Fréttablaðið - 03.05.2011, Side 34

Fréttablaðið - 03.05.2011, Side 34
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. álits, 6. kusk, 8. tæki, 9. atvikast, 11. hef leyfi, 12. sjúga, 14. sáldur, 16. tveir eins, 17. blundur, 18. eyrir, 20. skóli, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. fyrst fædd, 3. strit, 4. lofttóm, 5. slagbrandur, 7. galli, 10. skamm- stöfun, 13. mál, 15. íþróttafélag, 16. verkur, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. mats, 6. ló, 8. tól, 9. ske, 11. má, 12. totta, 14. svarf, 16. tt, 17. lúr, 18. aur, 20. ma, 21. króm. LÓÐRÉTT: 1. elst, 3. at, 4. tómarúm, 5. slá, 7. ókostur, 10. etv, 13. tal, 15. fram, 16. tak, 19. ró. Hérna varð „að drekka eins og svín“ til Við verðum að átta okkur á því, að þetta eru síðustu dagar lífsins. Hvað eigum við að gera við dagana okkar? Hvernig eigum við að eyða okkar dýrmæta tíma? Jáá- áhh, af hverju ekki? Jæja, frú, ég ætla að biðja þig um að fara aðeins fram á meðan ég spyr hann Palla nokkurra spurninga. Öh, ókei. Ég meina í bókstaflegri merkingu, það þarf að ríkja trúnaður milli sjúklings og læknis.Ekkert mál! Hún er að hlera, er það ekki? Hvað heldur þú? Ég er ekki! Ó. Hann er eins og pabbi nema með meiri umgengnis- tíma. Hr. Latte er mjög svalur, hann er fyndinn, klár og hann veit allt! Já, og ég er mjög glaður. Og verður allt árið? Frú Wetzl er að fara eignast barn og Hr. Latte kemur í hennar stað. Hver er þessi Hr. Latte? Hvað varð um frú Wetzl? Ég á fimm börn og þau eru gimsteinar. Þegar yngstu drengir mínir, tvíbur- ar sem nú eru fimm ára, fæddust hafði ég næði til að íhuga hvernig börn geta breytt heiminum. Fyrstu vikurnar hleyptum við, heimilisfólkið, ekki streitu að okkur. Váleg tíðindi og vondum fréttum var haldið utan húss. Löngun að kveikja á sjónvarpsfrétt- um þvarr og útvarpsfréttir hljómuðu lág- stemmt. Það var helst að ég fletti netmiðl- um á skjánum til að skima fréttayfirlitin, þó ekki væri nema til að fylgjast með gengi minna manna í enska og spænska boltanum! BÖRN geta breytt heiminum, já – en hvernig? Litlum börnum fylgja vitaskuld álag og missvefn, en jafnframt kalla börn á afstöðubreytingu. Þau eru í altæku varnarleysi sínu brýn- ing, að hindra að slæmt áreiti fái komist inn á heimilið og í fólk. Börn þarfnast að asa, óreiðu og stressi sé haldið utan dyra. Getur verið að þú þarfnist hins sama? MAGNEA Þorkelsdóttir var helg kona. Hún kom í mitt hús og fagnaði nýfæddum drengj- um og sagði þessa sláandi setn- ingu: „Þar sem er engill í húsi er ekki hægt að hugsa neitt vont.“ Spekin hefur lifað með mér. Hið vonda og skelfilega fær ekki sama aðgang að lífi manna þegar englar búa í húsi. Þau, sem eiga að vernda aðra, verða að hafa hlut- verk sitt á hreinu og vera heil í afstöðu verndarinnar. Í ÆVINTÝRUM er oft sagt frá álögum í tengslum við smábörn. Til að forðast ill álög þarf að rækta innri mann. Trú hefur um aldir verið besta heimavörnin í þeim efnum. Grikkir töluðu forðum um kaþars- is, sem varðar tæmingu eða hreinsun. Í trúræktarsamhengi er kaþarsis þegar ein- staklingur losnar undan álögum, hinu illa. Tvíburarnir mínir urðu mér tilefni tæm- ingar og endurmats. Að baki var og er þrá að spilla í engu umönnun hins unga lífs, að leyfa ekki vonsku að seytla um sálir heim- ilisfólksins, síast í sængurföt barna og spilla frumbernsku englanna í vöggunum. BÖRN koma og fara, en lífshvatar þeirra mega lifa í öllum húsum. Engilafstaðan þarf að búa með og í okkur. Tilveran með engil í húsi er afstaða þroskans. Vitundin um átök lífsins hverfur ekki, heldur aðeins streitan og váin. Álög falla. Það sem börn þarfnast er allra þörf. Engill í húsi er eftirsóknarverður og englar í húsum eru guðsgjöf. Býr í þér þörf fyrir kyrru, visku – engil? Engill í húsi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.