Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 26
19. APRÍL 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● kaffi ●HANDFREYDD MJÓLK Í SUNNUDAGSKAFFIÐ Mörgum finnst gott að dekra við sig með rjúk- andi cappuccino eða latte á góðum degi. Margar heimsóknir á kaffihús geta þó komið við pyngjuna og þá er gott að geta hellt upp á heima. Þeir sem ekki eiga espresso-vél þurfa heldur ekki að láta sér nægja uppá- helling heldur geta þeytt mjólk í þykka froðu með einföldum aðferðum. Mjólkin er hituð í potti þar til fer að rjúka en á ekki að sjóða. Kjörhitastig til að freyða mjólk er í kringum 60 gráður. Hægt er að nota rafhlöðudrifna mjólkurþeytara sem fást víða og þurfa ekki að kosta mikið. Mjólkin er þá þeytt í bollanum. Froðan verður reyndar ekki mjög þykk en vel brúkleg hvunndags. Einnig er hægt að freyða mjólkina með þar til gerðum könnum með pumpu. Þá er heitri mjólkinni hellt í könnuna og strokkað í eina mínútu, jafnvel lengur, þar til mjólkin freyðir vel. Töfrasproti er líka vel brúklegur til að freyða mjólk, sérstaklega ef fleiri eru í kaffi. Heitri mjólkinni er hellt í hátt ílát og töfrasprotanum dýft á kaf áður en hann er settur af stað, passa að hafa hann ekki á hæstu stillingu, og hreyfa hann upp og niður. Eftir um það bil eina mínútu fer mjólkin að freyða vel. Svo eru auðvitað til sjálfvirkir mjólkurþeytarar sem þú stingur ein- faldlega í samband, ýtir á takka og færð þykkfreydda mjólk eftir nokkrar sekúndur. Mjög þægilegt ef þú ert ekki fyrir neitt vesen. ● VINSÆL OG EINFÖLD AÐFERÐ Pressukannan hefur verið mjög vinsæl í gegnum tíð- ina. Hún er einnig kölluð frönsk pressa og er oft notuð á fínni veitinga- húsum til að hella upp á til að viðskipta- vinir sjái að kaffið sé ný- brugg- að. Að- ferðin er einföld. Kaffið er sett í könnuna, heitu vatni hellt yfir og hrært í. Lokið er síðan sett á en beðið með að þrýsta því niður í nokkrar mínútur. Miðað er við að setja eina kaffiskeið á móti hverjum tveimur bollum, en kaffið þarf að vera grófmalað. ● KOSTIR OG GALLAR KOFFÍNS Koffín er frá nátt- úrunnar hendi í kaffi, kakói, tei og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín hefur ýmis áhrif. Sé þess neytt innan hóflegra marka verkar það fyrst og fremst örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið. Það veldur útvíkkun æða og örari hjartslætti og eykur blóðflæði til allra líffæra. Þar að auki hefur koffín áhrif á öndun, örvar melt- ingu og eykur þvagmyndun. Í of miklu magni getur koffín haft óæskileg áhrif. Það getur valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíðatilfinningu. www.visindavefur.is ● KAFFIDRYKKJA Fyrstu heimildir um kaffidrykkju og kaffiplöntur eru frá fimmtándu öld, en þær greina frá því að kaffi hafi verið ræktað og drukkið í Sufi-klaustrum skammt undan hafnarborginni Mokha í Jemen. Talið er að kaffið hafi verið ristað þar og lagað með svipuðum hætti og tíðkast nú almennt. Á næstu áratugum breiddist þessi siður til ann- arra ríkja í Mið-Austurlöndum og þaðan með sæförum til Hol- lands, Ítalíu og annarra Evrópu- landa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.