Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 24
19. APRÍL 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● kaffi Kaffið frá Illy nýtur vaxandi vinsælda hérlendis enda leggur framleiðandinn metnað í að búa til það besta sem völ er á. Illy er vörumerki sem kaffiunnendur um allan heim þekkja að góðu. Heiður inn af einstöku bragði þess á Illy-fjölskyldan, sem rekur kaffi- framleiðslufyrirtæki í Triesti á Ít- alíu. Ættfaðirinn Francesco Illy stofnaði fyrirtækið árið 1933 og síðan þrjár kynslóðir unnið að framleiðslu Illy-kaffisins með það að leiðar ljósi að búa til besta kaffi sem völ er á. En hver er sérstaða Illy-kaffisins? „Það er bara til ein tiltekin blanda; eini munurinn milli tegunda er mölunin og ristunin og ekkert annað. Illy-fjölskyldan tekur inn baunir frá níu mismunandi ræktunarsvæðum og á ólíkum árstímum; svo er öllu blandað saman í hlutfalli sem trygg- ir hárfínt jafnvægi sem er uppistað- an í hinu einstaka bragði sem ein- kennir Illy-kaffið,“ útskýrir Valur Ásberg hjá Ölgerðinni sem hefur flutt Illy-kaffið til landsins í áratug. Hann getur þess líka að Illy-fjöl- skyldan hafi sjálfbærni og sann- gjörn viðskipti að leiðarljósi í fram- leiðslunni. „Illy byrjaði á níunda áratugnum að að kaupa allt sitt hrá- efni beint frá bændum. Sjálfbærni og gæði eru óaðskiljanlegir þættir í augum fyrirtækisins. Krafan um gæði leiðir til sjálfbærrar fram- leiðslu og sjálfbærra viðskiptahátta rétt eins og krafan um sjálfbærni leiðir til aukinna gæða.“ Að sögn Vals hafa Íslend- ingar tekið Illy-kaffinu opnum örmum. „Illy hefur verið að sækja í sig veðrið hérlendis undanfarin ár. Kaffið selst vel þar sem það er fáanlegt, í verslunum Hagkaupa, Fjarðar kaupum og á veitingastöðum og kaffihúsum sem kemur til með að fjölga á næstu vikum.“ Café París, Munnharpan og Kola- lestin í Hörpunni munu þannig bæt- ast í hóp með Hilton Nordica, Grand- hóteli, C is for Cookie, bakaríi Jóa Fel og fleiri góðra aðila sem bjóða upp á Illy. „Enda verður sífellt fleir- um ljóst að fátt jafnast á við silki- mjúka áferð, ljúffengt bragð og eftir- keim Illy.“ Fyrsta flokks kaffi Valur með rjúkandi bolla af Illy-kaffi, sem nýtur fádæma vinsælda á Íslandi. MYND/ANTON Kaffidrykkir ýmiss konar njóta vinsælda um allan heim. Hér eru uppskriftir að þremur. AFFOGATO Affogato er ítalskur eftirréttur. Hefðbundinn affogato er settur saman úr einni skeið af vanillu- eða súkkulaðiís í skál, bolla eða glasi. Yfir ísinn er hellt skoti af heitu espressokaffi. Í sumum uppskriftum er einnig gert ráð fyrir Amaretto eða öðrum líkjör. Svo er líka gott að hella bræddu súkkulaði yfir allt saman. ÍRSKT KAFFI Sagan segir að Joseph Sheridan sé upphafsmaður írska kaffisins. Hann á að hafa bragðbætt kaffi hraktra bandarískra ferðamanna með írsku vískíi á fimmta áratugnum. Farþegarnir spurðu hvort þetta væri brasilískt kaffi en Sheridan svaraði að þetta væri írskt kaffi. Magnið af sykri og viskíi fer algerlega eftir smekk. Sykri, viskíi og heitu kaffi er blandað saman og sett í glas. Þeyttur rjómi settur ofan á. (Í upprunalegri uppskrift er gert ráð fyrir að nota óþeyttan rjóma). Sumir skreyta síðan með súkkulaðispæni. FRAPPE Frappe-kaffi er upprunnið í Grikklandi og er mjög vinsælt þar og á Kýpur, sérstaklega á sumrin. Drykkurinn er búinn til úr skyndikaffi. Setjið kaffið og sykurinn í hristara ásamt örlitlu vatni. Hristið þar til blandan er þykk. Setjið í hátt glas og bætið við vatni, ísmolum og mjólk. Grískt frappe er drukkið með röri sem einnig er notað til að hræra í drykknum. Ýmsar útgáfur af Frappe-drykkjum hafa orðið til í gegnum tíðina, og vinsælt er að bæta við bragðefnum á borð við karamellu og súkkulaði. Í stað skyndikaffis hefur einnig verið notað espressokaffi.Affogato Írskt kaffi 2 tsk púðursykur 3 cl írskt viskí heitt kaffi að smekk þeyttur rjómi 1-2 tsk. skyndikaffi kalt vatn 1 msk. sykur ísmolar mjólk eftir smekk Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is s. 512 5447. Drykkir og desertFrappe

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.