Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 34
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja, við förum á svið eftir fimm mínútur... ertu búinn að gera eitthvað til að laga andremmuna? Haha! Ertu búinn að lesa Rocky í dag? Þar er sko særður hundur, snilld! Þessi sem teiknar sig og vini sína með dýra- höfuð? Já! Myndirðu ekki vilja vera persóna í myndasögu? Að lesa í blaðinu allt sem við gerum? Hvað ætti sú myndasaga að fjalla um? Að við sitjum á barnum allan daginn og blöðrum? Halló! Kiss er besta hljómsveit allra tíma! Þú ert hálfviti, vakn- aðu Jói! Það gæti verið flott... við þurfum bara að finna sæmilegan teiknara! Veit ekki! Ég myndi pott- þétt fá risanef hjá honum, þeir þurfa alltaf að ýkja allt! Herbergi Palla er farið að líkjast hreiðri meira en svefnherbergi! Rétt. Þar að auki borðar hann eins og dýr, hann rymur að okkur og hann flakkar um með sér líkum í hópum! Hvað ertu að segja? Ég held að við séum að ala upp villtan táning! Ég tek eina af þessum þegar ég er með höfuðverk. Ég er tilbúinn að prófa allt. Vá! Þetta er ótrúlegt! Mér líður strax betur! Hvað var þetta... Extra sterkar? Súper sterkar? Extra- súper sterkar? Nei, betra en það. MÖ MM UPI LLU R! Fyrir tilfa llan di h öfuð - verk þeg ar m aðu r á tvö eða flei ri bö rn. LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. fæddi, 8. sægur, 9. dæling, 11. golf áhald, 12. afkima, 14. yfirstéttar, 16. skst., 17. festing, 18. sprækur, 20. hljóta, 21. dugnaður. LÓÐRÉTT 1. fjármunir, 3. einnig, 4. nennuleysi, 5. orlof, 7. niðurlag, 10. guð, 13. samræða, 15. lítill, 16. andmæli, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. ól, 8. ger, 9. sog, 11. tí, 12. skoti, 14. aðals, 16. no, 17. lím, 18. ern, 20. fá, 21. iðni. LÓÐRÉTT: 1. góss, 3. og, 4. letilíf, 5. frí, 7. lokaorð, 10. goð, 13. tal, 15. smár, 16. nei, 19. nn. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Critics choice“ Time Out, London „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20 Ég klippti rósarunna mína um helgina. Gaddarnir stungu illa og særðu. Ég henti snarlega frá mér greinunum, en þá hríslaðist um mig viska japansks ljóðs um þjáningu og viðbrögð. Þrenna lausnar úr vanda, sorg, þjáningu er: Faðma, bera og sleppa. Hvernig getur fólk snúið hörm- ungum til góðs? Það er íhugunar virði í kyrruviku. JAPANAR hafa orðið fyrir stórkostlegum áföllum og lært áfallavisku. Japanska skáldið og alþýðufræðarinn Miyasawa Kenji samdi ljóð um rósaburð, sem opin- berar þjáningarþrennu og bataferli. Ljóðið tjáir: Ímyndaðu þér, að þú haldir á föln- uðum, dauðum rósum. Þyrnarnir stinga og freistandi er að sleppa blómunum, sem særa illa. En í stað þess að gefast upp gengurðu af stað og í átt til eldstæðisins. Þar hendir þú rósavendinum í glóðina. Í þeim kviknar, eldur- inn lifnar, lýsir þér og vermir líka. Í þessu ljóði um burð og brennandi rósir birtast stig glímu manna við sorg og þján- ingu. Í fyrsta lagi, að taka eða umfaðma það, sem særir. Það þýðir, að viðurkenna og nefna ógnarefnið. Síðan tekur við ferðin í og með þjáningunni. Í þriðja lagi og að lokum er ákvörðun og vörpun meinvalds í eldinn. Þá verður bál. Hiti vex og yljar. Að faðma og bera til bruna er ferli sorgar og forsenda upprisu. En til að logi glæðist verður að sleppa. FÓLK sem flýr þjáningu bælir þrá hjart- ans og sleppur ekki frá löngum föstudög- um. Boðskapur kristninnar er að dauðinn þarfnast lífs, að dauðinn dó en lífið lifir, að sól kemur upp á sunnudegi. Hinsta verk okkar er ekki að grafa hin látnu, heldur vænta og gleðjast yfir, að hann og hún rísa upp – vegna þess að rósir voru bornar alla leið. GUÐ kristninnar er ekki fjarlægt heims- afl í astrónómískum ofurhvelli. Guð er náinn fólki og öllu lífi. Altari er strípað í mörgum kirkjum heims í lok messu skír- dags. Biblía, bikar og ljós eru borin út. Síðan eru afskornar rósir lagðar á nakið borðið. Föstudagurinn verður þeim langur og til fjörtjóns. Knúpparnir slúta líflausir fram yfir brún og verða æpandi tákn. Rósir á altari eru mál elskunnar. Þær eru tákn síðusárs og meina heims og manna. Gróa sárin – verða páskar? Kemur lausnin heims og þín? Guð faðmar, ber og sleppir. Eldur gýs upp í heimi. Lífið lifir. Rósir brenndar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.