Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 2
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR2 Haraldur, er þá hægt að anda léttar? „Já, það er ekkert að óttast.“ Haraldur Briem er sóttvarnalæknir. Niðurstöður úr blóðsýnum hafa sýnt fram á að starfsmenn og og íbúar í nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa hafa ekki orðið fyrir heilsutjóni af völdum díóxínmengunar eins og óttast var. STJÓRNSÝSLA „Það er óþolandi að bæjarfulltrúi geti að sínum geð- þótta kallað út starfsmenn bæjar- ins á laugardegi til að rífa niður skilti frá samkeppnisaðilum,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, eig- andi FAB Travel á Akureyri. Þrjú kynningarskilti sem sett voru upp fyrir FAB Travel laug- ardaginn 28. maí voru í tvígang rifin niður. Þann dag kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Akureyrar. Tryggvi hefur rekið rútufyrirtæki en er að víkka út starfsemina í alhliða ferða- þjónustu. Á Strandgötu 49 verð- ur meðal annars veitingasala og verslun með minjagripi og fatnað. Skammt frá er Ferðamannaversl- unin Víkingur sem er í eigu Sig- urðar Guðmundssonar, bæjarfull- trúa Bæjarlistans. „Það komu einhverjir strákling- ar í víkingabúningum og hentu skiltunum niður. Þeir sögðu að eigandi Víkings hefði sagt þeim að gera þetta,“ segir Tryggvi sem kveður skiltin þrjú hafa verið sett strax upp aftur. „Þá kom maður í mótorhjóla- galla sem myndaði skiltin og felldi þau svo niður. Hann sagðist vera frá Akureyrabæ. Það væri ekki leyfilegt að vera með þessi skilti. Um klukkustund síðar mætti hann aftur og var þá með hótunarbréf frá bænum þar sem sagði að ef þetta yrði gert aftur yrði beitt allt að milljón króna dagsektum,“ segir Tryggvi. Að sögn Tryggva mætti bæjar- starfsmaðurinn á staðinn þennan laugardag að undirlagi Sigurð- ar Guðmundssonar. „Mér finnst ámælisvert að bæjarfulltrúi geti ráðskast með starfsmenn bæjar- ins og kallað út lið til að argast út í þessi skilti. Það eru viðlíka skilti sem hafa engin leyfi úti um allan bæ.“ Í kjölfar þessa atviks sótti Tryggvi um leyfi fyrir skiltum og fékk leyfið með tilteknum skilmál- um. „Við megum setja upp skilti til að kynna ferðir sem við bjóðum en ekki þá starfsemi sem fram fer í húsinu sjálfu. Þetta er nánast eins og einelti á þetta nýja fyrirtæki og dæmin eru fleiri.“ Sigurður Guðmundsson stað- festir að hann hafi lagt niður skilt- in frá Tryggva og einnig kvartað til Akureyrarbæjar. „Ég benti þeim á að kynna sér reglugerð bæjarins um skilti. Mér þykir náttúrulega ekki eðlilegt þegar aðili í sambæri- legum rekstri er með ólöglega upp- sett skilti 150 metra frá sínu húsi en aðeins þrjá metra frá minni lóð,“ segir Sigurður sem hafnar því að hafa beitt áhrifum sínum sem bæj- arfulltrúi á óeðlilegan hátt. „Það gerði ég að sjálfsögðu ekki. Það er hverjum manni frjálst að hringja í hvern þann sem honum sýnist.“ Skemmtiferðaskipið Grand Princess kemur til Akureyrar í dag. gar@frettabladid.is Deilt á bæjarfulltrúa í stríði um götuskilti Eigandi ferðaþjónustu á Akureyri segir bæjarfulltrúa sem á ferðamannaverslun hafa misnotað áhrif sín til að fá bæjarstarfsmann til að fjarlægja götuskilti. Bæjarfulltrúinn hafnar ásökunum. Skiltin séu einfaldlega andstæð reglum. AÐGERÐIR Á AKUREYRI Bjarni Thorarensen frá Akureyrarbæ kom til að fjarlægja skilti Fab Travel þegar skemmtiferðaskipið MSC Poesia kom til bæjarins. Sigtryggur Gunnarsson frá Fab Travel fylgdist með. Bjarni segir lausaskilti utan lóðar bönnuð. Skemmtiferðaskiptið Grand Princess kemur til Akureyrar í dag. MYND/FAB TRAVEL Mér finnst ámælisvert að bæjarfulltrúi geti ráðskast með starfsmenn bæjarins. TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON EIGANDI FAB TRAVEL Á AKUREYRI EVRÓPUMÁL Forsætisnefnd Alþing- is hefur samþykkt reglur um úthlutun styrkja til að stuðla að umræðu og fræðslu um ESB. Félög og samtök sem hafa að markmiði sínu að fjalla um ESB og hugsanlega aðild Íslands, geta sótt um styrkina. Heimssýn og Já Ísland eru dæmi um slík félög. Samkvæmt reglunum skal við úthlutun „gætt jafnræðis milli ólíkra sjónarmiða til Evrópusam- bandsins. Gæta skal sérstaklega að því að fjárveitingar til and- stæðra fylkinga (já- og nei-hreyf- inga) séu sem jafnastar“, segir þar. - kóþ Alþingi styrkir ESB-fræðslu: Já og Nei fái jafnmikið fé BÍLAR Rafbílar þurfa ekki endi- lega að vera litlir og kraftlausir, að sögn forsvarsmanna Northern Lights Energy (NLE), sem kynntu rafknúna jeppa til sögunnar í tón- listarhúsinu Hörpu í gær. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá NLE er innflutningur jeppanna liður í áætlun fyrirtæk- isins um rafbílavæðingu Íslands. Þar segir að fyrirtækið hafi verið í samningaviðræðum við fjölda raf- bílaframleiðenda og fyrsti afrakst- urinn séu jepparnir sem kynnt- ir voru í gær. AMP er eitt fárra fyrirtækja sem hafa einbeitt sér að framleiðslu drifbúnaðar fyrir rafknúna jeppa. Jepparnir eru af tveimur gerð- um og framleiddir af AMP Elect- ric Vehicles. Afl þeirra samsvarar 220 hestöflum og hægt að aka um 150 kílómetra á einni hleðslu. - sh Liður í rafbílavæðingu Íslands að selja landsmönnum stærri rafbíla: Kynntu rafknúna jeppa í Hörpu RENNILEGIR Bílarnir voru kynntir í Hörpu í gær. Nokkrir fulltrúar framleiðandans AMP eru staddir hér á landi af því tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SINGAPORE Alþjóðasamtök áætl- unarflugfélaga, IATA, hafa kynnt áætlun um nýja aðferð við örygg- isleit á flugvöllum sem á að vera þægilegri fyrir farþega og flug- félög. Samkvæmt áætluninni eiga far- þegar að bera vegabréf með raf- rænum lífkennum, en með því á að vera hægt að meta hvort far- þegar geti mögulega verið hættu- legir. Farþegum verður skipað í þrjá öryggisflokka og eiga þeir að ganga í gegnum skanna í sam- ræmi við flokkunina. Í flokknum „known travelers“ eru þeir sem þegar hafa skráð sig og sem yfir- völd hafa kannað bakgrunninn hjá. „Normal screening“ er fyrir flesta farþega en „elevated risk“ er flokkur þeirra sem lítið er vitað um og verða að sæta meiri skoðun. Framkvæmdastjóri IATA, Giov- anni Bisignani, segir að núverandi eftirlitskerfi hafi verið búið til fyrir 40 árum til þess að afhjúpa flugræningja með vopn úr málmi. Nú þyrfti að hverfa frá kerfi þar sem leitað væri að hlutum og finna í staðinn hættulega einstak- linga. - ibs Alþjóðasamtök áætlunarflugfélaga vilja stytta biðraðir farþega: Flokkaðir með tilliti til öryggis EFTIRLIT Taka á upp nýjar aðferðir við öryggisleit. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÝRALÍF Allar þrjár landselsurt- urnar í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum hafa kæpt og því fylgja þrír kópar þeim í selalauginni í garðinum og á bökkum hennar. Landselsurtur kæpa snemm- sumars en úthafsselsurtur á haustin. Að sögn yfirdýrahirðis garðs- ins er móðurástin áberandi hjá urtum, sem láta vel að kópum sínum og gefa þeim orkuríka mjólk fyrstu fjórar til sex vik- urnar. Að því loknu bíti þær þá af sér og láta þá um að bjarga sér sjálfir. Þá getur það tekið kópana um mánuð að taka fasta fæðu. - sh Allar landselsurtur hafa kæpt: Kópar svamla í Laugardalnum MÓÐURÁST Kóparnir eru á spena í fjórar til sex vikur en eftir það þurfa þeir að bjarga sér sjálfir. SAMGÖNGUR Niðurstöður próf- ana á tvinnvagninum sem Strætó hafði til reynsluaksturs í maí benda til þess að slíkir vagnar séu álitlegur kostur við endurnýj- un vagnaflota Strætó. Eldsneytiseyðsla tvinnvagnsins er um það bil 30 til 46 prósentum minni en hjá núverandi vögnum. Að auki er útblástur koldíoxíðs nýjustu vagna Strætó um það bil 44 prósentum meiri en útblástur tvinnvagnsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs. Strætó myndi spara 551.000 lítra af eldsneyti á ári með því að tvinnvæða allan flotann. - sv Tvinnvagn Strætó reynist vel: Eyðir um 40% minna af olíu KJARAMÁL Ríkissáttasemjari sá ekki ástæðu til að kalla samn- ingamenn Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair saman til funda í gær. Kjaradeila þeirra í millum er því í hnút. Vinnustöðvun flugvirkja tók gildi í gær og raskaði það öllu flugi Icelandair. Það sama verður upp á teningnum í dag og á morg- un að óbreyttu. Maríus Sigurjónsson, varafor- maður félags flugvirkja, segir ekkert eitt atriði skýra að ekki næst saman. „Þetta er flóknara en svo. Við leggjum áherslu á réttindamál og þetta snýst ekki um launin.“ - shá Vinnustöðvun raskar flugi: Engir fundir í kjaradeilunni AÐ STÖRFUM Flugvirkjar eru fámenn stétt en með þeim standa og falla flug- samgöngur. NORDICPHOTOS/AFP FJÁRMÁL Heildarfjárhæð áfallina skatta í vanskilum í lok mars árið 2011 nam 127,1 milljarði króna. Þetta kom fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, þing- manns Framsóknarflokksins. Vanskil af tekjuskatti einstak- linga nam 26, 3 milljörðum en lögaðila 38,5 milljörðum. Ógreidd- ur virðisaukaskattur var 45,2 milljarðar. Á árinu 2009 námu afskriftir áfallina skatta samtals 9,9 milljörðum og 9,4 milljörðum í fyrra. - shá Lögaðilar skulda mest: 127 milljarðar í skattaskuldum SPURNING DAGSINS Starfsmannadagur Sjóvá Í dag mun starfsfólk Sjóvá halda starfsmanna- fund og móta starfsemina enn frekar til fram- tíðar ásamt því að efla þjónustu við viðskiptavini. Sumarstarfsmenn munu annast símavörslu og sinna almennri þjónustu klukkan 12:00–16:30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.