Fréttablaðið - 12.04.2011, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl 2011 21
Fergie, hin þokkafulla söngkona
Black Eyed Peas, hefur ákveð-
ið að leggja sólóferilinn til hliðar
um stundarsakir. Hana langar
einfaldlega að eyða meiri tíma
með manninum sínum, Holly-
wood-leikaranum Josh Duhamel.
Fergie gaf út sína fyrstu sóló-
skífu 2006 og seldi ríflega sex
milljónir eintaka af The Dutch-
ess. „Það eru mörg verkefni á
borðinu hjá mér og þetta ár mun
snúast alfarið um að reyna að ein-
falda aðeins hlutina og veita þeim
hlutum athygli auk þess sem mig
langar til að eyða meiri tíma með
manninum mínum,“ segir Fergie í
samtali við Access Hollywood.
Sólóferill
í biðstöðu
MEIRI FRÍTÍMI Fergie ætlar að finna tíma
fyrir manninn sinn á þessu ári.
Eva Longoria ræddi í fyrsta skipti skiln-
aðinn við Tony Parker, leikmann NBA-
liðsins San Antonio Spurs, í þætti Piers
Morgan á CNN. Leikkonan viðurkenndi að
skilnaðurinn hefði sært hana afar mikið.
Longoria átti erfitt með að brynna ekki
músum á meðan hún ræddi um hjóna-
bandsslitin við Morgan. „Þú verður að
fyrirgefa, þetta er í fyrsta skipti sem ég
ræði þetta opinberlega,“ sagði Longoria.
„Sambandsslitin voru mjög erfið, þau
særðu mig mjög mikið vegna þess að ég
sá mig sem eiginkonu og sem frú Parker.
Allt í einu var það horfið og ég þurfti
að svara þeirri spurningu hver ég var.“
Parker er grunaður um að hafa haldið
framhjá leikkonunni með þáverandi eigin-
konu liðsfélaga síns og fetað þannig í fót-
spor Johns Terry, fyrirliða Chelsea og
enska landsliðsins, en hann átti vingott
við unnustu Waynes Bridge, þáverandi
félaga hans hjá Chelsea og enska lands-
liðsins.
Longoria lét erfiðar spurningar Piers
ekki slá sig út af laginu og neitaði meðal
annars að ræða hvers vegna þau hefðu
skilið. „Það er ástæða fyrir því að við
Tony giftumst og það var ástæða fyrir
því af hverju við vorum saman í sjö ár.
Það er líka ástæða fyrir því af hverju við
skildum en ég ætla ekki að úttala mig um
hana. Ég elska hann enn þá, við tölum
saman og erum hluti af lífi hvort annars
enn þann dag í dag.“
Skilnaðurinn særði Evu Longoria
SORG Eva Longoria segir að skilnaður hennar og Tony Parker
hafi sært hana mjög mikið og hún átti erfitt með að svara
spurningum um sambandsslitin í viðtalsþætti Pierse Morgan.
Tímaritið Star greinir frá því að
sést hafi til Gwyneth Paltrow og
Matthews Morrison snæða saman
kvöldverð í London í lok mars.
Eftir matinn færði parið sig yfir
á Grosvenor House-hótelið þar
sem þau sátu að snakki fram á
nótt.
Leikararnir kynntust við tökur
á sjónvarpsþættinum Glee og
hefur tímaritið eftir heimildar-
manni sínum að þau hafi strax
fundið til hrifningar. „Það fór
ekki framhjá neinum að þau voru
mjög hrifin af hvort öðru og
létu eins og ástfangnir táningar
meðan á tökum stóð. Þau voru
aldrei langt frá hvort öðru og
Gwyneth gaf Matthew símanúm-
er sitt áður en hún lauk gestahlut-
verki sínu. Þau hafa verið í stöð-
ugu sambandi síðan þá,“ var haft
eftir innanbúðarmanni.
Morrison var staddur í Lond-
on í lok síðasta mánaðar og því
ákváðu leikararnir að nýta tæki-
færið, fá sér kvöldverð saman og
minnast gamalla stunda. Paltrow
er gift breska tónlistarmanninum
Chris Martin og eiga þau saman
tvö börn. Parið hefur þó sjald-
an sést saman á almannafæri að
undanförnu.
Afar hrifin
hvort af öðru
SKOTIN Samkvæmt tímaritinu Star eru
Gwyneth Paltrow og Matthew Morrison
afskaplega hrifin hvort af öðru.
NORDICPHOTOS/GETTY