Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 32
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Halldór Halldórsson fyrrverandi slökkviliðsmaður Keflavíkurflugvelli, Sautjándajúnítorgi 7, Garðabæ, lést á hjartadeild Landspítalans 10. apríl. Útförin mun fara fram miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.00 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Vigdís Ketilsdóttir Halldór Halldórsson Rannveig Rögnvaldsdóttir Anton Ketill Halldórsson Ólöf Björk Halldórsdóttir Jónas Friðrik Hjartarson og barnabörn. Minn elskaði sonur, eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Ragnar J. Ragnarsson lést laugardaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.00. Stasía Jóhannesson Steinunn Magnúsdóttir Ragnhildur Ragnarsdóttir Birgir Ragnarsson Hlíf Þorgeirsdóttir Eyþór Ragnarsson Torfhildur Sigurðardóttir Dennis D. Jóhannesson Hjördís Sigurgísladóttir Linda Ragnarsd. Jóhannesson Jónbjörn, Ragnar, Þórey, Irja, Rakel, Daníel Snær, Dagur Steinn. 50 ára afmæli Helga Ragnarsdóttir, fótaaðgerðarfræðingur og fl ugfreyja, verður 50 ára 22. apríl. Við hjónin bjóðum ætting jum og vinum að koma á skírdag 21. apríl milli kl. 17.00 og 21.00 á heimili okkar að Norðurvöllum 34, Kefl avík, og eiga með okkur góða stund. Helga og Óskar Móðir mín og amma, Ása Beck andaðist laugardaginn 16. apríl á Landspítalanum á Fossvogi. Magnús Haukur Jökulsson Þórunn Elín Magnúsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför Eberhardts Marteinssonar Hvassaleiti 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Marteinn Eberhardtsson Steinunn Ragna Hauksdóttir Einar Eberhardtsson Hellen S. Helgadóttir Karen Eberhardtsdóttir Hilmar Eberhardtsson barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Báru Marsveinsdóttur Sólveig Magnúsdóttir Erling Sigurðsson Birna Lúðvíksdóttir Marsveinn Lúðvíksson Erna Lúðvíksdóttir Einar Jónsson Erla Lúðvíksdóttir Kristján Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Ragnars Valdimarssonar Lindasíðu 29, Akureyri. Sigrún Ásdís Ragnarsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Þórhallsdóttir áður til heimilis að Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Keflavík, föstudaginn 15. apríl. Útför hennar verður gerð frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 15.00. Þórdís Þormóðsdóttir Karl Steinar Guðnason Úlfar Þormóðsson Anna Kristín Arngrímsdóttir Hrönn Þormóðsdóttir Hallbjörn Sævars Logi Þormóðsson Anna Björg Þormóðsdóttir Erling Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Sigurður Sturluson frá Þverdal, Aðalvík, Faxabraut 13-15, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi föstudaginn 15. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.00. Kolbrún Sigurðardóttir Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir Hansína Sigurðardóttir Pétur Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þökkum allar þær fallegu og hlýlegu kveðjur sem okkur bárust vegna andláts Thors Vilhjálmssonar rithöfundar. Margrét Indriðadóttir Örnólfur Thorsson Margrét Þóra Gunnarsdóttir Guðmundur Andri Thorsson Ingibjörg Eyþórsdóttir Margrét Edda Örnólfsdóttir Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir Gunnar Thor Örnólfsson Svandís Roshni Guðmundsdóttir Sólrún Liza Guðmundsdóttir. „Núna hef ég mest dálæti á súrdeigsbrauði, en því miður fengum við lítið að smakka á meðan löngunin óx til að baka margt af því norræna brauðmeti sem rannsóknin fjallar um,“ segir Lilja Árnadóttir, fagstjóri Munasafns Þjóðminja- safns Íslands, nýkomin heim frá Stokkhólmi þar sem niður- stöður voru kynntar úr samnorrænni rannsókn um brauð, bakstur og brauðneyslu á Norðurlöndum. Löng hefð er fyrir samstarfi safna á Norðurlöndun, en Lilja situr í NORSAM, samráðshópi norrænna safna sem efnt hefur til afmarkaðra samstarfsverkefna á sviði sam- tímavarðveislu og rannsókna. „Söfn leita nú í ríkari mæli leiða til að skrásetja og rann- saka hluti á meðan þeir enn eru lifandi, öfugt við það sem áður tíðkaðist þegar einblínt var á það sem liðið var,“ segir Lilja, en auk Þjóðminjasafns tóku Árbæjarsafn, Minja safnið á Akureyri, Byggðasafnið í Árnessýslu og Minjasafnið á Hnjóti þátt í verkefninu og fengu frjálsar hendur um val á viðfangsefni. „Flest völdu það sem einkennir þeirra heimaslóðir, eins og laufabrauð, hverarúgbrauð og vestfirskar hveitikökur, en einnig brauðmeti innflytjenda og heimabakstur, enda ætlunin að sýna fram á menningar- og samfélagslegan fjöl- breytileika þar sem brauð er í forgrunni,“ segir Lilja, og margt skemmtilegt kom upp úr brauðkistu hinna Norður- landaþjóðanna. „Það sem var skemmtilegt nú er að eistnesk söfn tóku þátt í verkefninu með sína inngrónu brauðmenningu þar sem fólk lifði á rúgbrauði öldum saman í gegnum hörm- ungar. Þá var einnig fjallað um skurðarhnífa í bakaríum, brauðsölu í stórmörkuðum, trúarlega siði og hjátrú brauðs, mikla öldu súrdeigsbrauða, kransakökur og danskt sæta- brauð til átu á pálmasunnudag, en þar er uppskriftin leynd- armál. Menn berjast því við að halda í hefðirnar og viðhalda kunnáttunni, enda gómsætur bakstur og oftast léttur í fram- kvæmd,“ segir Lilja. Í maí verða niðurstöður brauðrannsókna settar á braud- brunnur.is, en nú þegar má taka þar forskot á sæluna með fróðleik, frásögnum, sýningum, viðtölum og girnilegum uppskriftum. „Danskir og sænskir brauðbrunnar njóta mikilla vin- sælda, en þar kallast þeir brauðbankar. Við tókum með- vitaða ákvörðun um að nota ekki orðið banki og vildum frek- ar vísa í uppsprettu einhvers góðs,“ segir Lilja. Hún bætir við að brauðmenning Norðurlandanna sé lituð Miðjarðarhafsmenningu, en íslenskan bakstur einkenni fátækt af mjöli og hversu seint korn barst hingað til lands. „Laufabrauð, hverarúgbrauð og vestfirskar hveitikökur eru séríslensk fyrirbæri og allt sló það í gegn þegar við gáfum smakk á samfundi í Danmörku. Samvinna af þessu tagi er mikill innblástur og íslenskum söfnum mikilvægt að horfa aðeins út um gluggann og fá að læra af öðrum, en einnig að finna hversu mikið erindi við eigum í öðrum löndum og margt fram að færa með okkar menningararfi. Það er stóra gulrótin og blómið í afrakstrinum.“ thordis@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is BRAUÐBRUNNUR.IS: GEYMIR ALLT UM BRAUÐ OG BAKSTUR Á NORÐURLÖNDUM Við kunnum brauð að baka BRAUÐMÓT LIÐINNA TÍMA Lilja Árnadóttir með íslensk útskorin brauð- mót sem lögð voru ofan á brauðhleif fyrir bakstur. Með því myndaðist fagurt munstur eða áletrun í brauðið, en myndin er spegilmynd. Bakstur með brauðmótum tíðkaðist á Íslandi í gamla daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.