Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 42

Fréttablaðið - 16.04.2011, Page 42
2 matur NOKKRIR GÓÐIR DAGAR Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Pennar: Friðrika Benónýsdóttir Júlía Margrét Alexandersdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagn@365.is GÓÐ HUGMYND Þeir sem ætla að gefa páskaegg um páskana geta bætt um betur með því að lauma hring, persónulegum skilaboðum, málshætti eða einhverj- um öðrum sniðugheitum inn í eggið. Söluaðilar sem á annað borð búa til páskaegg bjóða flestir viðskiptavin- um sínum þennan möguleika. Sumir einskorða þjónustuna við eigin fram- leiðslu en aðrir taka við öllum gerðum páskeggja. Þjónustuna þarf sjaldnast að panta með miklum fyrirvara, nema þegar óskað er eftir sérstakri tegund eggja eða stóru upplagi; yfirleitt er nóg að mæta á staðinn og bíða meðan gert er að egginu. Persónuleg páskaegg Páskarnir eru alltaf svolítið áreiðanlegir. Öfugt við jólin ber páskana alltaf upp á sama vikudegi, eru alltaf að minnsta kosti fimm daga samfleytt frí, og enginn þarf að spá í því hvort það verði branda- páskar eða stórubrandapáskar. Skírdagur á fimmtudegi og annar í pásk- um á mánudegi. Nokkuð traust og enginn er svikinn af kærkomnum hvíldardögum. Það er ekki erfitt að festa yndi við þennan tíma því þar að auki er undirbúningurinn léttur í maga. Páskaboðin ekki eins og langavitleysa, engir páskagjafalistar og náttföt, útvarp, þögn og súkkulaði á boð- stólum. Einmitt vegna þess að ekki þarf að hengja upp seríur, græja tré og hringja á jólasvein gefst einkar góður tími til að nostra við páskamatseðilinn og gefa sér tíma í að, tja … til að mynda stinga 100 hvítlauksgeirum í lambalærið (hreinasta sælgæti). Eða leggjast yfir for- rétt og setja stefnuna á að hann minni á listmun að nostri loknu. Svona að minnsta kosti hjá þeim dverghögu. Klambrararnir sætta sig þá bara við sjónrænt stórslys á diski sem bragðast þá í það minnsta kannski vel. Svo ekki sé minnst á súkkulaðið (þegar hér er komið við sögu hljóma ég kannski eins og trúvillingur með tilhneigingu til ofáts sem nýtir páskafríið í að troða sig út en það má auðvitað ekki gleyma þeirri staðreynd að páskarnir eru hátíðin sem kristin trú snýst um. Og maður leiðir auðvitað hugann að því á milli mála.) Matarblaðið í dag er helgað þeim dásamlegu páskadög- um sem fram undan eru. Lambahryggvöðvi er borinn fram grill- aður með eplasalati og sætkartöflukró- kettum. Norðurlanda- meistarinn í súkk- ulaði snarar fram spennandi eftirrétti úr páskaeggjum og rúsínan er þriggja rétta matseðill, þar sem egg spila stórt hlutverk í hverjum rétti, þar á meðal klassískur eggjapúns í eftirrétt. Til hátíða- brigða Annað kjöt en fuglakjöt F For-réttur A Aðal- réttur E Eftir- réttur Hollt M Með-læti Sætindi SÖRUKREM ½ l rjómi 150 g suðusúkkulaði eða mjólkursúkkulaði að eigin smekk og dálæti Rjómi soðinn upp og súkku laði látið bráðna í rjómanum. Geymt í kæli yfir nótt og síðan þeytt upp eins og rjómi. KEXMULNINGUR 50 g smjör 50 g hveiti 50 g sykur 50 g möndlumjöl eða fínt saxaðar möndlur Hrærið öllu saman og bakið í ofni við 170°C í kurli þar til stökkt. Látið kólna. PÁSKAEGGJAÁBÆTIR MEÐ GULRÓTARSÚPU OG RJÓMAÉ g borða sjálfur ekki bita af súkkulaði um páskana því ég er í aðhaldi fyrir heimsmeistarakeppn- ina í haust og veit ég verð kaffærður í súkkulaði þegar æfingar hefjast fyrir alvöru í sumar,“ segir Ásgeir Sandholt sætabrauðsmeistari, sem á veg og vanda að páskaábæti blaðsins, en þar teygir hann notkun venjulegra páskaeggja yfir á ábætisdiska þar sem unaðsleg fylling er stökk- ur kexmulningur og svalt Söru- krem með kaldri gulrótarsúpu og vanillurjóma. Ásgeiri verður ekki skotaskuld úr því að snara fram frumlegum og lostætum ábætisréttum því hann hefur um árabil verið marg- verðlaunaður eftirréttameistari íslenska kokkalandsliðsins og lenti nýverið í 1. sæti hinnar virtu Barry Callebaut-súkkulaðimeist- arakeppni í Kaupmannahöfn. Þá keppir hann um heimsmeistara- titil í súkkulaði í París í október. Ásgeir handgerir páskaegg í hundraðavís með eigin góðgæti. „Til að brjóta upp hefðbundið eggjaform geri ég nú stolta páska- hana úr súkkulaði, en árlega koma til mín fastir viðskipavinir sem fylla páskaegg sinnar heittelsk- uðu með demöntum, bíllyklum, flugmiðum eða öðru óvæntu, en málshættirnir eru líka einstakir Það læknar ENGINN LOSTANN Ásgeir Sandholt konditor er fremstur allra á Norðurlöndum þegar kemur að bragði, áferð og útliti súkkulaðis. Páskaábætir Ásgeirs er unaðsleg upplifun. Ásgeir Sandholt, sætabrauðsmeistari í Bakarí Sandholt og nýkrýndur Norður- landameistari í súkkulaði. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Páskaegg með svölu Sörukremi, kexmulningi, gulrótarsúpu og vanillurjóma er ævintýraupplifun fyrir bragðlaukana og fallegur ábætir fyrir augað á páskadags- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN því þá samdi Dagur Gunnars- son blaðamaður í eigin húmor á Spáni,“ segir Ásgeir og nefnir gömul sannindi og ný í einum af málsháttum Dags: „Það læknar enginn lostann“. - þlg GULRÓTARSÚPA 2 gulrætur 1 ástaraldin Pressið safa úr gulrótum og skafið inni- hald úr ástaraldini. Blandið saman og berið fram kalt. VANILLURJÓMI Léttþeyttur rjómi með ögn af sykri og vanillukornum. Kljúfið í sundur lítil páskaegg, eða bræðið súkkulaði í páskaeggjamót heima. Setjið kexmulning í botn annars páskaeggja- helmingsins og kælt Sörukrem í kúlu þar ofan á. Tyllið hinum helmingi páskaeggs- ins ofan á ásamt meiri kexmulningi, berið fram með gulrótarsúpu og vanillurjóma og skreytið enn frekar með sælgæti eða súkkulaðiskrauti. Athugið að einnig má nota tilbúið kex í kexmulning, sem þá er malað í matvinnsluvél. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.