Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 20
20 19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR Því hefur oft verið fleygt fram í opinberri umræðu að stjórn- mál gangi ekki út á neitt annað en pólitískt skítkast, innanflokks- átök og ómálefnalegar umræð- ur. Um leið er því gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin þurfi að standa saman. Því er hampað að stjórnmálaflokkar vinni saman að sameiginlegum markmiðum til að leysa úr grundvallarvanda þjóðar- innar og þá oftast verið að vísa til efnahagskreppunnar sem Íslend- ingar hafa glímt við undanfarin rúm tvö ár. Stöldrum aðeins við og horfum á þetta út frá augum kjós- enda. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur þar sem þau ættu að gefa skýrt merki um hvar hver flokkur stendur í einstaka málum. Þar með gera átökin það að verkum að kjósendur eiga auð- veldara með að gera upp hug sinn, til dæmis þegar kemur að því að velja á milli flokka í kosningum. Þó að samvinna á milli allra stjórnmálaflokkanna hafi yfir sér „jákvætt“ yfirbragð þar sem allir vinna saman og eru „vinir“ þá eru líka nokkrar hættur í því fólgn- ar. Fyrsta augljósa hættan er að með slíkri samvinnu getur verið ómögulegt að komast að niður- stöðu sem allir eru sáttir við. Í öðru lagi gæti niðurstaða sam- vinnunnar takmarkast af þeim sem skemmst vilja ganga, niður- staða sem er ekki alltaf til góðs fyrir kjósendur. Í þriðja lagi, þá getur samvinna allra flokka gert línur á milli þeirra óskýrar þar sem kjósendur eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar eða hvort það skilur á milli flokka. Átök stjórnmálaflokka í málum sem varða þjóðarhagsmuni eru því mikilvæg fyrir kjósendur þar sem þau draga fram hvar skilur á milli flokkanna. Því er samt sem áður ekki hægt að neita að einstaka málum sem varða þjóðarhagsmuni gæti mögulega verið betur varið í breiðri samvinnu flokka til þess að reyna að tryggja sátt um niður- stöður. Það virtist vera tilgangur samvinnu stjórnmálaflokkanna um síðasta Icesave-samninginn. Málið tók óvænta stefnu þegar forsetinn ákvað að synja lögun- um staðfestingar og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samningnum var hafnað. Í kjölfarið hófst pólitískur leik- ur á milli flokkanna sem er langt frá því að vera merki um samstöðu þeirra til að vinna saman. Því var haldið fram af sumum þingmönn- um stjórnarflokkanna að van- trauststillaga Sjálfstæðisflokks- ins væri ekkert annað en pólitískt útspil formannsins til að styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðis- flokksins. Á móti lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir að tilgangurinn væri að kanna hver væri raunverulegur þingstyrkur stjórnarinnar. Niðurstaðan varð sú að stjórnin sat uppi með eins manns meirihluta. Hver sem til- gangurinn var þá er þetta skýrt dæmi um það að stjórnmál ganga út á átök. Svo lengi sem átökin eru friðsamleg og málefnaleg þá eru þau til góðs fyrir kjósendur þar sem þau skýra línur á milli flokk- anna. Kjósendur geta lesið á milli línanna og greint málefnaleg rök frá pólitísku „skítkasti“ og jafnvel séð málefnaleg rök í „skítkastinu“ sjálfu. Icesave-samningurinn er dæmi um mál þar sem afstaða flokk- anna til samningsins gefur kjós- endum ekki skýrt merki um hvar einstaka flokkar standa, þó hún gefi merki um hvar einstaka þing- menn standa. Leiða mál líkum að því að í næstu alþingiskosningum verði það því önnur mál en nýj- asti Icesave-samningurinn sem mun hjálpa kjósendum að gera upp hug sinn. Það verða mál sem hefur verið tekist á um, jafnvel með pólitísku „skítkasti“. Mál- efnaleg og jafnvel stundum hörð átök geta því allt eins verið merki um heilbrigt fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá skýr skilaboð um hvar hver flokkur stendur í mikil- vægum málum. Meginaðferð hnattveldisins við útþenslu er að ná sem allra flestum ríkjum í hernaðarbandalag við sig. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur. Átök á milli stjórnmálaflokka eru til góðs fyrir kjósendur Stjórnmál Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur Eftir lok kalda stríðsins hefur orðið til eitt hnattveldi sem nálgast miðstýrð heimsyfir- ráð, bandalagið USA/ESB, sam- einað í NATO. Og hnattveldið er afar árásarhneigt. Þessar vikur og mánuði snýst brölt þess um full yfirráð á Miðjarðarhafi og í Afríku. Það er til marks um víg- stöðu hnatt veldisins að nú treyst- ist nánast ekkert ríki til að standa gegn stríði þess í Líbýu, öfugt við innrásina í Írak 2003. Meginaðferð hnattveldisins við útþenslu er að ná sem allra flest- um ríkjum í hernaðarbandalag við sig. Kýpur er nú eina Evrópu- ríkið sem ekki er fullgildur eða aukaaðili að NATO og aðeins fjög- ur ríki við Miðjarðarhaf eiga ekki fulla eða aukaaðild að bandalag- inu. Eitt þeirra er Líbýa. Öll ríki Afríku nema fimm (þ.á m. Líbýa) hafa verið sett undir Afríkuher- afla Bandaríkjanna (AFRICOM). Eftir fall múrsins hófu vestræn- ir heimsvaldasinnar stórsókn sína í austur og inn á svæði þar sem áhrifa Sovétríkjanna hafði gætt í meiri eða minni mæli. Í sókninni er beitt fríverslun, skuldsetningu gegnum lán, yfirtöku banka og fjármálakerfa, mútum og þving- unum til að koma á leppstjórnum, innlimun í hernaðarsamstarf og – stríði. Heimsvaldastefnan pakk- ar stríðsrekstri sínum í fagrar umbúðir. Utanáskriftin er aldrei „herfang, auðlindir, aðgangur fyrir auðhringa“ heldur „mannúð og lýðræði!“ Milli veruleika og yfirskins er gapandi gjá og hana þarf að brúa með miklu lyganeti. Stríðið sem heimsvaldasinn- ar boða nú ákafast er innrásir í þjóðríki í nafni mannúðar. Þegar kommún isminn hvarf þurfti nýja óvini til að réttlæta herstöðva- netið mikla og tilheyrandi herferð- ir. Lausnin var þessi: Mannúðar- innrásir gegn harðstjórum og illmennum. Vernda þarf íbúana. Gallinn er að harðstjórarnir eru margir og heimsveldin hafa löngum átt vingott við þá. Engin harð- stjórn er svo bölvuð að ekki megi nýta hana. Með einu skilyrði þó: Að hún tryggi fullan aðgang Vest- ursins og auð hringanna að gögnum og gæðum lands síns. Ef hún þybb- ast gegn því gerir stríðsáróðurs- maskínan úr henni skrímsli. Vest- ræn stjórnvöld, leyniþjónustur og fréttastofur sjá í samvinnu um að þróa óvinamyndina og rækta jarð- veginn fyrir mannúðarinnrás. Stórsókn vestrænna heimsvalda- sinna fylgir munstri sem tengist efnahagslegu og hernaðarlegu mik- ilvægi viðkomandi lands, sérstak- lega yfirráðum yfir olíunni og flæði hennar. Þess vegna búa olíuauðug lönd Araba nú við mútu þægar lepp- stjórnir, erlendar herstöðvar og stríð. Sókn Vestursins hefur geng- ið í nokkrum áföngum. 1. áfangi. Júgóslavíustríðin tvö. Strax eftir fall múrsins var Balkan skagi eðlilegt fyrsta skref í því að flytja vígstöðvarnar í aust- ur og suður – og að réttlæta áfram- haldandi tilveru NATO. Serbía hafði sýnt ákveðið sjálfstæði og var til trafala. Stríðsáróðurinn gól: Þjóðernishreinsanir! 100- 200 þúsund Albanir horfnir, lík- lega drepnir. Nauðgunarbúðir og fjöldagrafir. Mannúðarinnrás er nauðsyn! Veruleikinn: Alþjóðlegi glæpadómstóllinn fann síðar alls 2.788 lík (Serba og Albana) í hinum frægu „fjöldagröfum“ í Kosovo, mest á svæðum þar sem Frelsisher Kosovo var virkastur. Höfðu fallið í stríðsátökum, ekki fjöldaaftökum fanga. En Serbía laut í gras eftir 71 dags sprengjuregn NATO, og í Kosovo kom brátt stærsta herstöð Bandaríkjanna í Evrópu. 2. áfangi. Írak er næst-olíurík- asta land heims og miðlægt í Mið- Austurlöndum. Saddam Hussein hafði þjónað Vestrinu dável en varð sjálfráðari með tíman- um. Yfirskin innrásar: Hann er skrímsli sem ógnar heiminum með gjöreyðingarvopnum. Mannúðar- innrás takk! Veruleikinn: Vopnin fundust ekki en innrásaröflin hafa drepið yfir milljón manns og hrak- ið þrjár milljónir á flótta og her- námið er varanlegt. 3. áfangi. Mikilvægi Afganist- ans er sem flutningsleið olíu frá Kaspíahafssvæðinu. Talíbanar reyndust ótraustir bandamenn Vestursins. Yfirskin innrásar: 11. september var skipulagður af Al- Kaída í Afganistan. Og Talíban- ar kúga konur. Mannúðarinnrás! Veruleikinn: Aldrei birtist snefill af sönnun fyrir tengingu 11. sept- ember við Afganistan. CIA-menn hafa nýlega metið það svo að í Afganistan séu í mesta lagi 50 til 100 félagar í Al-Kaída. Ekki sem rök fyrir að draga innrásar herinn mikla tilbaka heldur rök fyrir útvíkkun stríðsins til Pakistans. 4. Líbýa er rökrétt næsta skref. Olíuríkasta land Afríku og Gaddafí hefur stundum verið Vestrinu óþægur. Hann hefur lengi stimplað aðra Arabaleið- toga sem leppa Vestursins, svik- ara við Palestínu m.m. Nú í mars komu 11 af 22 meðlimum Araba- bandalagsins saman – undir for- ustu Sádi–Arabíu, Íraks, Jórdaníu og furstadæmanna við Persaflóa – og svöruðu með því styðja flug- bann á Líbýu. Það var það sem Vestrið þurfti. Og Gaddafí skýtur á eigin þegna! Svo nú ráðast mestu manndráparar heimsins á landið í mannúðarskyni. Veruleikinn: Ólgan í Líbýu hefur frá upphafi verið annars eðlis en t.d. í Egypta- landi – og ofbeldið meira – af því þar geisar borgarastríð, uppreisn studd og vopnuð af Vestrinu. Hnattveldið herðir tök sín jafnt og þétt og líður enga óþægð. Hvað um Ísland? Ömurleikinn endurtek- ur sig. Landið styður Líbýustríðið eins og öll framantalin árásarstríð. Hnattveldið eina gegn Líbýu Líbýa Þórarinn Hjartarson stálsmiður og sagnfræðingur FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS ÍS LE N SK A /S IA .I S /U TI 5 42 12 0 3/ 11

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.