Fréttablaðið - 03.05.2011, Page 42

Fréttablaðið - 03.05.2011, Page 42
3. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is Vodafonevöllur, áhorf.: 1.767 Valur FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–10 (3–2) Varin skot Haraldur 2 – Gunnleifur 2 Horn 5–13 Aukaspyrnur fengnar 9–6 Rangstöður 2–1 FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnl. 7 Guðm. Sævarsson 6 (65. Ásgeir Gunnar 5) Freyr Bjarnason 5 Pétur Viðarsson 5 Viktor Örn Guðm. 7 Björn Daníel Sverriss. 6 (73. Hannes Þ. Sig. -) Hólmar Örn Rúnarss. 7 (78. Bjarki Gunnl. -) Ólafur Páll Snorrason 7 Atli Guðnason 7 Matthías Vilhjálmss. 8 Atli Viðar Björnsson 6 *Maður leiksins VALUR 4–5–1 Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 7 Halldór Kr. Halldórss. 8 *Atli Sveinn Þ. 8 Pól J. Justinussen 8 Christian Mouritsen 7 (78. Andri Fannar St. -) Haukur Páll Sigurðss. 7 Guðjón Pétur Lýðss. 8 Matthías Guðm. 7 (76. Jón V. Ákason -) Arnar Sveinn Geirss. 7 (84. Rúnar Már S. -) Hörður Sveinsson 6 1-0 Guðjón Pétur Lýðsson, víti (54.) 1-0 Þóroddur Hjaltalín (7) KÁRI ÁRNASON og félagar í enska C-deildarliðinu Plymouth eru fallnir í D-deildina. Liðið tapaði fyrir Southampton í gær, 3-1, og lék Kári allan leikinn. Félagið er í greiðslustöðvun og voru tíu stig dregin af liðinu í byrjun mars. Síðan þá hefur staða liðsins verið vonlítil. FÓTBOLTI Valsmenn byrja Íslands- mótið af miklum krafti en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu FH, 1-0, á Vodafone-vellinum í gærkvöldi, en FH-ingum hefur verið spáð Íslandsmeistaratitl- inum af öllum helstu spámönn- um landsins um knattspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson, leik- maður Vals, skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu, eftir að brotið var á Matthíasi Guð- mundssyni inn í vítateig. FH-ing- ar fengu heilan helling af færum í síðari hálfleiknum en náðu ekki að færa sér það í nyt. Virkilega mikil barátta ein- kenndi leik Vals í leiknum í gær og menn voru allir tilbúnir að berjast hver fyrir annan. Krist- ján Guðmundsson, þjálfari liðs- ins, hefur greinilega náð að koma ákveðnari sigurhugsun inn í sitt lið og allt annar bragur á liðinu í ár en á undanförnum árum. Frá- bær byrjun á mótinu fyrir Hlíð- arendapilta og útlitið bjart fyrir Val. Það vantaði aftur á móti aðeins herslumuninn hjá FH í leiknum í gær, en einhvern neista virt- ist vanta í leikmenn liðsins til að tækla verkefnið. „Við byrjuðum þennan leik svo sem ágætlega, en síðan kemst Valur í takt við leikinn og eftir það sáum við ekki til sólar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í gær. „Við töluðum um það í hálfleik að bæta baráttuna í síðari hálf- leik, en Valsmenn komu sterkir út í hálfleikinn og skoraðu fljót- lega. Við vorum nokkuð vankaðir eftir markið og lengi aftur í gang. Síðasta hálftímann ætluðu menn síðan að reyna að redda málun- um og það gekk bara ekki eftir í kvöld. Strákarnir spiluðu ágæt- lega í lokin og við vorum bara óheppnir að ná ekki að skora. Leikmenn mínir verða hreinlega að átta sig á því að við verðum að mæta grimmir í alla leiki en þá verðum við í lagi í sumar, ef ekki þá verður liðið í vandræðum,“ sagði Heimir Guðjónsson. „Það er ekki hægt að kvarta undan því að vinna FH, marg- falda Bikar-og Íslandsmeistara í fyrsta leik,“ sagði Kristján Guð- mundsson, þjálfari Vals, eftir sig- urinn í gær. „Svona úrslit eiga að gefa öllum Valsmönnum byr undir báða vængi. Í byrjun leiksins var smá taugatitringur í liðinu sem skýr- ist af ákveðnu spennufalli í strák- unum, en þeir voru í raun aðeins of tilbúnir í þennan leik. Við náðum síðan að vinna okkur út úr þeim vanda og byrjum að nálgast leikinn eins og lagt var upp með, þá fóru hlutirnir að ganga upp hjá okkur. Það er komin ákveðin sig- urvegarahugsun í liðið og þegar það blandast saman við vinnu- semi og dugnað þá eigum við eftir að standa okkur vel í sumar. Þetta er stór og breiður hópur og við í þjálfarateyminu erum virki- lega ánægðir með leikmennina og treystum þeim öllum til þess að spila,“ sagði Kristján Guðmunds- son, sáttur í leikslok. - sáp Valur fyrstur til að leggja stein í götu Hafnfirðinga Valsmenn sýndu í gær að þeir ætla sér stóra hluti í sumar. Þeir lögðu meistara- efnin í FH, 1-0, með marki Guðjóns Péturs Lýðssonar úr vítaspyrnu. „Svona úrslit eiga að gefa öllum Valsmönnum byr undir báða vængi,“ sagði þjálfarinn. ÖRUGGUR Á PUNKTINUM Guðjón Pétur Lýðsson, til hægri, fagnar hér marki sínu með Hauki Páli Sigurðssyni, fyrirliða Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kórinn, áhorf.: 876 Fylkir Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–4 (6–4) Varin skot Bjarni 1 – Óskar/Giddens 2 Horn 2–3 Aukaspyrnur fengnar 12–12 Rangstöður 2–1 GRINDAV. 4–3–3 Óskar Pétursson - (17. Jack Giddens 6) Alexander Magnúss. 6 Ólafur Örn Bjarnas. 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jamie McCunnie 6 Jóhann Helgason 6 *Orri Fr. Hjaltalín 7 Yacine Si Salem 6 (89. Paul McShane -) Scott Ramsay 7 Michal Pospisil 6 (78. Magnús Björgv. -) *Maður leiksins FYLKIR 4–3–3 Bjarni Þórður Halld. 5 Andri Þór Jónsson 6 Kristján Valdimarss. 6 Þórir Hannesson 6 Kj. Ágúst Breiðdal 6 Baldur Bett 6 Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóh. 6 (84. Trausti B. Ríkh. -) Ingimundur Níels Ó. 7 (79. Rúrik Andri Þ. -) Tómas Þorsteinsson 6 (56. Jóhann Þórh. 5) Albert B. Ingason 6 1-0 Gylfi Einarsson (13.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (27.) 2-1 Orri Freyr Hjaltalín (45.) 2-2 Scott Ramsay (54.) 2-3 Magnús Björgvinsson (92.) 2-3 Gunnar Jarl Jónsson (x) Hásteinsvöllur, áhorf.: 715 ÍBV Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–7 (6–3) Varin skot Albert 3 – Ögmundur 4 Horn 7–3 Aukaspyrnur fengnar 13–14 Rangstöður 1–0 FRAM 4–3–3 *Ögmundur Krist. 7 Jón Orri Ólafsson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Kristján Hauksson 5 Sam Tillen 4 Jón G. Eysteinsson 5 Halldór H. Jónsson 6 Arnar Gunnlaugsson 5 Kristinn Ingi Halld. 5 Almarr Ormarsson 3 (65. Hlynur Magn. 4) Hjálmar Þórarinsson 4 (58. Guðm. Magn. 3) *Maður leiksins ÍBV 4–4–2 Albert Sævarsson 6 Arnór Eyvar Ólafsson 6 (80. Kelvin Mellor -) Eiður Aron Sigurbj. 6 Rasmus Christansen 6 Matt Garner 4 Þórarinn Ingi Vald. 6 Andri Ólafsson 6 Tony Mawejje 5 Ian David Jeffs 3 (82. Guðm. Þórarins. -) Tryggvi Guðmundss. 6 Denis Sytnik 4 (69. J.Connerton 4) 1-0 Tryggvi Guðmundsson (93.) 1-0 Þorvaldur Árnason (6) Nettó-völlurinn, áhorf.: 1.150 Keflavík Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–8 (5–6) Varin skot Ómar 3 – Magnús Karl 5 Horn 6–6 Aukaspyrnur fengnar 13–14 Rangstöður 7–4 STJARNAN 4–4–2 Magnús Karl Péturss. 6 Jóhann Laxdal 6 Nikolaj Pedersen 4 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn R. Helgas. 4 Víðir Þorvarðarson 6 (74. Aron Grétar J. -) Björn Pálsson 4 (84. Grétar Atli Gr. -) Baldvin Sturluson 3 (54. Þorvaldur Á. 4) Hörður Árnason 5 Halldór Orri Björnss. 5 Garðar Jóhannsson 5 *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–5–1 Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Á. Antoníuss. 5 Haraldur Fr. Guðm. 6 Adam Larsson 6 Goran Jovanovki 6 Hilmar Geir Eiðsson 7 (70. *Jóhann Birnir 8) Andri Steinn Birgiss. 6 Einar Orri Einarsson 5 Arnór Ingvi Traustas. 7 (64. Magnús Sverrir 7) Magnús Þ. Matthíass. 7 (94. Magnús Þór -) Guðm. Steinarsson 7 0-1 Daníel Laxdal (29.) 1-1 Hilmar Geir Eiðsson (33.) 1-2 Halldór Orri Björnsson (61.) 2-2 Guðmundur Steinarss., víti (63.) 3-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (74.) 4-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (85.) 4-2 Kristinn Jakobsson (7) FÓTBOLTI Tryggvi Guðmunds- son skoraði dramatískt sigur- mark gegn Fram í gær í opnunar- leik Pepsi-deildarinnar. Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli í rokleik í Eyjum steig Tryggvi upp og skoraði frábært sigur- mark þegar aðeins nokkrar sek- úndur voru eftir af leiknum. „Var þetta ekki ekta mark þar sem markanefið er á sínum stað. Ég kom mér á rétta staðinn. Þetta var reyndar þröngt færi og ég þurfti að skjóta með hægri þannig að ég verð að klappa mér á bakið fyrir þetta,“ sagði Tryggvi kátur. Veðrið stal annars senunni í leiknum en það var strekkings- vindur á annað markið allan leik- inn. Eyjamenn kunnu þó betur á vindinn, léku betur í þessum leik og áttu skilið að taka öll stigin þrjú. Framarar fundu aldrei takt- inn í rokinu. - hbg ÍBV lagði Fram: Tryggvi hetja Eyjamanna DÝRMÆTUR Tryggvi tryggði Eyjamönn- um þrjú stig í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Suðurnesjaliðin Grinda- vík og Keflavík byrjuðu vel í Pepsi-deild karla í gær og unnu góða sigra. Grindavík vann 3-2 sigur á Fylki eftir að hafa lent 2-0 undir og Keflvíkingar fóru illa með Stjörnuna, 4-2, eftir að hafa lent tvívegis undir í leiknum. Líkt og svo oft síðasta sumar voru Fylkismenn með öll tök á vellinum í fyrri hálfleik og skor- uðu tvö fín mörk. Mark Grindvík- inga úr þeirra eina færi undir lok hálfleiksins gaf þeim von og stað- an 2-1 í hálfleik. Leikurinn var mun jafnari í síðari hálfleik en Grindvíkingar nýttu færin. Þeir jöfnuðu metin snemma í hálfleikn- um og eftir það var allt í járnum. Í viðbótartíma slapp varamaðurnn Magnús Björgvinsson einn í gegn og tryggði Grindavík stigin þrjú. Scott Ramsey sagði liðið hafa gefið boltann of auðveldlega frá sér í fyrri hálfleik. „Það munaði öllu að vera bara einu marki undir í hálfleik. Maggi (Magnús Björg- vinsson) er svo eldfljótur og allaf líklegur til þess að skora.“ Gylfi Einarsson leikmaður Fylk- is var svekktur. „Það virðist vera einhver draugur í liðinu frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Algjört einbeiting- arleysi, við vorum betri í báðum hálfleikjum en þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Flott hjá þeim.“ Gull í Nettópoka Keflvíkingar byrja Íslandsmótið 2011 af miklum krafti. 4-2 sigur á Garðbæingum í þó jöfnum leik sem hefði getað farið hvernig sem er. Stjörnumenn komust tvisvar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafn- harðan og það voru síðan vara- menn Keflavíkur sem gerðu út um leikinn. Magnús Þorsteins- son og Jóhann Birnir Guðmunds- son hresstu upp á leik Keflavíkur og var Jóhann hetja Keflavíkur, skoraði í tvígang á lokakaflanum og gulltryggði sigurinn. Guðmundur Steinarsson, fyrir- liði Keflvíkinga, var kampakátur eftir leik. „Það er rosalega ljúft að byrja á sigri á heimavelli eftir að hafa lent tvívegis undir.“ Aðspurður um þann munað að geta geymt stórlaxa eins og Jóhann Birni á bekknum sagði Guðmund- ur: „Við köllum þetta gull í Nettó- poka hérna í Keflavík enda ekki ónýtt að vera með Grétar Hjart- ars, Magga Þorsteins og Jóa B á bekknum.“ - ktd, ae Grindavík vann dramatískan sigur á Fylki á meðan Keflavík skoraði fjögur gegn Stjörnunni: Suðurnesjaseiglan skilaði góðum sigrum SKORAÐI Scott Ramsey, leikmaður Grindavíkur, hefur engu gleymt og skoraði í Kórnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.