Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Þriðjudagur skoðun 16 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 19. apríl 2011 91. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Heilsa er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) ekki einungis fólgin í að vera sjúk- dómalaus heldur er um að ræða almenna velferð einstak- lings; líkamlega, andlega og félagslega. Sveinbjörn Fjölnir Pétursson heldur úti hópi atvinnulausra sem taka að sér aukahlutverk í myndum.Poppar upp hvunndaginn ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup,10-11, Fjarðarkaup og InspiredKeflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA Sunnudaga og sunnudagskvöld á Stöð 2. VETRARRÍKI Heldur var kuldalegt um að litast í höfuðborginni í gær. Snjór lá yfir öllu og samkvæmt spám mun veðrið haldast svipað fram eftir vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Brauð í forgrunni Vefsíðan braudbrunnur.is geymir allt um brauð og bakstur á Norðurlöndum. tímamót 24 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 3.990 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Lactoghurt daily þ j g innar og komið á jafnvægi. Ráðlagður dagskammtur er 1 hylki á dag. Lactoghurt fæst í apótekum. S 1 1 3 0 1 3 Einstök blanda mjólkursýrugerla Góðar gjafir Björgvin Halldórsson fékk tvo rándýra gítara í sextugsafmælisgjöf. fólk 38 UPPLÝSINGAMÁL Harðlega er gagn- rýnt að í frumvarpi um ný upplýs- ingalög er gert ráð fyrir að upplýs- ingar sem eru lokaðar í þrjátíu ár í dag geti verið lokaðar fyrir almenn- ingi í sextíu ár. Þá er gert ráð fyrir að þjóðskjalavörður geti gert ein- stök skjöl óaðgengileg í 110 ár, sem er langt umfram þá venju sem skap- ast hefur. Í umsögnum um frumvarpið er bent á að ýmsar breytingar á upp- lýsingalögunum miði frekar að því að takmarka aðgang almennings að upplýsingum en að tryggja gegnsæi, sem þó eru meginrökin fyrir endur- skoðun laganna að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Margir hafa skilað umsögnum til allsherjarnefndar Alþingis, sem hefur frumvarpið til meðferðar. Meðal þeirra er Svanhildur Boga- dóttir borgarskjalavörður. Hún víkur að því að við gildistöku endur- skoðaðra upplýsingalaga breytist ákvæði annarra lagabálka, þar á meðal laga um Þjóðskjalasafnið. Þar gerir ný grein ráð fyrir heimild stjórnvalda til að skjal verði fyrst aðgengilegt þegar liðin eru 60 ár frá því að það varð til ef það þykir nauðsynlegt til að vernda „virka almannahagsmuni“. Svanhildur segir í umsögn sinni að ákvæðið sé óljóst og teygjanlegt og geti orðið til þess að það sé geð- þóttaákvörðun stjórnvalds að loka skjölum í 60 ár. „Þetta er ekki í sam- ræmi við gegnsæi eða opið þjóð- félag,“ segir Svanhildur, sem telur einkennilegt að skjöl geti varðar þjóðaröryggi í meira en þrjá ára- tugi. „Líklegra er að með þessu ákvæði hefðu stjórnvöld möguleika á að fela ákvarðanir sem teknar hefðu verið varðandi öryggi ríkis- ins, varnarmál eða samskipti við önnur ríki.“ Samkvæmt frumvarpinu getur þjóðskjalavörður ákveðið að synja beiðni um aðgang að yngri skjöl- um en 110 ára vegna einka- eða almannahagsmuna. Svanhildur segir þetta ákvæði með ólíkindum og ótrúlegt sé að gera það að geðþóttaákvörðun eins manns að loka ákveðnum skjölum svo lengi. Erfitt sé að sjá hvaða einkamálefni eða almannahags- munir geti átt í hlut og verðskuldi slíka leynd. „Aftur býður þetta upp á túlkun og geðþóttaákvarðanir, sem ekki er rétt í gegnsæu nútíma- þjóðfélagi,“ segir Svanhildur. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir þetta sjónarmið í umsögn um þetta atriði. Að mati félagsins er um opna heimild þjóðskjalavarðar að ræða sem ekki er útskýrð frek- ar eða skilyrt í greinar gerð. Stjórn Sagnfræðingafélagsins mælir með því að ákvæðið verði fellt burt. „Hér er að mati stjórnar alltof langt gengið og má hafa í huga að sam- kvæmt þessu gætu skjöl frá árinu 1901 verið hulin leynd á þessu ári á grundvelli almannahagsmuna. Það verður að teljast fráleitt,“ segir í umsögn félagsins. - shá Hægt að loka á skjöl í 110 ár Með breytingum á upplýsingalögum er gert ráð fyrir að stjórnvald geti lokað á skjöl í mun lengri tíma en nú er. Þjóðskjalaverði verður gert kleift að loka á skjöl í allt að 110 ár, án þess að ráðfæra sig við nokkurn mann. Samkvæmt þessu gætu skjöl frá árinu 1901 verið hulin leynd á þessu ári á grundvelli al- mannahagsmuna. Það verður að teljast fráleitt UMSÖGN SAGNFRÆÐINGAFÉLAGS ÍS- LANDS UM BREYTINGAR Á LÖGUM UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS BJART MEÐ KÖFLUM víða um land í dag og vindur fremur hægur af suðvestri. Hiti verður frá frostmarki að 5 stigum. VEÐUR 4 1 5 4 11 FÓLK Hópur yfir 130 atvinnulausra hefur tekið að sér aukahlutverk í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Sveinbjörn Fjölnir Pétursson heldur utan um hópinn, sem hefur starfað við kvik- myndir á borð við Gauragang og Djúpið. Þá lék hópurinn einnig í myndinni Eldfjallið sem á eftir að frumsýna og í spennumynd- inni Svartur á leik. Fyrstu hlutverkin sem Sveinbjörn og félagar fengu voru í Spaug- stofunni veturinn 2009 til 2010. Fljótlega eftir það fóru fleiri að falast eftir kröftum þeirra. Að sögn Sveinbjarnar Fjölnis gefur auka- leikarastarfið ekki mikið í aðra hönd. Það er heldur ekki markmiðið með starfinu. „Í mínum huga snýst þetta um að vera virkur, kynnast fólki og taka þátt í skemmti- legum verkefnum,“ segir Sveinbjörn Fjölnir. Frami hópsins hefur borist víða því nýlega var tekið viðtal við Sveinbjörn sem birt verður í New York Times Magazine. Sveinbjörn Fjölnir segir nóg af hlutverk- um að fá. „Ég þyrfti hins vegar að vera með 300 til 400 á skrá til að vel ætti að vera,“ segir hann. - sg / sjá Allt í miðju blaðsins Um 130 einstaklingar fengu óvænt hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi: Atvinnulausir í aukahlutverk SVEINBJÖRN FJÖLNIR PÉTURSSON VEÐUR Líkur eru á að sumar og vetur frjósi saman. Samkvæmt gamalli trú boðar það gott sumar. Síðasti vetrardagur er á morgun. Heldur litlar breyting- ar verða á veðrinu næstu daga, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Áframhaldandi sunnanátt verður ríkjandi, 8-13 metrar á sekúndu og fremur kalt – hiti á bilinu núll til fimm stig og geng- ur á með rigningu eða éljum. Á laugardag er gert ráð fyrir vaxandi suðaustanátt um landið vestanvert en fremur hægri austlægri átt austantil. Milt verður í veðri. Þá lítur út fyrir að nokkuð hvasst verði á páskadag og annan dag páska. Þá er spáð stífri suðvestlægri átt með áframhaldandi vætu og kólnandi veðri. Það er því ekki gert ráð fyrir góðu skíða- eða ferðaveðri. - kh Lítil breyting á veðrinu: Vetur og sumar frjósa saman Akureyri og FH í úrslit Akureyri og FH munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í ár. sport 34

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.