Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 6
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Betra brauð með pastaréttinum! REYKJAVÍK Meirihlutinn í stjórn Reykjavíkurborgar „toppar sjálfan sig í vondum vinnubrögðum“ með hugmyndum um sameiningu sviða, að því er fulltrúi Vinstri grænna sagði á miklum hitafundi mennta- ráðs í gær. Á fundinum, sem var auka- fundur vegna fyrirhugaðrar sam- einingar menntasviðs, leikskóla- sviðs og þess hluta íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um tóm- stundamál, viðruðu full trúar minnihlutans og áheyrnar fulltrúar hagsmunahópa miklar áhyggjur af þróun mála. Til dæmis sögðust fulltrúar for- eldra í Börnin okkar og SAMFOK harma forgangsröðun meirihlut- ans sem og „hvernig málefni barna í borginni eru fótum troðin“. Þykir þeim bakland leik- og grunnskóla sett í uppnám á sama tíma og fyrir dyrum standa miklar breytingar á sviðunum, með fyrir- huguðum sameiningum skóla, leik- skóla og frístundaheimila. Þá lýsa leikskólastjórar í bókun sinni yfir þungum áhyggjum af sameiningu sviða „á sama tíma og skólar í borginni þurfa á sterku baklandi til að takast á við fyrir- hugaðar sameiningar“ og grunn- skólastjórar segja tillöguna setta fram án umræðu í menntaráði og sakar meirihlutann um að vinna ekki eftir verklagsreglum mennta- ráðs og það sé óásættanlegt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við Fréttablaðið að ljóst sé að skólamál séu ekki í fyrsta sæti hjá meirihlutanum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Í bókun sjálfstæðismanna segir að „aðförin að skólakerfi borgarinnar“ haldi nú áfram. Tillögurnar séu „án nokkurrar heildar hugsunar um það hvernig spara eigi og hvers vegna“. Fulltrúar meirihlutans svöruðu því til í bókun að þessi sameining sviða væri „forsenda samfellu í þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra“ og stjórnkerfis- breytingar með fækkun sviða væri „eðlileg þróun á þjónustu við borgar búa“. Meirihlutinn vísaði einnig frá ásökunum um að hugmyndirnar hefðu ekki verið kynntar með fyrir vara. Breytingar af þessu tagi hafi verið ræddar í stjórnkerfis- nefnd þar sem allir flokkar hafi fulltrúa, sviðsstjórar og skrifstofu- stjórar hafi komið að vinnunni og niðurstöður greininga bentu til þess að „samhljómur væri um sameiningu þeirra sviða sem koma að lærdóms- og uppeldisumhverfi barna“ og þær niðurstöður hafi verið kynntar á sameiginlegum fundi borgarráðs og stjórnkerfis- nefndar „fyrir margt löngu“. Borgarráð samþykkti í gær að fela borgarstjóra að undirbúa til- lögu um sameiningu sviðanna. thorgils@frettabladid.is Sameiningu sviða mótmælt á hitafundi Fulltrúar minnihluta og hagsmunahópa átelja vinnubrögð meirihlutans við fyrirhugaða sameiningu sviða í borginni. Segja tímasetningu slæma og aðdrag- anda allt of stuttan. Meirihlutinn segir málin hafa verið rædd í langan tíma. ENN DEILT UM SKÓLAMÁL Hart var deilt um sameiningu sviða borgarinnar á fundi menntaráðs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Alls voru 106 börn og unglingar á biðlistum eftir þjón- ustu barna- og unglingageðdeild- ar Landspítalans (BUGL) í mars síðastliðnum. Fimmtán biðu inn- lagnar á barnadeild, tólf á bráða- móttökudeild unglinga og 79 börn og unglingar voru á biðlista göngudeildar. Bráðainnlögnum á unglingadeildina hefur fjölgað verulega að undanförnu með til- heyrandi álagi og lengri bið. Þetta kemur fram í svari vel- ferðarráðherra við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar. Í því segir að ekki hafi tekist að vinna varanlega á biðlista eftir þjónustu BUGL með aukafjárveitingum og átaks- verkefnum. - bþs Bráðainnlögnum fjölgar mjög: 106 bíða eftir þjónustu BUGL HEILBRIGÐISMÁL Björt Ólafsdóttir var kjörin formaður Geðhjálpar á aðalfundi félagsins á laugar- dag. Tekur hún við af Sigur- steini Mássyni. Í tilkynn- ingu frá Geð- hjálp segir að Björt þekki vel til geðheil- brigðismála, einkum mál- efna barna og unglinga, af starfi for- eldra sinna að Torfastöðum í Biskupstungum og sem starfsmaður geðdeilda Landspítalans um árabil. Hún starfar nú sem stjórnunar- ráðgjafi hjá Capacent. Í stjórn Geðhjálpar eru nú aðeins konur; Björt Ólafsdóttir formaður, Auður Geirsdóttir, Auður Styrkársdóttir, Bjarney Lúðvíksdóttir, Björk Agnars- dóttir, Lena Hákonardóttir og Margrét Ómarsdóttir. - bþs Bara konur í stjórn Geðhjálpar: Björt formaður BJÖRT ÓLAFSDÓTTIR VIÐSKIPTI Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hagnaðist um 355 millj- ónir króna í fyrra samanborið við 288 milljóna hagnað árið á undan. Sala dróst saman um tæpan milljarð á milli ára, nam rúmum 12,6 milljörðum króna í fyrra samanborið við 13,5 milljarða árið á undan. Skuldir námu 16,2 milljörðum króna í árslok, sem er um sjö hundruð milljónum lægri upphæð en árið á undan. Skuldir eru að megninu til í íslenskum krónum. Eigið fé nam rúmum 3,7 milljörð- um króna, sem er tæpum 300 millj- ónum minna en í hittifyrra. - jab Efnahagur Vodafone batnar: Hagnaðist um 355 milljónir DÓMSMÁL Tæplega tvítugur piltur hefur verið dæmdur í sex mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til ráns. Pilturinn fór í október á síðasta ári inn í verslun 10/11 í Garðabæ, með hulið andlit og vopnaður hnífi. Hann ógnaði starfsmanni verslunarinnar með hnífnum og skipaði honum að afhenda sér peninga. Starfsmaðurinn snerist til varnar og leiddi það til átaka á milli hans og piltsins sem urðu til þess að sá síðarnefndi hætti við og fór út úr versluninni. Pilturinn játaði sök. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. - jss Með hulið andlit og hníf: Dæmdur fyrir tilraun til ráns Fangelsi fyrir að stela pela Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela einni flösku af Jack Daniel´s viskíi úr Vínbúðinni í Skeifunni. Hún hafði áður hlotið skil- orðsbundinn dóm fyrir þjófnað. DÓMSTÓLAR STJÓRNMÁL Félag VG í Borgar- byggð lýsir yfir stuðningi við ríkisstjórnina og harmar að Ásmundur Einar Daðason hafi sagt sig úr þingflokki flokksins. Í ályktun sem samþykkt var á fundi félagsins í fyrrakvöld segir meðal annars að kjósend- ur Ásmundar hafi treyst á að hann myndi vinna með flokkn- um. Mikilvægt sé að þingmenn VG starfi í samræmi við stefnu flokksins og vinni saman að framkvæmd hennar. - bþs Félag VG í Borgarbyggð: Harmar úrsögn Ásmundar Menntasvið 16,6 milljarðar Leikskólasvið 9,4 milljarðar Íþrótta- og tómstundasvið 6,4 milljarðar Velferðarsvið 9,8 milljarðar Umhverfis- og samgöngusvið 4,2 milljarðar Menningar- og ferðamálasvið 2,9 milljarðar Skipulags- og byggingarsvið 0,5 milljarðar Framlög 2,2 milljarðar Sameiginlegur kostnaður 4,8 milljarðar Borgarráð hefur falið borgarstjóra að vinna að tillögum að sam- einingu menntasviðs, leikskólasviðs og tóm- stundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Heimild: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Heildarútgjöld 56,8 milljarðar Útgjöld Reykjavíkurborgar 2011 Rúmur helmingur heildarútgjalda borgarsjóðs árið 2011 er vegna þeirra sviða sem á að sameina samkvæmt tillögum meirihlutans. Menntasvið, leikskólasvið og tóm- stundahluti íþrótta- og tómstundasviðs verða að skóla- og tómstundasviði. SKÓLAMÁL Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmynd- um um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgar innar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs. Sameining í skólakerfi Reykjavíkurborgar var afgreidd af borgarráði í gær og kemur til loka- afgreiðslu á fundi borgarstjórnar í dag, eftir margra mánaða harðar deilur. Frá upphafi hafa fulltrúar minnihlutans og flestir hagsmunahópar verið mótfallnir hugmyndunum þar sem faglegur og fjárhagslegur ávinningur sé óljós. Meirihlutinn hefur hins vegar haldið sínu striki og sagt nauðsynlegt að leggja út í umfangsmiklar aðgerðir svo ekki þurfi að skera frekar niður í innra starfi skóla. Tólf þúsund manns skrifuðu undir áskorun til borgaryfirvalda um að draga í land með áformin, og mikill meirihluti umsagna um tillögurnar voru nei- kvæðar. Meirihlutinn segist hafa tekið tillit til hluta umsagna, en ekki hafi verið hægt að koma til móts við alla. - þj Tillögur að sameiningu í skólakerfi Reykjavíkurborgar til lokaafgreiðslu: Vilja hætta við allar sameiningar EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn mun annað hvort lækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti eða halda þeim óbreyttum í 4,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bank- ans á morgun, að mati fjögurra greiningardeilda og fyrirtækja. Hagfræðideild Landsbankans og ráðgjafarfyrirtækið IFS Greining telja bæði innistæðu fyrir lækkun stýrivaxta. Landsbankinn segir ástæðuna fyrir því þá að gengi krónunnar hafi haldist stöðugt og að undirliggjandi verðbólga sé lág. Þá bendi tölulegar upplýsing- ar Hagstofunnar til að hagvöxtur hafi enn ekki látið á sér kræla. Spá IFS greiningar litast af niður stöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Icesave-kosningun- um á dögunum. Fyrirtækið telur að sú ákvörðun meirihluta kjósenda að fella samninginn geti tafið fyrir losun gjaldeyrishafta og aukið lík- urnar á stöðnun hagkerfisins. Á móti telur IFS Greining að þetta kunni að verða síðasta vaxtalækk- un peningastefnunefndar Seðla- bankans og vísar til þess að Evr- ópski seðlabankinn hafi í síðustu viku hækkað stýrivexti. Greining Íslandsbanka og Arion banka telja hins vegar báðar líkur á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum. - jab Greiningardeildir telja stýrivexti annað hvort lækka eða standa í stað um sinn: Óvissa eftir Icesave-kosningu HVAÐ GERIR SEÐLABANKINN? Tvær greiningardeildir segja svo mikla óvissu í efnahagslífinu eftir að Icesave-samning- arnir voru felldir að tryggast sé að halda stýrivöxtum óbreyttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kemur verð á eldsneyti í veg fyrir að þú ferðist innanlands? Já 85,9% Nei 14,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú ennþá á negldum dekkjum? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.