Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 22
GRÆNN APRÍL
Heilinn er mun virkari í svefni en vöku, ólíkt því sem margir halda. Þrátt
fyrir allt sem gengur á yfir daginn hjá meðalmanneskju virðist úrvinnsl-
an á nóttunni krefjast meiri virkni.
Fyrsta sundruðningsfélag lands-
ins var stofnað í byrjun febrú-
ar. Ástralinn Bobby Chen á veg
og vanda að stofnuninni en það
kom honum á
óvart að ekki
væri starfandi
sundruðnings-
félag á Íslandi
þegar hann kom
í skiptinám til
landsins í byrj-
un árs.
„ Sundruðn-
ingur er vin-
sæl íþróttagrein á Norðurlöndun-
um og því kom þetta mér á óvart.
Ég hef æft sundruðning af kappi
í Ástralíu og það var annað hvort
að leggja sundbuxurnar á hilluna
um sex mánaða skeið eða að stofna
félag og varð síðari kosturinn fyrir
valinu,“ segir Bobby, sem stundar
skiptinám í lögfræði við Háskóla
Íslands. Hann segir íþróttina stór-
skemmtilega.
„Sundruðningur er þrívíddar
liðaíþrótt þar sem leikmenn kepp-
ast um að koma bolta í körfu and-
stæðinganna á botni sundlaugar.
Boltinn er fylltur saltvatni og sekk-
ur niður á botn. Menn berjast um
boltann í kafi og fara í hverja lotu
á einum andardrætti. Eini búnað-
urinn er blöðkur og öndunarpípa.“
Sex leikmenn eru í hverju liði en
auk þess eru varamenn á bakkan-
um. „Skiptin eru nokkuð ör enda
er nauðsynlegt að hvíla lungun inni
á milli,“ segir Bobby. Hann segir
venjulega spilað á nokkru dýpi,
lágmarkið er þrír metrar en víða
erlendis sé spilað á fimm metra
dýpi.
Íþróttagreinin á rætur sínar
að rekja til Þýskalands en hún
var þróuð af dýfingarmönnum
sem vildu halda sér í formi yfir
vetrar tímann. Í dag er íþróttin
mest spiluð í Þýskalandi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi
og Kólumbíu. Vegur hennar fer
einnig vaxandi í Rússlandi, Ástr-
alíu, Nýja-Sjálandi, Ítalíu, Sviss,
Tyrklandi og Bandaríkjunum og
eru haldin alþjóðleg mót víða um
heim.
Bobby segir skrýtið til þess að
hugsa að greinin, sem varð til á sjö-
unda áratugnum, sé fyrst núna að
koma til Íslands. „Það var í raun
tilviljun að hún barst frá Skandi-
navíu til Ástralíu en ég kynntist
henni í gegnum vinkonu mína sem
hafði verið í skiptinámi í Svíþjóð
fyrir nokkrum árum. Það kom svo í
minn hlut að bera hana frá Ástralíu
til Íslands,“ segir Bobby og hlær.
Að jafnaði mæta um fimmtán
manns á æfingar hér heima. Marg-
ir hafa bakgrunn í sundi en Bobby
segir það þó ekki nauðsynlegt og
að fólk sé nokkuð fljótt að ná tökum
á greininni. Nánari upplýsingar er
að finna á Facebook undir leitar-
orðinu SH-sundruðningur.
vera@frettabladid.is
Sundruðningur til Íslands
Sundruðningur hefur verið vinsæl íþróttagrein á Norðurlöndunum og víðar um margra ára skeið en barst
ekki til Íslands fyrr en í byrjun þessa árs. Ástralinn Bobby Chen á heiðurinn af stofnun íslensks félags.
Bobby Chen
Boltinn er fylltur saltvatni og sekkur til botns. Iðkendur eru búnir sundblöðkum og
öndunargrímu.
Leikurinn gengur út á það að koma
bolta í körfu andstæðinganna á botni
sundlaugarinnar.
Sundruðningsfélagið var stofnað í byrjun febrúar og þegar eru á annan tug iðkenda.
Hingað til hafa æfingarnar farið fram í Sundhöll Reykjavíkur en þær flytjast í
Ásvallalaug eftir páska.
Grænn lífsstíll gengur út á
það að minnka stjórnlausa
neyslu og meta önnur
lífsgæði eins og góða heilsu,
samveru fjölskyldunnar og
útiveru, og að tryggja að
kynslóðir framtíðar eigi góða
möguleika á að komast af í
þessum heimi.
www.graennapril.is
Til að draga úr háu
kólesteroli ætti að
fylgja eftirfarandi þum-
alputtareglum: Koma
sér í kjörþynd, borða
hollan og hjartavænan
mat, æfa
flesta daga
vikunnar,
hætta að
reykja og
drekka í hófi.
Nánari upplýsingar um
æskilegt mataræði
er að finna á www.
mayoclinic.com.
Heimild: www.
mayoclinic.com
...........................
HELLUBORÐ MEÐ SNERTIROFUM:
............................
.............................
..................
..........................
........................
ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÚRVALINU
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT
Í SÍMA 512 5100
EÐA Á STOD2.IS
Allar Stieg Larsson myndirnar – Duplicity – Angels and Demons
It’s Complicated – Prince of Persia: The Sands of Time
Fíllinn Horton – Kung Fu Panda