Fréttablaðið - 12.04.2011, Síða 43

Fréttablaðið - 12.04.2011, Síða 43
ÞRIÐJUDAGUR 12. apríl 2011 27 GOLF Charl Schwartzel lét verkin tala þegar mest á reyndi á Mast- ers-mótinu í golfi á lokahringum á sunnudag. Hinn 26 ára gamli Suður-Afr- íkumaður fékk fjóra fugla á síð- ustu fjórum holunum á Augusta- vellinum og tryggði sér græna jakkann á fyrsta risamóti ársins. Samtals lék hann hringina fjóra á -14 en Ástralarnir Jason Day og Adam Scott deildu öðru sætinu á -12. Rory McIlroy frá Norður- Írlandi var með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn en hann stóðst ekki pressuna og lék lokahringinn á 80 höggum. Tiger Woods sýndi gamla takta og blandaði sér í baráttuna en hann endaði á -10. - seth Masters-mótið í golfi: Schwartzel fékk græna jakkann GRÆNI JAKKINN Phil Mickelson klæðir hér Schwartzel í hinn fræga græna jakka sem sigurvegarinn fær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Man. Utd og Chelsea mæt- ast í kvöld í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Old Trafford en Man. Utd gerði sér lítið fyrir í fyrri leiknum á Stam- ford Bridge og vann, 0-1. „Við erum á fínni siglingu þessa dagana. Þegar við komumst á svona skrið er erfitt að eiga við okkur. Það keyrir leikmennina áfram að vera á slíkri siglingu. Það er mjög gott á þessum tíma þar sem hver leikur er eins og bikarúrslitaleikur,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. „Leikmennirnir þrífast á mik- ilvægi þessara leikja. Það skiptir því engu þó svo ég þurfi að gera miklar breytingar eins og um helgina. Stundum getur maður efast um slíkar breytingar en þegar við erum á siglingu og stemning í hópnum þá skiptir ekki máli hver spilar hverju sinni.“ Man. Utd mun endurheimta Wayne Rooney í kvöld enda er hann ekki í banni í Meistaradeild- inni. United á enn möguleika á að landa þrennunni eins og árið 1999. Ferguson er þó enn með báða fætur á jörðinni. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en 1999. Þá lentum við ekki í neinum meiðslavandræðum. Við höfum staðið okkur frábærlega þrátt fyrir allt mótlætið. Ég veit ekki hvernig við förum að þessu.“ Frá því að Roman Abramovich keypti Chelsea hefur liðið unnið allt nema Meistaradeildina. Það var alltaf markmið Abramovich og Ferguson segir að málið sé orðið að þráhyggju hjá Rússanum. „Þess vegna keypti hann Torres. Þetta er þráhyggja hjá Roman sem veit hvað hann vill,“ sagði Sir Alex. - hbg Chelsea á erfitt verkefni fyrir höndum eigi að vinna upp forskot Man. Utd í kvöld: Ferguson ekki að hugsa um þrennuna BREIKDANS? Nei, þetta er Wayne Rooney að fagna sigurmarkinu í fyrri leiknum á afar sérstakan hátt. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Nýting jarðhita við Gráuhnúka fyrir Hellisheiðarvirkjun Mat á umhverfisáhrifum nýtingar jarðhita við Gráuhnúka fyrir Hellisheiðarvirkjun verður kynnt almenningi í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Húsið er opið frá kl. 16:30 til 18:30. Þar verða til sýnis kynningarspjöld um framkvæmdina. Kynningarspjöldin verða til sýnis til 10. maí og eru aðgengileg á skrifstofutíma. Allir velkomnir – Orkuveita Reykjavíkur Fimmtudaginn 14. apríl kl. 17:00 Hellisheiðarvirkjun nýtir jarðvarma til rafmagns- og heitavatnsframleiðslu www.or.is Mat á umhverfisáhrifum ÍS LE N SK A /S IA .I S/ O R K 5 45 04 0 4/ 11 FÓTBOLTI Andy Carroll var hetja Liverpool í gær er það vann sann- færandi 3-0 sigur á Man. City á Anfield. Carroll skoraði tvö marka Liverpool í leiknum. „Þetta var frábær dagur og snilld að ná fyrsta markinu fyrir Liverpool. Hvatningin sem ég hef fengið frá stuðningsmönn- um félagsins hefur hjálpað mér mikið. Það er frábært að vera hérna,“ sagði afar kátur Carroll. „Það var virkilega sætt að skora fyrra markið. Að sjá bolt- ann liggja í netinu var einstakt. Ég vissi að ég myndi skora. Við settum pressu á þá í þessum leik og það skilaði mörkum snemma. Það skilaði sigrinum.“ Hollendingurinn Dirk Kuyt skoraði hitt mark Liverpool í leiknum. - hbg Liverpool skellti Man. City: Carroll sá um Man. City FYRSTU MÖRKIN Andy Carroll er byrj- aður að skora fyrir Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.