Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 8
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 REYKJAVÍKURBORG „Að öllu saman- lögðu og virtu er þetta vanhugsað gönuhlaup sem best og réttast er að afturkalla alveg eða í það minnsta fresta því í ár,“ segir í ályktun aðalfundar Húseigendafélagsins um svokallaða fimmtán metra reglu í sorphirðu sem borgaryfir- völd í Reykjavík eru að innleiða. „Verði þessi ósköp og endaleysa keyrð í gegn með óhjákvæmilegu klúðri og vandræðaástandi og verði fimmtán metra reglan ekki talin hafa stoð í lögum þá er illu verr af stað farið en heima setið. Er skorað á borgaryfirvöld að taka sönsum og auka hvorki vanda sinn né borgarbúa frekar en orðið er með fyrirhyggjuskorti, hörku og óbilgirni í þessu viðkvæma mál,“ segir Húseigendafélagið. „Þetta breytta fyrirkomulag og þær viðbótarálögur sem af því leiðir þykir glórulaust og erfitt eða ómögulegt í framkvæmd. Það þykir óréttlátt og fer í bága við réttar-, skatta- og sanngirnisvit- und fólks. Með því er farið á nýjar brautir og vikið frá grundvallar- reglum um jöfnuð og jafnræði við skiptingu kostnaðar vegna sam- félaglegrar þjónustu óháð stað- setningu. Það er vafasamt að þetta fyrirkomulag og aukagjaldtaka hafi fullnægjandi lagastoð,“ segir Húseigendafélagið, sem sér fyrir að framkvæmdin verði tómt klúður með fjúkandi sorpi og sorpílátum í reiðileysi. „Það yrði ljótur blettur á höfuðborginni og borgarbragn- um. Borgin á betra skilið og íbúar hennar og gestir líka.“ - gar Húseigendafélagið segir fimmtán metra regluna í sorphirðu í Reykjavík glórulausa: Efast um lögmæti 15 metra reglu RUSLATUNNA Húseigendafélagið segir skattasérfræðing álíta að óheimilt sé að innheimta sérstakt gjald vegna fjar- lægðar tunnu frá götu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1. Hvaða flokkur er talinn sigur- vegari finnsku þingkosninganna? 2. Hvers lenskir eru rabbína- nemarnir tveir sem leita að gyð- ingum hér á landi þessa dagana? 3. Hversu gömul er hljómsveitin Greifarnir? SVÖR: 1. Flokkurinn Sannir Finnar. 2. Banda- rískir. 3. 25 ára. Nýjungar frá Milda NÝTT Milda til þeytingar og matargerðar inniheldur einungis 26% fitu. Bragð og áferð eins og besti rjómi en bara fituminni. Veldu léttari kost í þína matargerð, veldu Milda. Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. HEILBRIGÐISMÁL Formaður Lækna- félags Íslands segir vanta á bilinu 60 til 80 lækna inn í fjöldatölur yfir lækna sem starfa á Íslandi. Samkvæmt nýjustu tölum frá Landlæknisembættinu störfuðu 1.146 læknar hér á landi á síð- asta ári og fækkaði þeim um 21 frá árinu á undan. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélagsins, segir land- læknisembættið einnig taka með lækna sem starfa eingöngu erlendis, en séu þó með lögheim- ili hér á landi. „Fyrir fimm árum voru varla t i l l æ k n a r sem störfuðu erlend is en voru með lög- heimili hér,“ segir hún. Sé miðað við samnorrænar áætlanir frá árinu 2005 áttu að vera starf- andi um 1.200 læknar hér á landi árið 2011. Birna segir nú ljóst að þær áætlanir hafi ekki tekist. „Við finnum sárlega fyrir því að það vantar lækna. Bæði almenna lækna til að manna vaktir á spítölum og sérfræðinga. Þá sér í lagi heimilislækna.“ Fréttablaðið birti greinar í marsmánuði um fjölda íslenskra lækna sem dvelja erlendis, sem eru um þriðjungur af heildar- fjöldanum. Tekið er til greina að þó nokkur fjöldi þeirra sé búsettur erlend- is vegna náms og muni þá koma heim að því loknu, en Birna segir það hafa verið að dragast saman á síðustu árum. Nauðsynlegt sé að fá ungu læknana til baka hingað til lands að námi loknu til þess að sinna þörfum landsmanna. - sv Formaður Læknafélagsins segir vanta upp á tölur Landlæknis um fjölda lækna: Segir lækna vanta sárlega hérlendis BIRNA JÓNSDÓTTIR 509 Alls voru 509 íslenskir læknar búsettir erlendis í janúar 2011. Samkvæmt tölum Landlæknis eru 1.146 starf- andi læknar hér á landi. EVRÓPUMÁL Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig sam- starf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðast liðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endur- skoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víð- tækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða ein- falda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsl- una af framkvæmd samnings- ins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknar- nefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samning- inn eru Norðmenn með ellefu tví- hliða samninga í gildi við Evrópu- sambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samn- inga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er ein- ungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES- samninginn, nefnilega Schengen- samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manu- els Barroso, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndar- innar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins í Brussel er Evrópusam- bandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutað- eigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Berg- mann Einars son, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefnd- ina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norð- menn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is Evrópska efnahags- svæðið endurskoðað Evrópusambandið er að kanna hvort rétt sé að hefja allsherjarendurskoðun á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Norðmenn eru fyrir sitt leyti nú þegar langt komnir með ítarlega rannsókn á reynslunni af samningnum. JENS STOLTENBERG OG JOSÉ MANUEL BARROSO Skriður komst á málin hjá Evrópu- sambandinu eftir að forsætisráðherra Noregs skýrði forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá starfi norsku nefndarinnar. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.