Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl 2011 17 Jon Elster, Robert K. Merton-prófessor í félagsvísindum við Columbia-háskóla í New York, heldur opinn fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukk- an 16 undir heitinu „Hvernig er best að halda stjórnlagaþing?“ Fyrirlesturinn er haldinn á vegum EDDU – öndvegisseturs í samstarfi við franska sendiráðið á Íslandi og innanrík- isráðuneyti Íslands. Jon Elster er í hópi fremstu félagsheim- spekinga heims. Hann varði doktorsrit- gerð sína við Sorbonne-háskóla í París, þar sem hann vann undir leiðsögn Ray- monds Aron. Hann er prófessor í félags- vísindum við Columbia-háskóla og heið- ursprófessor við Collège de France í París. Hann hefur meðal annars hlotið Jean Nicod-verðlaunin. Framlag hans er á fjölmörgum sviðum félagsvísindarann- sókna og hugmyndasögu. Elster hefur fjallað sérstaklega um stjórnarskrárfestu og pólitísk og lagaleg úrræði á umbreyt- ingaskeiðum eftir stjórnkerfisbreytingar til dæmis í kjölfar byltinga, borgarastyrj- alda eða annarra samfélagsáfalla. - fsb Hvernig er best að halda stjórnlagaþing? Á háskólatónleikum miðvikudag- inn 13. apríl flytja Sönglúðrar lýð- veldisins nýja og nýlega tónlist eftir Áskel Másson. Kvintettinn skipa trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Emil Friðfinnsson sem leikur á horn, Sigurður Þorbergsson sem leikur á básúnu og Tim Buzbee á túbu. Einnig leikur Frank Aarnink á víbrafón. Tónleikarnir hefjast klukk- an 12.30 og verða í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu. Á afmælisári skólans er enginn aðgangseyrir að tónleikum og allir eru velkomnir. Sönglúðrar lýðveldisins í HÍ Sönglúðrar lýðveldisins flytja nýja tónlist eftir Áskel Másson á háskólatónleikum á miðvikudag. Vegna mikillar aðsóknar hefur leikfélag Menntaskólans í Kópa- vogi bætt við aukasýningu á söng- leiknum Mamma mia í dag klukk- an 17. Miðapantanir eru í síma 775 2883 og er síminn opinn frá 15.00 til 20.00. Miðaverð er 1.500 krón- ur. Þetta eru allra síðustu forvöð að sjá sýninguna því uppselt er á lokasýninguna annað kvöld. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir er leikstjóri sýningarinnar, Eva Rós Guðmundsdóttir er danshöfundur og Nína Jóhanna Madsen er tón- listarstjóri. Aukasýning á Mamma mia Aukasýning á söngleiknum Mamma mia í Kópavogi í dag. BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is bmvalla.is Sumarið nálgast Má bjóða þér landslagsráðgjöf? Komdu og fáðu hugmyndir! Hjá BM Vallá finnurðu úrval af hellum og hleðslusteinum til að fegra garðinn og umhverfið. Einnig ýmiskonar garðeiningar eins og bekki, blómaker, brýr, sorptunnuskýli og fleira. Komdu í heimsókn til okkar á Breiðhöfðann. Þar geturðu gengið um garðinn okkar í Fornalundi og fundið margar spennandi hugmyndir, lausnir og útfærslur sem þú getur lagað að garðinum þínum á auðveldan hátt. Við bjóðum fría ráðgjöf landslagsarkitekts. Hafðu samband við söludeild BM Vallá og við aðstoðum þig við útfærslu hugmynda og efnisval. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 10 8 59 Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir og Megas hlutu á dögunum verðlaun- in Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir bók- ina Dagur kvennanna – ástarsaga. Lestrarfélagið Krummi stendur að baki verðlaunum sem eru árlega veitt rithöfundum fyrir forvitni- legar kynlífslýsingar. Þau voru fyrst veitt Eiríki Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur 2007. Elísa- bet Jökulsdóttir varð hlutskörpust fyrir Heilræði lásasmiðsins 2008. Hermann Stefánsson hreppti verð- launin 2008 fyrir Algleymi og 2009 fékk Steinar Bragi Guðmundsson hana fyrir Himinninn yfir Þing- völlum. Bergsveinn Birgisson, Sigurður Guðmundsson, Arnaldur Indriða- son og Kári Tulinius voru einnig tilnefndir í ár. Forvitnilegar kynlífssenur VERÐLAUNAHAFAR Þórunn og Megas hampa Rauðu hrafnsfjöðrinni í ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.