar á borð við rafbíla þykja orðið hættulega hljóðlátir, eftir því sem fram kemur í frétt á www.fib.is. Þar segir að Volvo, sem nú vinni hörðum höndum að þróun rafbíla, hafi meira að segja sett upp sérstaka deild sem vinnur að því að búa til hljóðgjafa og „gervihljóð“ fyrir væntan- lega rafbíla Volvo. Japönsk yfirvöld hafa hvatt bílaverksmiðjurnar til að búa til hljóðkerfi sem í heyrist þegar bílunum er ekið undir 25 km hraða. Obama Banda- ríkjaforseti gengur lengra því að hann hefur fengið samþykkt lög, sem taka gildi 2014, um að í bílunum skuli heyrast þegar þeim er ekið. Ástæða þessa er sú að rafbílar hafa valdið slys- um. Þau verða þannig að gangandi og hjólandi vegfarendur sem eru vanir því að í bílum heyrist og að treysta heyrninni ekkert síður en sjóninni, heyra ekkert bíla- hljóð og verða fyrir hljóðlaus- um rafbíl. Borgardekk arctictrucks.is Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is DEKK Mikið úrval af jeppadekkjum í stærðum 33-44”. Ódýr og góð þjónusta - lítil bið. Kíktu í heimsókn!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.