Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 19. apríl 2011 Fyrirtækið SegVeyjar í Vest- mannaeyjum er fyrsta Segway- leigan á landinu. „Eftirspurnin er svolítið bundin við blíðuna en við fáum miklar fyr- irspurnir og um leið og hjólin sjást á götunum,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sem á fyrir tækið SegVeyjar í Eyjum ásamt konu sinni Guðrúnu Mary Ólafsdóttur. Þau leigja út tíu hjól. Segway-hjól eru rafdrifin og þeim er stjórnað með hreyfingum líkamans. Hjólin eru umhverfis- væn og hljóðlát. „Við reiknum með að komast svona 28-33 kíló- metra, því hér eru brekkur og oft einhver mótvindur en fólk kemst upp á Eldfell, út á Stórhöfða og inn í Herjólfsdal og út á Eiði, og getur rúntað í bænum, allt á sömu hleðsl- unni,“ lofar Bjarni Ólafur og segir akkúrat engan vanda að stjórna hjólunum. „Fólk er svona frá tíu sekúndum upp í fimm mínútur að ná valdi á þeim.“ Hann segir fólk hæglega kom- ast um alla eyjuna á einum degi en upplagt sé að kaupa sér einhvers staðar kaffibolla á leið sinni. „Svo er taska framan á stýrinu þannig að hægt er að taka með sér nesti og setjast niður úti á Stórhöfða eða inni í Dal.“ Heimsíða fyrirtækisins er www. segwaytours.is - gun Á rafhjóli um Heimaey „Fólk er svona frá tíu sekúndum upp í fimm mínútur að ná valdi á hjólunum,“ segir Bjarni Ólafur í SegVeyjum. Menningar- og sögutengd göngu- ferð, söngur Bogomil Font og vatnsleikfimi er meðal atriða í páskadagskrá Bláa lónsins. Bogomil Font mun flytja suð- rænar kalypsóvísur með íslenskum textum við undirleik Davíðs Þórs Jónssonar á bökkum Bláa lónsins laugardaginn 23. apríl. Menningar- og sögutengd gönguferð verður á annan í páskum. Hún hefst klukk- an 13 við bílastæði Bláa lónsins og er hluti af menningar- og við- burðadagskrá Grindavíkur. Góður skófatnaður er æskilegur og smá nesti. Leiðsögumaður er Sigrún Jónsdóttir Franklín. Vatnsleikfimi verður einnig á annan í páskum fyrir baðgesti Bláa lónsins. Hún hefst klukkan 15 og 16.30 og er í boði Hreyfingar. Nói Síríus gefur börnum sem borða á veitingastaðnum LAVA páskaegg meðan birgðir endast. - gun Páskafjör í Bláa lóninu Vatnsleikfimi verður í lóninu á annan í páskum. MYND/HARI Komu Norrænu til Seyðisfjarðar verður flýtt í sumar. Ferðaþjón- ustuaðilar á Austurlandi eru óhressir með breytinguna og telja að hún muni koma niður á ferðaiðnaðinum. Siglingum Norrænu verður flýtt í sumar vegna viðlegutakmark- ana í Hirtshals á Jótlandi í Dan- mörku. Afleiðingarnar eru þær að far þegar með flugrútum frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar sem ætla með Norrænu eiga á hættu að missa af ferjunni. „Undir eðlilegum kringum- stæðum ætti þetta að nást en ef fluginu seinkar aðeins missa far- þegarnir af ferjunni, það er klárt mál,“ segir Bergur Tómasson, sem rekur Rútuþjónustu Seyðisfjarð- ar. „Rúturnar fara frá Egilsstaða- flugvelli klukkan níu á morgnana og eru um hálftíma til Seyðis- fjarðar. Þaðan fer ferjan klukk- an tíu á fimmtudögum en ekki um hádegi eins og áður. Fluginu má því ekki seinka.“ Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu eru óhressir með breytta áætlun Norrænu og hafa áhyggjur af því að hún komi niður á þeim í sumar. „Þetta dregur úr líkum á því að bíllausir ferðamenn sem ætla með ferjunni gisti annars staðar en á Seyðisfirði nóttina fyrir brott- för og ekki getur bærinn tekið endalaust við fólki,“ segir Sigur- björg Flosadóttir, sem rekur Gisti- heimilið Eyvindará í Héraði. „Og þá er líklegt að við munum þurfa að fara upp fyrir allir aldir til að sinna þeim sem láta sig hafa það að gista hjá okkur.“ Hvorki Rútuþjónusta Seyðis- fjarðar né Norræna sjá fram á að geta samræmt áætlanir sínar betur í sumar. „Þetta er bara svona. Áætlun okkar rakst saman við áætlanir annarra ferja í Dan- mörku og við urðum því að gera þessar breytingar og þar við situr,“ segir Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Austfars, sem þjónustar ferjuna á Seyðisfirði. „Fólk verður því bara að vera á svæðinu.“ Bergur, hjá Rútuþjónustu Seyðis fjarðar, segir rúturnar taka mið af komutíma flugvéla til Egilsstaða. Á meðan flugáætlanir standast haldist áætlanir rútanna áfram óbreyttar. „Þannig að allt útlit er fyrir að þetta verði svona í sumar.“ - rve Norræna fyrr á ferð Siglingum Norrænu verður flýtt í sumar vegna viðlegutakmarkana í Hirtshals á Jót- landi. Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands FERÐIR MEÐ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS Gengið á draugaslóð 1. júlí Fararstjóri: Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur Fjörður og Látraströnd 14. júlí Fararstjóri: Sigríður Bergvinsdóttir Björg, víkur og firðir 16. júlí Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson Öxarfjörður út og suður 19. júlí Fararstjóri: Olga Gísladóttir Ferðafélag barnanna fjölskyldu- ferð um Laugaveginn 19. júlí Fararstjórar: Þórður Ingi Marelsson og Fríður Halldórsdóttir Jarlhetturslóðir 21. júlí Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Héðinsfjörður og Hvanndalir 21. júlí Fararstjóri: Ívar Arndal og Daði Garðarsson Eyjabakkar - Snæfell. Á hreindýraslóðum 23. júlí Fararstjóri: Hjalti Björnsson Söguferð um Árneshrepp 26. júlí Fararstjóri: Guðmundur Hallvarðsson og Lára Ingólfsdóttir Mörkinni 6 | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is Hin fagra og forna Albanía 25 sept. - 5 okt. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðafæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð: 246.600 kr. á mann miðað við tvo í herbergi Innifalið: Flug, hótel, allar ferðir, íslenskur fararstjóri og hálft fæði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.