Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 10
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 FLÝJA Flestir þeirra sem fluttir hafa verið frá Misrata hafa verið erlendir farandverka- menn. Einhverjir af þeim óbreyttu borgurum sem særst hafa í átökunum hafa þó verið fluttir á brott. NORDICPHOTOS/AFP LÍBÍA, AP Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í her- kví í fimm vikur. Þúsundir til við- bótar bíða þess að komast frá borg- inni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnar- her landsins hefur herjað á borg- ina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borg- inni, að því er fram kemur á frétta- vef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgar innar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasa- sprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðar- aðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borg- inni Misrata, og þúsundir til við- bótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borg- arinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pan- dya, talsmaður flóttamannahjálp- arinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is Þúsundir vilja flýja Misrata Stríðshrjáðir farandverkamenn verða fluttir sjóleið- ina frá borginni Misrata í Líbíu. Gríðarlega mikil- vægt að alþjóðasamfélaið veiti neyðaraðstoð segir breskur ráðherra. Herjað á borgina í fimm vikur. Sú ákvörðun breskra stjórnvalda að greiða kostnað við brottflutning flótta- manna frá borginni Misrata bendir til þess að þeim aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins sem staðið hafa í loftárásum á landið sé ljóst að þær árásir dugi ekki einar og sér til að aðstoða uppreisnarmenn í landinu við að koma Múammar Gaddafí frá völdum í landinu, að mati stjórnmálaskýranda BBC. Árásir stjórnarhersins á Misrata liðu í upphafi fyrir loftárásirnar en hafa nú færst í aukana þrátt fyrir algera yfirburði vestrænu ríkjanna í lofthelgi Líbíu. Þráteflið sýnir að uppreisnarmenn geta ekki unnið átökin án frekari aðstoðar alþjóðasamfélagsins. Sé vilji til að aðstoða uppreisnarmenn frekar þarf því eitt af þrennu að koma til. Fyrsti möguleikinn er að senda inn fámennt lið hermanna. Litlar líkur eru taldar á því að af því verði í bráð. Í öðru lagi gætu vestræn ríki þjálfað uppreisnarmenn og vopnað. Það tekur hins vegar langan tíma. Í þriðja lagi geta vestræn ríki sent ráðgjafa til að aðstoða uppreisnarmenn til að skipuleggja sig. Það þykir líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. Breyting á afstöðu vestrænna ríkja DÓMSMÁL Hæstiréttur stytti með dómi sínum fyrir helgi fangelsis- refsingu yfir tveimur mönnum á þrítugsaldri úr tuttugu mánaða fangelsi í fjórtán mánuði. Menn- irnir voru dæmdir fyrir stórfellda kannabisræktun. Dómur Héraðs- dóms Suðurlands þess efnis að ekki skyldu gerðar upptækar tólf millj- ónir króna, sem fundust við húsleit né rúmlega 7.000 evrur sem fund- ust einnig í fórum mannanna, var ekki til endurskoðunar hjá Hæsta- rétti, þannig að hann stendur. Þriðji maðurinn sem var ákærður í málinu var sýknaður í héraðsdómi. Mennirnir tveir játuðu undan- bragðalaust að hafa gerst sekir um að rækta allt að 500 kannabis- plöntur í útihúsi við Bala í Þykkva- bæ, Rangárþingi ytra og hafa staðið að ólögmætri ræktun á kannabisplöntum allt fram til mars 2009 er lögregla fann ræktunar aðstöðuna við húsleit. Báðir mennirnir eiga tals verðan afbrotaferil að baki. Hæsti réttur féllst á með héraðsdómi að sakar- ferill ákærðu hvors um sig, umfang og eðli brotsins gæfu ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu ákærðu. - jss Tveir karlmenn dæmdir í fjórtán mánaða fangelsi hvor í Hæstarétti: Refsing kannabisræktenda stytt KANNABISRÆKTUN Mennirnir ræktuðu allt að 500 kannabisplöntur í útihúsi. DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri sem ákærður var fyrir að hafa haldið konu og tveimur mönnum nauðugum í herbergi á nemendagörðum á Hvanneyri í september 2010 hefur verið sýkn- aður í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn hafði verið að skemmta sér á Kollubar á Hvann- eyri með öðru fólki. Aðal meðferð málsins leiddi í ljós að hinn ákærði hafði fyrst og fremst talið sig vera að vernda skólafélaga sína með aðgerðum sínum, en þeir misskilið stöðuna. - jss Hvanneyrarmálinu lokið: Var sýknaður af nauðung SKRÚÐGANGA Íbúar Rómaborgar tóku forskot á sæluna um síðustu helgi og fögnuðu afmæli borgarinnar. Talið er að hún hafi verið stofnuð 21. apríl 753 fyrir Krist og sé því 2.763 ára gömul. NORDICPHOTOS/AFP Breyttar aðstæður á heimsmarkaði hafa leitt til nýrra viðskiptatækifæra í orkugeiranum. Á Íslandi eru markaðstækifærin fjölbreyttari en áður. Landsvirkjun hefur unnið að greiningu tækifæra í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmörkuðum og leggur nú áherslu á að vera markaðs- og rekstrardrifið fyrirtæki. Hver eru tækifærin og hvað þýða þau fyrir viðskiptaumhverfið á Íslandi? Á fundinum mun Dr. Hörður Arnarsson forstjóri og Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs kynna og ræða framtíðarsýn félagsins með sérstaka áherslu á breytt vinnubrögð í markaðsmálum. Dagskrá: Dr. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. Fundarstjóri: Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild og formaður Viðskiptafræðistofnunar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis Orkan, Landsvirkjun og framtíðin - fjölbreytt markaðstækifæri í orkuiðnaði Þriðjudaginn 19. apríl kl. 12:00 -13:15. Háskólatorgi 105 VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.