Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 23
Einar Farestveit & co hf. að Borgartúni 28 býður upp á kaffivélar af ýmsum toga. Sjálfvirku espresso-kaffivélarnar frá Saeco eru þar fremstar í flokki en einnig er fyrirtækið með vélar frá KitchenAid, Severin, Gaggia og Spidem. „Einar Farestveit hefur selt kaffi- vélar í öll þau 47 ár sem fyrir tækið hefur starfað,“ segir Þráinn Bj. Farestveit verslunarstjóri. Til að byrja með voru það þó hefðbundn- ar uppáhellingarvélar en síðustu tíu ár hefur Einar Farestveit sér- hæft sig í sérhæfðari espresso- vélum. „Við komumst í kynni við ítalska framleiðslu fyrirtækið Saeco sem kom á markað með sjálfvirkar kaffivélar sem möl- uðu kaffi og helltu upp á,“ segir Þráinn og bætir við að þær vélar hafi fljótlega orðið mjög vinsælar meðal almennings. „Það má segja að með þessum vélum hafi kaffi- húsamenningin færst inn á heim- ili landsmanna,“ segir hann. Þráinn segir Saeco ávallt hafa verið eitt sterkasta merki í sjálf- virkum espressovélum hér á landi og þær vélar séu til á fjölmörgum heimilum og í fyrirtækjum. „Stöðug þróun er í gangi í þess- um vélum og mikið lagt upp úr því að betrumbæta þær. „Í dag eru þær til dæmis með keramikk- vörnum og stálkötlum til uppáhell- ingar og eru þess vegna hljóðlát- ari. Þessi ferill skilar sér í mun betra kaffi,“ upplýsir Þráinn. Hann segir Íslendinga njóta þess að nostra við að búa til hina ýmsu kaffidrykki sem er auðvelt með Saeco-vélunum. „Þú getur búið til drykki á borð við espresso, cappuccino, latte, latte macchiato og frappo. Þannig getur þú boðið gestum upp á kaffi sem jafnast á við það sem í boði er á kaffihús- um.“ Þráinn segir sjálfvirkar vélar vinsælar meðal einstaklinga en ekki síður stórra og smárra fyrir- tækja. „Gríðarlegur fjöldi fyrir- tækja býður starfsmönnum sínum upp á að nota vélar frá Saeco og er ánægjan mikil. Við höfum fengið til okkar vélar í yfirhalningu sem hellt hafa upp á yfir sextíu þúsund bolla, sem er ekkert smáræði,“ segir hann glaðlega. Einar Farestveit selur einnig kaffivélar frá öðrum merkjum og af öðrum gerðum. Þar ber helst að nefna Severin-kaffikönn- una sem sýður vatnið fyrir uppá- hellingu. Auk þess er hægt að fá ýmsa fylgihluti sem tengjast kaffi- gerðinni. „Við seljum gott kaffi frá Kimbo á Ítalíu, erum með bragð- efni, súkkulaði- og kanilkvarnir, flóunar könnur og ýmsan annan búnað,“ segir Þráinn og segir starfsmenn Einars Farestveit boðna og búna að aðstoða fólk við valið. Nánari upplýsinga má leita á www.ef.is. Þitt eigið kaffihús heima „Það má segja að með þessum vélum hafi kaffihúsamenningin færst inn á heimili landsmanna,” segir Þráinn Bj. Farestveit verslunarstjóri. MYND/STEFÁN ● SEVERINKAFFIKANN AN Sjálfvirkar kaffikönnur eru æði mismunandi að gæðum. Bestar eru þær sem sjóða vatnið fyrir uppá- hellingu. Severin ka5700 kaffikann- an sem sýður vatnið er sú vél sem kemst næst því að líkja eftir gömlu góðu uppáhellingunni en mörgum finnst kaffið best eftir þeirri uppskrift. Severin Cafe Caprice kaffikannan hefur verið á markaði hér á landi í hátt í tuttugu ár. ● FLÓUNARKANNAN LÉTTIR VERKIÐ. Sérstök list er að flóa mjólk svo vel sé. Sér- stakar flóunar- könnur létta kaffi- unnendum hins vegar lífið og gera öllum kleift að flóa mjólk að hætti bestu bar- þjóna. kaffivélar Mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil Verð frá kr. 49.990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.