Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 18
18 19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR Í Fréttablaðinu 30 mars var haft eftir Auði Hallgrímsdóttur, varamanni samtakanna Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garða- bæjar, að henni hugnaðist vel sú breyting á skipulagi Silfurtúns- ins sem gerir ráð fyrir skrúðgarði á gömlum róluvelli við Faxatún. „Því mikið ónæði sé af umsvifum Kiwanis- manna á róluvellinum. Kiwanis-menn hafi hald- ið til þar í tæplega þrjá- tíu ár, íbúum Faxatúns til ómælds ama og óþæg- inda. Haldnir eru fund- ir og ónæði er af bílum. Síðan leigja þeir húsið til veisluhalda um helgar. Á sunnudagsmorgnum eru íbúarnir svefnlausir eftir veislur í rólóhúsinu og þurfa að byrja daginn á að tína upp bjórdósir í görðunum sínum.” Það er fáheyrt að fulltrúi í opin- beru hlutverki komi fram með slík- an uppspuna um félagasamtök sem hafa góðgerðamál á dagskrá. Nán- ast allt er rangt sem fram kemur í greininni og bendir það ekki til vandaðra vinnubragða hjá sam- tökum sem kenna sig við Fólkið í bænum. Ónæði af umsvifum Kiwanis-manna á róluvellinum er ekkert. Kiwanis-menn hafa örsjaldan leigt út húsið og þá hefur verið lögð áhersla á að ekki sé hætta á ónæði. Til dæmis leigjum við ekki út húsið undir afmælisveislur. Útleigur á síðasta starfsári eru þrjár, þar af ein til íbúa í hverfinu og önnur til eins klúbbfélaga. Aldrei hefur hlot- ist neitt ónæði af þessu. Þeir sem tengjast Kiwanis-húsinu kasta ekki bjórdósum inn í garða fólks. Eitt- hvað hefur orðið vart við þess hátt- ar framferði í bænum, ekki bara í Faxatúni. Kiwanis-menn halda reglulega þorrablót fyrir eldri borgara í bænum í félagsheimili Vídalíns- kirkju og á hverju ári eru haldin böll á sama stað fyrir fatlaða úr bænum og nágrannabæjum. Þeir gefa 6 ára börnum reiðhjólahjálma á hverju vori og veita bókaverðlaun til nemenda í skólum bæjarins. Þá hafa þeir með sölu á K- lyklinum aflað töluvert mikils fjár fyrir geð- sjúka. Einnig hafa verið haldin námskeið með Garðabæjardeild Rauða- krossins um skyndihjálp. Við hörmum ómálefna- legan og rangan mál- flutning fulltrúa Fólks- ins í bænum og að svo óvæginn og rangur mál- flutningur sé borinn á borð fyrir almenning. Ekki var haft fyrir því að hafa samband við klúbb- félaga áður en fulltrúinn valdi að standa að illa undir byggðum áróðri. Málflutningurinn var svo endurunninn í Garðapóstinum skömmu síðar. Í ljósi þess að við teljum nán- ast ekkert vera rétt í þessum mál- flutningi væntum við þess að fulltrúinn biðjist afsökunar á þess- um orðum og skoði afleiðingar þess að bera óorð á félagasamtök sem hafa góðgerðamál á dagskrá. Okkur Kiwanis-mönnum í Setbergi í Garðabæ, þykir leitt og miður að fulltrúi Fólksins í bænum sé svona illa upplýstur og meti störf líknar- og góðgerðafélaga í bænum svo lítils sem raun ber vitni. Fyrir Alþingi liggur nú frum-varp um viðurkenningu íslensks táknmáls sem fyrsta mál þeirra heyrnar lausu, heyrnarskertu og daufblindu einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það til daglegra sam- skipta. Táknmálið skal viðurkennt til jafns við íslenska tungu, móður- mál meirihluta Íslend- inga. Táknmál eru ekki alþjóðleg, þau eru hins vegar fullgild tungumál sem mynduð eru með höndum, svipbrigðum, munnhreyfingum og lík- ama og hafa sína eigin sérstöku málfræði og setningaskipan, sem að mörgu leyti er mjög ólík til að mynda íslenskri tungu. Það skal ítrekað að munnhreyfingar þær sem tilheyra íslensku táknmáli eru oft á tíðum gjörólíkar íslenskum munnhreyfingum og orðaröð íslensks tákn- máls og íslenskrar tungu er oft ólík. Táknmálstalandi einstaklingar hafa árum saman barist fyrir virð- ingu táknmálsins og er sú barátta ekki einskorðuð við Ísland. Þar sem líklegt er að viðurkenning íslensks táknmáls sé handan við hornið er mikilvægt að þeir sem vinna með táknmál á einn eða annan hátt taki höndum saman og kynni þetta tungumál og þann menningar hóp sem býr á bak við það. Það er hægt með því að hafa táknmálið sýnilegt sem víðast og er netið og sjónvarp- ið sterkasti miðill inn til þess, þar sem táknmál er sjónrænt mál en ekki ritað. Jafnframt þarf að gæta framsetningar tungumálsins, sýna því virðingu og skapa því þann sess sem það á skilið. Eðlilegt þykir alla jafna að fólk tali einungis eitt tungumál í einu og yfirleitt er það frekar einfalt; þegar við tölum raddmál eru talfæri okkar upptekin við það mál. Einhverra hluta vegna hefur sú skoðun verið víða við lýði að hægt sé að tala íslenskt táknmál samtímis því að íslenska sé töluð með rödd. Vegna fyrrnefndra atriða um ólíka orðaröð og munn- hreyfingar þessara mála ætti þó að vera augljóst að ekki er hægt að tjá sig samtímis á tveimur ólík- um tungumálum. Ef hins vegar er gerð tilraun til að tjá sig bæði á íslensku raddmáli og íslensku táknmáli samhliða hlýt- ur niðurstaðan að verða sú að málfræði annars tungumálsins er látin víkja fyrir málfræði hins – og vegna veikrar stöðu táknmálsins er það allt- af málið sem nýtur ekki sannmælis. Tungumál, notað sem fallegt skraut á annað tungumál, öðlast ekki sterka stöðu sem sjálfstætt mál. Til þess að auka vegsemd og virðingu táknmálsins er nauðsynlegt að þeir sem að því koma sýni því þá virðingu sem það á skilið. Táknmál er fallegt tungumál – það er íslenskan líka. Gerum báðum málunum hátt undir höfði og tölum þau hvort í sínu lagi. Táknmáls- talandi ein- staklingar hafa árum saman barist fyrir virðingu táknmálsins og er sú barátta ekki einskorðuð við Ísland. Ónæði af umsvifum Kiwanis- manna á róluvellinum er ekkert. Út er komin kennslubókin Öldin öfgafulla sem fjallar um íslenska bókmenntasögu 20. aldar og reyndar teygir hún sig allt til ársins 2010. Höfundurinn er Dagný Kristjánsdóttir en Bjartur gefur út bókina, sem er rúmlega 300 blaðsíður að stærð. Mikill fengur er að nýrri kennslubók um íslenskar nútíma- bókmenntir. Dagný tekur þann kostinn að skipta sögunni eftir ára- tugum, fyrsti hlutinn fjallar um árin 1900-1910, sá næsti um 1910- 1920 o.s.frv. Þessi nálgun heppn- ast vel og tekst höfundi að skapa ágæta samfellu milli mismunandi áratuga og koma þannig böndum á þessa öfgafullu öld. Alltaf er álitamál hvaða höf- undar og bókmenntaverk eigi heima í slíku riti um viðburða- ríka öld. Það má til dæmis spyrja sig hvers vegna höfundarnir Guð- mundur Kamban, Kristmann Guð- mundsson og Guðmundur Böðvars- son birtist aðeins í mýflugumynd bókinni. Einnig sakna ég þess að hvergi er minnst á Alþýðubókina og Kvæðakver eftir Halldór Lax- ness, sem teljast merkir áfangar á höfundarferli hans. Reyndar eru skáldsögurnar Brekkukotsannáll og Paradísarheimt eftir sama höf- und ekki heldur nefndar á nafn. Þessi atriði eru þó ekki ástæð- an fyrir skrifum mínum heldur sá fjöldi af staðreyndavillum sem er að finna í bókinni, einkum í 1. prentun hennar. Vart þarf að fjöl- yrða um þann skaða og óþægindi sem skapast þegar kennslubækur fara á flot með mörgum villum. Nemendur og kennarar treysta kennslubókum og eru grandalaus- ir gagnvart staðlausum stöfum sem þar kunna að leynast. Af þeim sökum enduróma villurnar í rit- gerðum og fyrirlestrum og síðast en ekki síst birtast þær sem svör á prófum og getur leitt til þess að kennarar neyðast til að gefa rétt fyrir röng svör. Til að lesendur Fréttablaðs- ins átti sig betur á því hvað hér er á ferðinni skulu gefin nokk- ur dæmi úr 1. prentun bókarinn- ar: Bréf til Láru er gert að fyrstu bók Þórbergs Þórðarsonar, skáld- konan Hulda er sæmd verðlaun- um á Alþingishátíðinni árið 1930 sem er alrangt og rangt er farið með dulnefni Jóhannesar úr Kötl- um. Steinn Steinarr fær berkla, leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er breytt í Sjóleiðina til Bagdad eftir sama höfund og síldar báti í síðutogara í skáld- sögunni Pelastikk eftir Guðlaug Arason. Grafarholt verður Grafar- vogur í bókinni Grafarþögn eftir Arnald Indriðason, skáldsögunni Morgunþulu í stráum eftir Thor Vilhjálmsson er snúið í ljóð með einu pennastriki og bóka útgáfan Hólar er flutt frá Akureyri til Reykjavíkur. Rangt er farið með efnisatriði úr skáldsögunni Upp við fossa eftir Þorgils gjallandi, einnig með dánarár Ástu Sigurðar- dóttur og útgáfuár ljóðabókarinn- ar Hauströkkrið yfir mér eftir Snorra Hjartarson. Dómklukk- an í lögréttuhúsinu á Þingvöllum er færð inn í kirkjuna (í Íslands- klukkunni) og Einar Bragi þýðir ljóð úr grænlensku sem hann sagði sjálfur vera „lokaðan heim“. Skáldsagan Músin sem læðist eftir Guðberg Bergsson stökkbreytist í smásagnasafn, önnur rangfærsla er um höfundarferil Guðbergs og rangt er farið með staðreyndir um líkneski sem notað var í leikritinu Lýsiströtu eftir Aristófanes. Þessi villulisti er engan veginn tæmandi og við hann má bæta prófarkavillum og málfræði- villum sem verða ekki tíundað- ar hér. Mér virðist ljóst að ýmis- legt hafi brugðist við lokafrágang bókarinnar, bæði nákvæmni höf- undar, skarpskyggni yfirlesara og yfirsýn ritstjóra. Síðastliðið haust fengu höfund- ur og ritstjórar bókarinnar ábend- ingar um villur í bókinni. Í kjöl- farið voru þær lagfærðar og bókin endur prentuð; voru þær leiðrétt- ingar fleiri en „örfáar“ eins og tekið er til orða í 2. prentun bókar- innar. Þar bættist reyndar við meinleg villa þar sem sagt er á bls. 35 að fyrsta bók Halldórs Laxness heiti Börn náttúrunnar. Að minni hyggju hefði þurft að bregðast allt öðruvísi við þegar ábendingar um villur í bókinni komu fram síðastliðið haust. Inn- kalla hefði þurft fyrstu prentun bókarinnar og lesa hana gaumgæfi- lega yfir áður en hún yrði prentuð á nýjan leik. Þá værum við betur sett í dag en þess í stað höfum við tvær prentútgáfur af Öldinni öfgafullu og hvorug þeirra er góð hvað ofan- greind atriði varðar. Öldin öfgafulla Bókmenntir Bjarki Bjarnason menntaskólakennari Er táknmál skraut eða tungumál? Táknmál Árný Guðmundsdóttir Táknmálstúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Rangfærslur um góð- gerðasamtök í Garðabæ Góðgerðamál Þorvaldur Finnbjörnsson forseti Setbergs skrifar fyrir hönd allra félaga í Kiwanis-klúbbnum Setbergi í Garðabæ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.