Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 36
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is Tónlist ★★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Weber, Mozart og Brahms Stjórnandi: Michal Dworzynski. Einleikari: Gréta Guðnadóttir. Ætli það hafi ekki verið í kring- um 1970 sem ég fór fyrst á Sin- fóníutónleika. Sinfónían var þá í Háskóla- bíói og hún hefur verið þar allar götur síðan. Hljómburðurinn er slæmur eins og kunnugt er. Hann dregur mjög úr þeirri upplifun sem góður tónlistarflutningur getur gefið manni. Það er því frábært að nýja tónlistar húsið, Harpa, sé að verða tilbúið. Ég hlakka til að heyra í hljómsveit- inni þar. Harpa er vissulega rándýr og það má eflaust deila um ýmis- legt í sambandi við hana. En ég blæs á tal um að hún sé einhvers konar snobbhöll. Það er hægt að hafa unun af klassískri tónlist án þess að vera snobbaður. Sin- fónían er einn af máttarstólpum Bless Háskólabíó SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hljómsveitin hélt upp á sextíu ára afmæli í Háskólabíói í fyrra en flytur senn í ný salarkynni í Hörpu. „Maður skynjaði ótrúlega gleði í loftinu,” segir Jónas Sen um lokatónleika Sinfóníunnar í Háskólabíói á fimmtudag. Yfirlitssýning á verkum Barböru Árnason (1911-1975) verður opnuð í Gerðarsafni í dag. Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, opnar sýninguna sem er haldin í tilefni af aldarafmæli Barböru. Rúmlega 250 verk eftir lista- konuna verða til sýnis, auk mynd- skreyttra bóka, jóla- og tækifæris- merkja og fleiri skreytinga. Mörg verkanna á sýningunni eru í einka- eigu og hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings áður. Barbara Árnason var fædd og uppalin á Englandi og lauk þar listnámi. Skömmu eftir að hún lauk námi var hún fengin til að mynd- skreyta endursagnir úr Íslend- ingasögunum. Í kjölfarið hélt hún til Íslands árið 1936, þar sem hún kynntist Magnúsi Á. Árnasyni, myndhöggvara og málara. Þau gengu í hjónaband 1937 og sama ár fluttist hún til Íslands. Barbara lagði grunninn að þrykki list hér á landi með tré- stunguverkum sínum, sem verða til sýnis á neðri hæð Gerðarsafns. Í vestursal eru vatnslitamyndir eftir Barböru en í austursal má sjá verk sem Barbara vann úr lopa. Til þessara verka teljast bæði veggteppi og tískuvara. Lopaverk Barböru eru eitt af því frumleg- asta sem lagt hefur verið af mörk- um til íslenskrar vefjarlistar á síð- ustu öld. Hún sýndi þau margsinnis í París og seldi vel. Sýningin stendur til 5. júní. Sýn- ingarstjóri er Guðbjörg Kristjáns- dóttir, forstöðumaður Gerðarsafns. Yfirlitssýning á verk- um Barböru Árnason menningar lífsins. Hún er fyrir alla, ekki bara einhverja fíni- menn. Á fimmtudaginn voru síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í Háskólabíói áður en hún flytur í Hörpu. Þetta var því merkis- dagur í íslenskri tónlistarsögu. Á efnisskránni voru verk eftir Weber, Mozart og Brahms. Ein- leikari var Gréta Guðna dóttir fiðluleikari. Gréta hefur leitt aðra fiðlu Sinfóníunnar í tæp tuttugu ár og ég hef oft heyrt hana spila kammertónlist. Sem slík er hún prýðisgóð, fagmann- leg og ávallt með sitt á hreinu. Sem einleikari, a.m.k. á þessum tónleikum, var hún talsvert síðri. Hún lék einleik í fimmta fiðlu- konsertinum eftir Mozart, verki sem krefst nákvæmrar framsetn- ingar. Sú nákvæmni var ekki allt- af til staðar. Það var greinilegt að Gréta var taugaóstyrk, og það gerði flutninginn ófullnægjandi. Vissulega var túlkunin lífleg og kraftmikil, og greinilega byggð á þekkingu og innsæi. En tækni- legar hliðar flutningsins voru oft ekki í lagi. Á efniskránni var líka Oberon, forleikur eftir Carl Maria von Weber, sem var skemmtilega spilaður. En aðalmálið var fyrsta sinfónían eftir Brahms, sem var einfaldlega stórfengleg undir glæsilegri stjórn Michal Dwor- zynski. Túlkunin var fullkomin blanda af pottþéttum arkítekt- úr og gífurlegum ástríðum. Allt sem maður elskar við Brahms, nostalgían, náttúrustemningin, ljóðræna fegurðin, dýptin og mel- ódíur ekki af þessum heimi, það skilaði sér í flutningnum. Fram- vindan var eðlileg, þráðurinn slitnaði aldrei. Tæknilega séð var spilamennskan örugg og klár. Án efa var þetta með því magn- aðasta sem ég hef heyrt með Sin- fóníunni. Fimm stjörnu endir á merkri sögu! Fólk stóð upp fyrir flutningn- um. Maður skynjaði ótrúlega gleði í loftinu. Sinfónían er frá- bær hljómsveit og hún á skilið að spila í frábærum hljómburði. Vonandi stendur Harpa undir væntingum. Jónas Sen Niðurstaða: Unaðslegur flutningur á Brahms á síðustu tónleikum Sinfóní- unnar í Háskólabíói. Drottningar og draugar er yfir- skriftin á síðustu hádegistón- leikum vetrarins hjá Íslensku óperunni, sem haldnir verða í dag. Gestasöngvari er Maríus H. Sverris son, en auk hans koma fram Bragi Jónsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Kára- dóttir, Hlynur Andri Elsuson, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðins dóttir og Natalía Druz- in Halldórsdóttir ásamt Antoníu Hevesí píanóleikara. Á efnisskránni eru aríur og sam- söngvar, meðal annars úr Aidu, Spaðadrottningunni, Don Pas- quale, Don Giovanni, My Fair Lady og Óperudraugnum. Sviðsetn- ingu annast Bjarni Thor Kristins- son bassasöngvari, sem spreytir sig í fyrsta sinn á sviðsetningu í Íslensku óperunni. Maríus lærði söng og leiklist í Vínarborg, New York og Ham- borg, en býr nú í Þýskalandi og á Íslandi. Hann hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga víða um Evrópu, þar á meðal í Söngvaseið, Kysstu mig Kata, Fuglabúrinu og Sweeney Todd svo nokkur séu nefnd. Maríus hefur einnig komið fram sem einsöngvari og leikari bæði erlendis og á Íslandi, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Íslensku óperunni, í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og með Frostrósum. Hádegistónleikarnir hefjast klukkan 12.15. Síðustu hádegistón- leikarnir í Óperunni MARÍUS H. SVERRISSON Syngur á síðustu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í vetur. Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu frá 15. til og með 30. apríl! Páskaglaðningur Icelandair American Express® BEINAGRINDUR FUGLA Barbara var brautryðjandi á sviði þrykkilistar. ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Í IÐNÓ Ingibjörg Erlingsdóttir og Brynhildur Oddsdóttir halda útskriftartónleika sína í Iðnó klukkan 20 í kvöld. Þær útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum frá tónlistardeild Listaháskólans í vor. Á tónleikunum verða frumflutt tvö tónverk: Hafið, fyrir hljómsveit og kór eftir Ingibjörgu, og verk Brynhildar, Daybreak, fyrir strengjakvartett, slagverk, víbrafón, gítar, kontrabassa og söng. Stjórnandi er Úlfar Ingi Haraldsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.