Fréttablaðið - 12.04.2011, Qupperneq 41
ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl 2011 25
„Þetta er náttúrulega bara bilun,“
segir Gísli Örn Garðarsson, einn
af forsvarsmönnum leiklistar-
hópsins Vesturport. Yfir fimm-
tíu manna hópur frá Vesturporti
og Borgarleikhúsinu flaug til St.
Pétursborgar í gær en þar mun
afhending evrópsku leiklistar-
verðlaunanna fara fram 17. apríl.
Eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum hlýtur Vesturport þennan
mikla heiður en þarf, réttara sagt
neyðist, af þeim sökum að setja
upp tvær sýningar; annars vegar
Hamskiptin og hins vegar Fást.
Hamskiptin er tiltölulega ein-
föld sýning miðað við Fást því
sú síðarnefnda krefst gríðarlegs
undirbúnings hjá sviðslistarfólki,
strengja þarf net yfir allan salinn
og það er ekki sama hvernig það
er gert, öll öryggisatriði þurfa að
vera í lagi. „Verkin verða svo bara
sýnd einu sinni, síðan er sviðs-
myndin tekin niður. Og það er
ekkert selt inn á þessar sýningar
heldur eru þær bara í boði fyrir
fjölmiðla og fólk í bransanum;
þetta er bara svona „showcase“,“
útskýrir Gísli en bætir því við að
þau séu öll afar spennt og hlakki
mikið til.
En þessi törn og stutti tími milli
sýninga þýðir að menn verða að
vinna á vöktum allan sólarhring-
inn á meðan á havaríinu stendur.
„Hamskiptin eru sýnd 13. apríl og
Fást 15. apríl þannig að við verð-
um að láta hendur standa fram úr
ermum og nýta allan tímann vel.“
- fgg
Vesturport á vöktum í Pétursborg
BRJÁLUÐ VINNA Gísla og félaga bíður
mikil vinna en Vesturport sýnir Ham-
skiptin og Fást á aðeins þremur dögum
í sama leikhúsinu. Unnið verður á sólar-
hringsvöktum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eftir sambandsslitin við Just-
in Timberlake hefur leikkonan
Jessica Biel ákveðið að losa sig
við allar gjafirnar sem hann
hafði gefið henni í
gegnum tíðina.
„Hún gaf aðstoð-
arkonu sinni Rolex
úr og viðskipta-
félaga sínum gaf
hún demants-
armband og
eyrnalokka
í stíl. Jess-
ica vill ekki
eiga hluti sem
minna hana á
sambandið,“
var haft
eftir innan-
búðarmanni.
Skartið sem
Biel er að
láta frá sér
kostar sitt og
því hljóta vinir
hennar að vera
bæði þakklátir
og ánægðir.
Gjafmild
stjarna
GJAFMILD Jessica Biel
hefur ákveðið að losa
sig við allar gjafirnar sem
Justin Timberlake hefur
gefið henni.
Bandaríski leikarinn Matthew
McConaughey viðurkennir að
þótt honum þyki ágangur pap-
arazza-ljósmyndara óþolandi
hefur hann sætt sig við að þurfa
að umgangast þá.
„Ég var orðinn þreyttur á
því að vera alltaf fúll út í þá.
Ég hugsaði með mér; „Er ég
tilbúinn að flytja eitthvert þar
sem þá er ekki að finna? Er ég
tilbúinn til að girða heimili mitt
alveg af?“ Og svarið var nei.
Þannig að ég ákvað að sætta
mig við þetta og takast á við það
eins vel og ég get,“ sagði leikar-
inn. Hann reynir þess í stað að
taka lífinu með ró og vera sam-
vinnuþýður þegar kemur að
myndatökum. „Ef ég er staddur
á ströndinni með börnin segi ég
við ljósmyndarana: „Smelltu af
og leyfðu okkur að vera svo í ró
og næði.“ Hingað til hafa þeir
virt það. Vissulega finnst mér
það þreytandi en mér finnst
þetta alls ekki óréttlátt.“ McCo-
naughey er kvæntur brasilísku
fyrirsætunni Camillu Alva og
saman eiga þau tvö börn.
Samvinnu-
þýður við
ljósmyndara
SAMVINNUÞÝÐUR Matthew McCon-
aughey og sambýliskona hans, Camilla
Alva, eru samvinnuþýð þegar smella á af
þeim mynd. NORDICPHOTOS/GETTY
Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 552 8300 ❚ thorsmork@thorsmork.is ❚ www.thorsmork.is
Þórsmörk
Fyrirtæki - skólar - vinahópar
Er hópurinn að huga að vorferð?
Komið í Húsadal og upplifið þessa náttúruperlu í aðeins 150 km
fjarlægð frá Reykjavík. Þórsmörk er sannkallað ævintýraland
náttúruunnenda með endalausum möguleikum á gönguleiðum
og útiveru þar sem jöklar, ár, fjöll og gróður kallast á í þessu
magnaða landslagi.
Fjölbreytt gisting
Í Húsadal er fjölbreytt aðstaða fyrir einstaklinga og hópa til
styttri eða lengri dvalar. Boðið er upp á gistingu í tveggja
manna herbergjum, smáhýsum og skálum.
Frábær aðstaða
Í glæsilegum funda- og veitingasal eru sæti fyrir um 100
manns, hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur eða
veisluhöld. Við getum boðið upp á fulla þjónustu í mat og drykk
fyrir hópa. Auk þess eru gufubað og sturtur á staðnum og hvað
er betra eftir hressandi gönguferð en að skella sér í gufu?
Fróðleikur um gosin.
Við bjóðum upp á fyrirlestur og myndasýningu um gosin í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi og
afleiðingar þeirra. Einnig skipuleggjum við gönguferðir, kvöldvökur, leiki, grillveislur og gerum tilboð
í akstur. Hafið samband eða farið á vefsíðu okkar www.thorsmork.is til að fá frekari upplýsingar.
Sjáumst í Mörkinni!