Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. apríl 2011 11 LÖGREGLUMÁL Tilkynning barst lögreglunni á Vestfjörðum undir síðustu helgi um mann sem væri hugsanlega í hjarta- stoppi í afgreiðslu Breiðafjarðar- ferjunnar við Brjánslæk á Barða- strönd. Svo heppilega vildi til að nærstaddir sáu hvað var að gerast og hófu strax lífgunar- tilraunir og náðu að koma við- komandi í gang aftur. Má því segja að skyndihjálparkunnátta þeirra sem á staðnum voru hafi bjargað þarna mannslífi, að sögn lögreglu. Læknir og sjúkrabíll frá heilsugæslunni á Patreksfirði komu síðan á staðinn og í fram- haldi var viðkomandi fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. - jss Skyndihjálp til bjargar: Hjartastopp í ferjuafgreiðslu ATVINNUMÁL Skráð atvinnuleysi var 4,5% af áætluðum mann- fjölda á Vestfjörðum í síðasta mánuði og er það lítils háttar fjölgun frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Meðalfjöldi atvinnulausra í mánuðinum var 160, 96 karlmenn og 64 konur, og fjölgaði um þrett- án manns á atvinnuleysisskrá frá því í febrúar. Í lok mánaðarins voru þó 177 án atvinnu, 100 karl- menn og 77 konur. Flestir voru án atvinnu í Ísafjarðarbæ, eða 109, 57 karlmenn og 52 konur. Næst kemur Bolungarvík, þar sem 26 voru skráðir atvinnu- lausir, sextán karlmenn og tíu konur. Í Súðavíkurhreppi voru tólf á skrá og fjórtán í Vestur- byggð. Atvinnuleysi á Vestfjörðum: Flestir atvinnu- lausir á Ísafirði STJÓRNMÁL Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknar- kvenna lýsir yfir algjörri van- þóknun á skopmyndateikningu, sem birt var í Morgunblaðinu á laugardag og sýnir Siv Friðleifs- dóttur alþingismann sem vændis- konu. Stjórnin telur að blaðið og teiknarinn hafi farið langt yfir velsæmismörk og vegi að þing- konunninni með afar ósmekk- legum hætti. Í yfirlýsingu sem teiknarinn sendi frá sér í gær kemur fram að hann hafi beðið Siv afsökunar. Framsóknarkonur mótmæla: Lýsa vanþókn- un á skopmynd ÞINGMAÐUR Skopmyndin sýndi Siv Frið- leifsdóttur alþingismann með óviðeig- andi hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNINGARMÁL „Með sanni má segja að hér í bæ hafi byggst upp eitt af fáum lista- mannasamfélögum á Íslandi,“ segir bæjar- ráð Hveragerðis, sem ætlar að styrkja gerð heimildarmyndar um götu í bænum sem kölluð er Skáldagata. Það er Morten Ottesen sem gerir mynd- ina um Skáldagötu, sem réttu nafni heitir Frumskógar. Við þá götu bjuggu meðal annarra á fimmta, sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar Jóhannes úr Kötlum skáld, rithöfundarnir Kristmann Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk og Gunnlaugur Scheving listmálari. Ríkharður Jónsson myndlistarmaður átti þar sumarhús. Í næstu götu, Bláskógum, bjuggu síðan fleiri listamenn. Ódýrar lóðir og möguleikinn á að kynda húsin með jarðhita voru meðal þeirra ástæðna sem lágu að baki ásókn listamanna í að byggja sér heimili í Hveragerði. Bæjar- ráðið segir hugmyndir Mortens metnaðar- fullar og að þær geti orðið til að tryggja varðveislu menningararfs Hvergerðinga. Heildarstyrkur bæjarins til gerðar myndar innar er metinn á 600 þúsund krónur. Annar helmingur hans á að felast í vinnuframlagi bæjarstarfsmanna, aðstöðu og tækjum en hinn helmingurinn verður beinn fjárhagslegur stuðningur. - gar Hveragerðisbær styrkir mynd um Frumskógana sem kallaðir voru Skáldagata: Gera heimildarmynd um skáldanýlendu HVERAGERÐI Skáld og aðrir listamenn þyrptust til Hveragerðis um miðja tuttugustu öldina til að búa sér heimili fjarri skarkala höfuðuborgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AKUREYRI Uppsöfnuð skuld Skautahallarinnar á Akureyri við Norðurorku nam 3,8 milljónum króna um síðustu áramót. Leggur íþróttaráð bæjarins til við bæjar- ráð að aukafjárveiting, til greiðslu skuldarinnar, verði samþykkt. Vikudagur á Akureyri segir frá. Fram kemur að á síðasta fundi íþróttaráðs hafi framkvæmda- stjóri íþróttadeildar lagt fram yfirlit yfir orkukostnað í Skauta- höllinni síðustu ár sem sýni að hann hafi aukist umfram framlög bæjarins. - bþs Orkukostnaður Skautahallar: Skuldar tæpar fjórar milljónir E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 6 6 Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is Miðvikudagur 20. apríl opið 11-19 Skírdagur LOKAÐ Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 23. apríl opið 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ VÍNBÚÐIRNAR UM PÁSKANA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.