Fréttablaðið - 12.04.2011, Síða 42
12. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR26
sport@frettabladid.is
GUÐJÓN SKÚLASON hætti í gær sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Keflavík er því þjálfaralaust
í karla- og kvennaflokki. Guðjón hætti þar sem hann sagðist ekki hafa náð markmiðum sínum með liðið. Gunnar
Jóhannsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði deildina stefna á að klára þjálfaramálin í vikunni.
Sigurður Ingimundarson, fyrrum þjálfari Keflavíkur, er á meðal þeirra sem koma til greina í starf þjálfara karlaliðsins.
THE GOLF
CHANNEL
EIN FLOTTASTA SJÓNVARPSSTÖÐ SINNAR
TEGUNDAR Í HEIMINUM FYLGIR FRÍTT MEÐ
ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT.
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
MAN. UTD.
GEGN
CHELSEA
Í KVÖLD KL. 18:30
ÞAÐ ER ALLT EÐA EKKERT Á OLD TRAFFORD
18:00 Meistaradeildin – upphitun
18:30 Man. Utd. – Chelsea
18:30 Shakthar Donetsk – Barcelona
20:40 Meistaramörkin
Í KVÖLD
18:00 Meistaradeildin – upphitun
18:30 Tottenham – Real Madrid
18:30 Schalke – Inter
20:40 Meistaramörkin
Á MORGUN
KÖRFUBOLTI Teitur Örlygsson, þjálf-
ari Stjörnunnar, var svo undrandi
á lélegri frammistöðu síns liðs í
gær að hann hreinlega glotti er
blaðamaður hitti á hann eftir leik.
„Þetta var flenging. Það er ekki
hægt að neita því. Við lentum líka
á mjög góðu KR-liði sem var að
hitta vel. Við áttum líka hlut að
máli enda vorum við að hleypa
þeim í auðveld skot. Þeir fengu
að spila eins og þeim hentar best.
Þetta var ekta KR-leikur en ekki
ekta Stjörnuleikur. Það sem ég
er svekktastur með er að mitt lið
mætir ekki til leiks,“ sagði Teitur
vonsvikinn.
Hans lið hafði ekki spilað í ell-
efu daga og var eðlilega nokkuð
ryðgað. Teitur vildi þó ekki nota
það sem afsökun.
„Það væri rosalega gáfulegt hjá
mér að hoppa á þetta og nota sem
helvítis afsökun. Ég hef bara ekki
geð í mér til þess að gera það. Með-
alaldurinn í þessu liði er í kring-
um 27 ár. Þetta eru engin börn.
Þeir eiga að vita betur,“ sagði Teit-
ur heiðarlegur og bætti við. „Það
fór allt loft úr okkur of snemma
og þá var þetta fljótt að fara upp
í 30 stig. Þessi flenging hlýtur að
brýna okkur fyrir næsta leik. Það
kemur í ljós á fimmtudaginn hvort
við höfum eitthvað í þetta einvígi
að gera.“
Hrafn Kristjánsson, þjálfari
KR, var rólegur og yfirvegaður
eftir leik. „Enginn leikur er auð-
veldur en vörnin sem við spilum í
seinni hálfleik er afrakstur þrot-
lausra æfinga,“ sagði Hrafn en
hann var að vonum ánægður með
strákana sína sem mættu algjör-
lega tilbúnir til leiks.
„Við keyrum allar æfingar á
hröðu tempói og það skilar sér
síðan í hröðum leik. Hugsandi
menn hreyfa fæturna hægar. Þetta
er frábær byrjun og dýrmætt að
geta hvílt menn eins og Fannar
fyrirliða í dag,” sagði Hrafn en
Fannar Ólafsson gat ekki leikið
vegna meiðsla en beið á bekknum
ef á þyrfti að halda.
Næsti leikur liðanna fer fram í
Garðabænum á fimmtudag. - hbg
Þjálfarar KR og Stjörnunnar voru að vonum missáttir eftir leikinn í gær:
Fríið engin afsökun fyrir tapinu
HEITUR TEITUR Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var líflegur á hliðarlínunni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI KR-ingar unnu fyrstu
orrustuna gegn Stjörnunni um
Íslandsmeistaratitilinn í gær.
Stjarnan hékk í KR í fyrri hálf-
leik en í þeim síðari settu KR-ing-
ar í fluggírinn og skildu Stjörn-
una eftir. Niðurstaðan ótrúlegur
30 stiga sigur, 108-78. Ryðgað-
ir Stjörnumenn þurfa því held-
ur betur að girða sig í brók fyrir
næsta leik ef ekki á illa að fara.
Tapið í gær var ekkert annað en
neyðarlegt.
KR mætti til leiks án fyrirlið-
ans síns, Fannars Ólafssonar, sem
er meiddur í lærinu. Hann var þó
til taks á bekknum ef á þyrfti að
halda. Ekki kom til þess. Það verð-
ur að viðurkennast að mætingin á
þennan fyrsta úrslitaleik olli mikl-
um vonbrigðum og vantaði sárlega
fleiri Garðbæinga í húsið. Það var
engu líkara en það hefði gleymst
að auglýsa leikinn í Garðabæ.
Stemningin var síðan eftir því –
ekki nógu góð.
Hvað um það. KR tók völdin í
upphafi og Hreggviður Magnús-
son, sem kom inn fyrir Fannar,
lék eins og andsetinn í upphafi og
raðaði niður körfunum. Í stöðunni
21-9 tók Teitur, þjálfari Stjörn-
unnar, leikhlé sem skilaði sínu
því ryðgaðir Stjörnumenn komust
aftur inn í leikinn.
Hraðinn í leiknum var ekk-
ert sérstakur og er að hluta um
að kenna slökum dómurum sem
flautuðu á nákvæmlega allt. Línan
svona fimm sinnum strangari en í
úrslitakeppninni til þessa og dóm-
ararnir voru hreinlega að drepa
leikinn með stanslausum flautu-
konsert. Þess utan vantaði meiri
ákefð og grimmd í leikmenn lið-
anna. Fyrri hálfleikur því lítið
fyrir augað.
KR var alltaf skrefi á undan
þökk sé stórleik Brynjars Þórs og
Hreggviðs. Alltaf þegar KR virt-
ist ætla að stinga af kom Stjarnan
til baka leidd af sjóðheitum Shouse
og Lindmets. Nokkuð munaði um
að Jovan fékk fjórar villur í hálf-
leiknum og gat því takmarkað spil-
að. Engu að síður aðeins átta stiga
munur í hálfleik, 56-48, en Brynjar
setti niður glæsilegan flautuþrist í
lokin og kórónaði góðan hálfleik.
KR-ingar byrjuðu síðari hálf-
leik með látum. Náðu 10-2 kafla
og 16 stiga forskoti, 66-50. Brynj-
ar Þór og Walker kraumandi heitir
og Stjarnan átti engin svör. 87-66
eftir þriðja leikhluta og ballið svo
gott sem búið. Algjör stórskotasýn-
ing hjá KR-ingum.
KR-hraðlestin hélt uppteknum
hætti í síðari hálfleik og hrein-
lega niðurlægði Garðbæinga
sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð.
„Sjálfstraustið er í lagi hjá mér
þessa dagana. Þeir voru að gefa
mér nokkuð opin skot sem ég náði
að setja niður,“ sagði brosmildur
Brynjar Þór Björnsson, leikmað-
ur KR, eftir leikinn.„Við sendum
ákveðin skilaboð. Þeir héldu í við
okkur í 20 mínútur en þeir halda
ekki í við okkur í 40 mínútur.“
henry@frettabladid.is
Föst flenging í
fyrsta leik
KR-ingar voru með refsivöndinn á lofti í Frostaskjóli
í gær og hreinlega flengdu Stjörnuna í fyrsta leik
liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.
SJÓÐANDI HEITUR Brynjar Þór Björnsson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og
átti enn einn stórleikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Iceland Express-deild karla:
KR-Stjarnan 108-78
KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus
Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst,
Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot,
Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsend-
ingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri
Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson
3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr
Ingason 3.
Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar,
Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson
12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst,
Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli
Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst,
Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2.
ÚRSLIT