Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 42
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR34 sport@frettabladid.is ODDUR GRETARSSON hélt í morgun til Þýskalands en hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wetzlar fram á föstudag. Þessi magnaði hornamaður Akureyrar og landsliðsins hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði og er undir smásjá margra liða. 20. APRÍL NIKE fótboltadagur með kynningum og leikjum allan daginn SUMARTILBOÐ á United, Barcelona og Arsenal fótboltabúningum, á meðan birgðir endast Fullorðinsstærð verð áður 14,900, verð nú 8,900 Barnastærð Verð áður 13,900 verð nú 7,900 Fótboltadagar JÓA ÚTHERJAÍ NIKE HEFJAST 19. APRÍL N1-deild karla Akureyri-HK 28-25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%. Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur. FH-Fram 32-21 (14-12) Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 7(10), Ólafur Andrés Guðmundsson 7(12), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Örn Ingi Bjarkason 3(8), Ari Magnús Þorgeirsson 3(5), Ólafur Gústafsson 3 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 1 (6, 16%), Daníel Freyr Andrésson 14 (29, 48%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Baldvin Þorsteinsson) Fiskuð víti: 3 (Sigurgeir 2, Benedikt) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5(9), Andri Berg Haraldsson 5(9), Haraldur Þorvarðarson 4(6), Einar Rafn Eiðsson 3/2 (4/2), Magnús Stefánsson 1(4), Stefán Baldvin Stefánsson 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (2), Matthías Daðason 1 (1) Varin skot: Magnús Erlendsson 17 (39, 43%) Fiskuð víti: 2 (Jóhann, Haraldur) Utan vallar: 14 mínútur Úrslitaeinvígið hefst á þriðjudaginn í næstu viku. ÚRSLIT HANDBOLTI „Ég er nánast búinn á því en mér líður ótrúlega vel. Það hefur legið á manni frá því á laugardaginn þegar við vorum ömurlegir, en ég vissi að við myndum koma til baka, og þvílík endurkoma,“ sagði Atli Hilmars- son, þjálfari Akureyrar, eftir 28-25 sigur á HK í gær. Akureyri mætir FH í úrslita- rimmu um titilinn og eftir tap í úrslitum bikarkeppninnar sýndi liðið karakter með því að vinna hreinan úrslitaleik um hvort liðið færi í sumarfrí og hvort liðið ætti möguleika á sjálfum Íslandsmeistara titlinum. Og Atli var hylltur í lokin. Hann hefur náð frábærum árangri með fremur lítinn leikmannahóp og liðið sýndi styrk sinn með góðum sigri í skemmtilegum leik sem var jafn þar til undir lokin. HK sýndi fádæma baráttu en Akureyrar liðið var einfaldlega sterkara þegar á reyndi. HK fann engin svör þegar besti maður liðsins, Ólafur Bjarki Ragnarsson, var tekinn úr umferð. Á meðan kláraði Akureyri færi á mikilvægum augnablikum og land- aði loks þriggja marka sigri. „Þetta er mikill léttir. Maður er enn í spennufalli eftir lætin og svona spennandi leik. Tapið á laugardaginn var ákveðið áfall og maður fann að fólk í bænum var að tala um hvað þetta var lélegt. En við ætluðum að sýna hvað í okkur býr í kvöld og það tókst vel,“ sagði Oddur Gretarsson, sem átti frá- bæran leik. Guðmundur Hólmar var einnig góður, sem og Sveinbjörn í mark- inu. Ólafur var bestur hjá HK en liðið vantaði leikmenn til að taka af skarið undir lokin. „Nú tekur við stríð í úrslitun- um, við verðum klárir í það. Þetta verður rosalegt,“ sagði Oddur og sagði heimaleikjarétt Akureyrar skipta miklu máli. „Áhorfendur eru okkar áttundi maður.“ Erlingur Richardsson, annar þjálfara HK, var ánægður með baráttuna í strákunum sínum. „Sóknin í seinni hálfleiknum var ekki nógu góð og við klikkuðum á víti undir lokin, það var lykilatriði. Það kom okkur ekkert á óvart að þeir tækju Ólaf Bjarka úr umferð en okkur skorti ef til vill reynslu til að klára dæmið. Við gerðum okkar besta og þetta var hörku- viðureign,“ sagði Erlingur. Fyrsti leikur Akureyrar og FH verður á þriðjudag. - hþh Akureyri stóðst loksins prófið Akureyri mætir FH í úrslitum N1-deildar karla eftir sigur á HK í gær. Leikurinn var jafn og spennandi en Akureyri var sterkara í lokin. „Mikill léttir,“ segir Oddur Gretarsson, hornamaður Akureyrarliðsins. FÖGNUÐUR Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, og lærisveinar hans fögnuðu innilegum merkum áfanga í sögu félagsins í gær. Atli hreinlega sleppti sér í gleðinni eftir leik. FRÉTTABLAÐIÐ/SÆVAR HANDBOLTI FH tryggði sér sæti í úrslitum N1-deildar karla í hand- bolta í gærkvöldi með 32-21 sigri á Fram. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Framarar misstu tvo menn út af á stuttum tíma og keyrði FH þá á Framara og náði góðu forskoti. FH-ingar juku svo sífellt for- skotið og hleyptu Frömurum hvergi nálægt og innbyrtu á end- anum öruggan sigur. „Við erum gríðarlega ánægðir að hafa klárað þetta hérna í dag, við ætluðum að spila vel í sextíu mín- útur,“ sagði Einar Andri Einars- son, annar þjálfara FH. „Við vorum nálægt því að klára þetta á laugardeginum en við spil- uðum ekki nógu vel nema í fjörutíu mínútur. Þessi leikur byrjaði eins. Markmaður þeirra var að verja virkilega vel og þeir að skora auð- veld mörk. Við vorum hins vegar vissir um að við myndum komast inn í þetta. Svo kemur annan leikinn í röð vendipunktur þegar tveir menn fá brottvísun og við setjum í gang og náum að auka forskotið verulega. Núna byrjar bara undirbúningur fyrir úrslitin, við fögnum í kvöld en undirbúningurinn hefst á morg- un,“ sagði Einar Andri. „Þetta er súr endir á þokkalegu tímabili. Að enda þetta á ellefu marka tapi er leiðinlegt. Við töpum þessu á stuttum kafla í seinni hálf- leik þar sem við erum tveimur færri. Þeir bruna á okkur og allt í einu er forskotið orðið töluvert,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálf- ari Fram. „Við það hrynur allt hjá okkur, vörnin verður hæg, sóknin slök og markvarslan hrekkur í gang hjá þeim. Á þeim kafla kafsigldu þeir okkur algjörlega og það var erfitt að komast aftur upp eftir svona kafla. Við reyndum að breyta varnar- leiknum til að reyna að sprengja þetta upp en þetta var endalaus eltingarleikur. Þetta verður hins vegar vonandi bara lexía sem við lærum fyrir næsta tímabil. Það er hægt að taka margt gott úr þessu tímabili,“ sagði Reynir Þór svekkt- ur í leikslok. - kpt FH vann afar auðveldan sigur á Fram í oddaleik: FH skildi Fram eftir í rykinu í síðari hálfleik GLEÐI FH-ingurinn Baldvin Þorsteinsson öskrar hér að Reyni Þór, þjálfara Fram, í gær en Reynir var ráðalaus er FH valtaði yfir Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.