Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 19. apríl 2011 17 Í Fréttablaðinu laugardaginn 16. apríl setur Þorsteinn Páls- son fram þá fullyrðingu að forseti Íslands hafi breytt stjórn skipun Íslands. Umturnun hans hafi þó ekki falist í breytingu á hinni „skrifuðu stjórnarskrá“ heldur í því að aftengja þau siðferðis- gildi sem hún var reist á. Þessa „aftengingu“ kennir Þorsteinn við „ábyrgðarleysiskenningu“ forseta. Inntak þessarar kenningar, sem Þorsteinn rekur til „bæði stjórn- skipunarfræðinga og stjórnmála- manna“ virðist vera að það „hefði afleiðingar“ að beita synjunar- valdi forseta. Í raun sé forsetinn hins vegar ábyrgðarlaus – þjóðar- atkvæði sé „án afleiðinga“. Í aðdraganda setningar stjórnar skrárinnar var, eðli máls- ins samkvæmt, mest fjallað um stöðu og hlutverk forseta hins fyrir hugaða lýðveldis. Í umræðum á Alþingi kom skýrt fram að þing- menn voru sér þess vel meðvit- andi að synjunarvald forseta gæti haft óþægilegar og ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir stjórnmála- ástandið hverju sinni. Engu að síður var raunverulegt synjun- arvald forseta fest í stjórnarskrá og því erfitt að átta sig á seinni tíma efasemdum sumra stjórn- mála- og fræðimanna um það atriði. Í ummælum Þorsteins um hina „rituðu stjórnarskrá“ kemur fram (líklega óljúf) viðurkenn- ing á þessari lagalegu staðreynd. Í samræmi við þetta er skotmark Þorsteins að þessu sinni ekki synj- unarvaldið sjálft heldur pólitísk meðferð forseta á synjunarvaldinu í ljósi þeirrar siðferðilegu gilda sem stjórnskipunin hvílir á. Sú ákvörðun að hverfa frá upp- haflegri hugmynd milliþinga- nefndarinnar um að Alþingi kysi forseta og fela þjóðinni þetta vandasama val skipti auðvitað sköpum fyrir ábyrgð og stöðu forseta. Lýðveldisstjórnarskráin var grundvölluð á því að forseti Íslands leiddi umboð sitt milli- liðalaust frá þjóðinni og bæri beina ábyrgð gagnvart henni, rétt eins og Alþingi á að gera sjálft. Pólitískri ábyrgð forseta var og er einfaldlega þannig fyrir komið að hann verður að standa þjóðinni reikningsskil í almennum kosn- ingum á fjögurra ára fresti. Við slíka ábyrgð ætti Þorsteinn að kannast sem fyrrverandi alþingis- maður. Alþingi er reyndar veittur sá möguleiki að knýja fram almenna atkvæðagreiðslu um brottvikn- ingu forseta ef svo ber undir (11. gr. stjskr.). Ef Alþingi telur í dag að forseti hafi brugðist hlutverki sínu hefur það þann möguleika að virkja þessa lýðræðislegu ábyrgð forseta gagnvart þjóðinni tafar- laust. Jafnframt tekur þingið þá áhættu að þing verði rofið ef til- laga þess er felld af kosningum. Í þessari reglu kemur ágætlega fram að pólitísk ábyrgð þessara æðstu stofnana ríkisins er gagn- vart þjóðinni. Í þessu sambandi ber forseti Íslands hvorki meiri né minni pólitíska ábyrgð en Alþingi sjálft. Grundvöllur íslenskrar stjórn- skipunar liggur í lýðræðislegu umboði, valddreifingu og gagn- kvæmu aðhaldi helstu stofnana ríkisins – ekki alræði og ábyrgðar- leysi Alþingis. Það eru vonbrigði að Þorsteinn Pálsson virðist ekki hafa áttað sig á þessum grund- velli íslenskrar stjórnskipunar þrátt fyrir lagapróf svo og ára- tuga reynslu úr stjórnmálum. Það er svo annað álitamál hvort hægt sé að styrkja þessi grunngildi, þar á meðal lýðræðislega ábyrgð, í þeirri endurskoðun stjórnar- skrárinnar sem nú stendur yfir. Í því sambandi er „ábyrgðarleysis- kenning“ Þorsteins Pálssonar hins vegar ekki hjálpleg. Ábyrgðarleysiskenning úr lausu lofti Stjórnskipan Ágúst Þór Árnason aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri Stjórnmálamenn eru með fjöl-miðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrum- varpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgrein- ingum og hugmyndum um fjöl- miðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill? Frétta- og blaða- mennska skilgreinist ekki út frá því hvort henni er miðlað með pappamassa eða á ljósvaka í gegn- um harðplast og gler. Enginn virð- ist telja sig þurfa að svara grund- vallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Ef einhvern tíma var hægt að rökstyðja slíkt var það hugsanlega á þeim tíma þegar ekki var á færi nema auðkýfinga að eiga fjölmiðla og reka þá. Öldin er önnur í dag. Hér er ein óborganleg klásúla úr þessum lögum en af nægu er að taka þar sem glittir í forræðis- hyggju bak við aðra hverja setn- ingu. „Til að fylgjast með framvindu jafnréttismála getur fjölmiðla- nefnd óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlaþjónustuveitendum um greiningu starfsfólks eftir kyni og stöðu (starfsheitum). Þá getur fjölmiðlanefnd óskað eftir samstarfi við fjölmiðlaþjónustu- veitendur um upplýsingar um birtingar myndir kynjanna, þ.e. hlutfall kvenna og karla í frétt- um, bæði viðmælendur og frétta- menn, hlutfall kynjanna í unnu dagskrárefni o.fl. Hér getur einn- ig verið um að ræða upplýsingar um hvernig fjölmiðlaþjónustu- veitendur vinna gegn staðal- ímyndum kynjanna og efla stöðu kvenna á og í fjölmiðlum.“ Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd – í þessu krist- allast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir séu einhvers konar gerandi í þjóð félaginu; að þeim beri að taka virkan þátt í að betra þegnana í samræmi við hugmyndir þingmanna. En ekki bregða upp mynd af þjóðfélaginu eins og það er: Sumsé að sinna sinni frumskyldu, sem er að veita upplýsingar. Óbeint er verið að fara fram á að fjölmiðlar hagræði sannleikanum. Það fer ekki saman að vera í uppeldishlutverki og að sinna frumskyldunni, sem er að veita sem óbjagaðastar upplýs- ingar svo menn geti brugðist við í framhaldi ef þeim sýnist svo. Af hverju í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að fjölmiðlar, sem einkum eiga að veita hinu opinbera aðhald, taki við skipunum frá þeim hinum sama um hvernig haga beri frétta- flutningi? Á þingi sitja nú vel á þriðja tug sem hafa starfað við fjölmiðla eða verið viðloðandi þá. Við hljótum að spyrja þá hvað í ósköpunum þeim gangi til með þessu hlálega bulli? Fáránleg fjölmiðlalög Fjölmiðlar Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður Enginn virðist telja sig þurfa að svara grundvallarspurningunni sem er þessi: Af hverju ætti að þurfa einhver sérstök lög um fjölmiðla umfram önnur fyrirtæki? Hefðbundin kaffivél verð frá kr. 31.965 Kaffivél með bollahitara verð frá kr. 39.900 Kaffivél með flóunarkönnu verð frá kr. 47.551 Páskatilboð á kaffivélum Magimix kaffivélar á frábæru páskatilboði, á meðan birgðir endast Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Njótið páskana með rjúkandi kaffi, cappuccino eða caffe latte á innan við mínútu heima í eldhúsi. Magimix kaffivélarnar nota einungis Nespressó kaffi af bestu gerð. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.