Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 16
16 19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðar- enda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðu- fyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrár ráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skila- boð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarna- boðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóð- lína: „Fram, fram aldrei að víkja.“ Stein- grímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálf- stæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt vega- nesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „… aldrei að víkja“ var líka hugsunar- háttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljóm- ar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftir breytni í heimi nútímans. Leiðar- vísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppi- legri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnar skrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinninga- moðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað ein- sýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap. Aldrei að víkja? Stjórnarskrá Þröstur Ólafsson hagfræðingur Kreppunni er lokið 124. þing Alþjóðaþingmannasam- bandsins stendur nú yfir í Panama. Það sitja þrír íslenskir þingmenn, þau Þuríður Backman, Einar K. Guðfinnsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Aðhalds- aðgerðir vegna peninga- leysis eru auðsjáanlega að baki. Panti maður flugfar til Panama og heim aftur með mánaðar fyrirvara kostar það vel á þriðja hundrað þúsund krónur. Þá Afstaða forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins til Icesave fór fyrir brjóstið á mörgum. Náðu sumir vart upp í nef sér yfir því að Vilhjálmur Egilsson og félagar hefðu þá skoðun að samþykkja bæri lögin þar sem það væri atvinnulífinu til góðs. Var spurt hvurn fjandann sam- tökin væru að skipta sér af pólitík. Hlutverk þeirra væri að semja um kaup og kjör. Nú Ætla mætti að hinir sömu settu á sömu ræðu nú þegar Samtök atvinnulífsins hafa uppi ófrávíkjan- legar kröfur á stjórnvöld um sjávar- útvegsmál. En þá ber svo við að því er öfugt farið. Samtökunum er sérstaklega hrósað fyrir að skipta sér af pólitík. Nú eiga þau allt í einu ekki bara að semja um kaup og kjör. Ágætt er í þjóðmálaumræðu að fólk sé sæmilega samkvæmt sjálfu sér. bjorn@frettabladid.is Beint flug til Brussel 2. maí – 5. maí 2011 Nokkur flugsæti laus í beinu flugi til Brussel mánudaginn 2. maí og heim fimmtudaginn 5. maí. Nýtið ykkur þetta einstaka tækifæri. Brottför frá Keflavík 2. maí, kl. 06:15 og lent í Brussel kl. 11:30 Brottför frá Brussel 5. maí kl. 21:00 og lent í Keflavík kl. 22:15 Verð kr. 76.500.- Bókun hjá: http://www.expressferdir.is/ferd/916/sjavar- utvegssyning-i-brussel-2--5mai-(fa) V iðræður atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórn- valda komust í vondan hnút síðastliðinn föstudag þegar kjaraviðræður sigldu í strand. Sjávarútvegsmál voru stærsta ágreiningsefnið en ríkisstjórnin gat ekki sýnt vinnuveitendum á spilin um það hvaða breytingar yrðu gerðar á stjórn fiskveiða. Niðurstaðan er afleit; annars vegar er friður og stöðugleiki á vinnumarkaði í uppnámi og hins vegar er allt á huldu um það hvaða rekstrarumhverfi einni af undirstöðuatvinnugreinunum verður búið. Andstætt því sem margir hafa haldið fram að undanförnu tengist þetta tvennt. Það er erfitt fyrir þá sem reka fyrirtæki að skuldbinda þau til að standa undir tilteknum launahækkunum næstu þrjú árin þegar jafnmikil óvissa er um starfsskilyrði í stórri atvinnugrein. Útgerðarmenn eru nú að sumu leyti að uppskera eins og þeir hafa sáð. Árum saman hefur Landssamband íslenzkra útgerðarmanna komið fram í umræðum af hörku og óbilgirni (og sumir segja frekju, eins og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur gerði hér í blaðinu í gær). Í ýmsum málum, sérstaklega fiskveiðistjórnunarmálunum en líka t.d. umhverfismálum, hvalveiðimálum og Evrópumálum, hafa útgerðarmenn fremur útmálað þá sem eru ósammála þeim sem ómarktæka vitleysinga en að þeir hafi lýst sig reiðubúna að ræða málin. Inneign þeirra hjá almenningi er fyrir vikið óskaplega lítil. Þetta eiga stjórnmálamenn nú auðvelt með að nýta sér. Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og allir hinir sem hafa dembt sér yfir LÍÚ undanfarna daga vita mætavel að fyrir slíkar skammir fá þau bara prik hjá stórum hluta kjósenda. Það er auðvelt að nota LÍÚ-grýluna til að breiða yfir það að ríkisstjórnin er í raun ekki búin að ná neinni niðurstöðu um það hvaða breytingar hún vill gera á stjórn fiskveiða. Hér er hins vegar meira í húfi en svo að stjórnvöld geti leyft sér að spila á óvinsældir útgerðarauðvaldsins meðal almennings. Fisk- veiðistjórnunarkerfinu þarf að breyta til að fullnægja réttlætis- sjónarmiðum. En það er til lítils unnið ef breytingarnar hafa það í för með sér að greinin standi ekki undir sér. Efnahagslíf Íslands má ekki við slíkri niðurstöðu. Það má heldur ekki gleymast að í raun er orðið of seint að gera nokkuð við því sem er í raun versta ranglætið í kvótakerfinu; að menn sem fengu kvótann gefins selji hann og fari út úr greininni með miklum gróða. Langflestir sem starfa við útgerð í dag keyptu kvótann sinn og breytingar þurfa að taka mið af því. LÍÚ hefur lýst sig reiðubúið til breytinga á fiskveiðistjórnunar- kerfinu sem koma til móts við kröfur um aukið réttlæti og viðurkenn- ingu á eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni og hlutdeild hennar í arðinum af henni. En útgerðarmenn þurfa að finna sér nýjan tón í umræðum um þessi mál. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar þurfa sömuleiðis að nálgast þessi mál af ábyrgð og horfa langt fram á veg- inn, í stað þess að falla í þá freistni að kaupa sér vinsældir með því að berja á útgerðarmönnum. Þennan hnút verður að leysa. Ríkisstjórnin má ekki falla í þá freistni að nýta sér óvinsældir útgerðarmanna. Hnútur sem þarf að leysa Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.