Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 21
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Heilsa er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) ekki einungis fólgin í að vera sjúk- dómalaus heldur er um að ræða almenna velferð einstak- lings; líkamlega, andlega og félagslega. Þ egar Sveinbjörn Fjölnir Pétursson missti vinn- una sumarið 2008 fór hann strax að taka þátt í öllu sem í boði var fyrir atvinnu- leitendur. Hann kom einnig fram í Kastljósi og fjallaði um málefni atvinnuleitenda, sem varð til að vekja athygli Spaugstofumanna á honum. „Þeir hringdu og báðu mig að hóa saman hópi atvinnu- leitenda sem gætu verið aukaleik- arar í þáttunum,“ segir Svein- björn, en hópur 25 atvinnulausra starfaði með Spaugstofunni veturinn 2009 til 2010. Þetta starf aukaleikaranna mæltist vel fyrir og fljótlega fóru fleiri að falast eftir kröftum þeirra. „Við höfum starfað við kvikmyndir á borð við Gaura- gang, Djúpið og Eldfjallið en tvær þeirra á eftir að frumsýna. Þá munum við líklega vera með í Svartur á leik,“ segir Sveinbjörn en hópurinn hefur einnig verið í Áramótaskaupinu, Hlemma- vídeói, Tíma nornarinnar, Pressu 2 og Makalaus. Aukaleikarastarfið gefur ekki mikið í aðra hönd enda er það ekki markmiðið með starfinu. „Í mínum huga snýst þetta um að vera virkur, kynnast fólki og taka þátt í skemmtilegum verkefnum,“ segir Sveinbjörn glaðlega og bætir við að atvinnuleitendur séu tilvaldir í hlutverk aukaleikenda þar sem þeir séu lausir á þeim tímum sem tökur fari fram. „Ég lofaði fólki að við myndum ná langt og enda annaðhvort í Hollywood eða Bollywood,“ segir Sveinbjörn glettinn og telur drauminn ekki óraunhæfan. „Við munum til dæmis birtast í grein í New York Times Magazine á næstunni,“ upplýsir hann. Í dag er Sveinbjörn með um 130 manns á skrá hjá sér. „Ég þyrfti hins vegar að vera með 300 til 400 á skrá til að vel ætti að vera,“ segir hann og auglýsir eftir fleiri atvinnuleitendum. Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á auka- leikarar@gmail.com. solveig@frettabladid.is Sveinbjörn Fjölnir Pétursson heldur úti hópi atvinnulausra sem taka að sér aukahlutverk í myndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Poppar upp hvunndaginn ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Sunnudaga og sunnudagskvöld á Stöð 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.