Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 4
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 08.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,6492 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,52 114,06 185,87 186,77 165,86 166,78 22,239 22,369 21,023 21,147 18,343 18,451 1,4233 1,4317 182,87 183,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VIÐSKIPTI „Ef hagvöxtur fylgir ekki eignaverðshækkunum eftir þá erum við að sjá bólu á eigna- markaði og sú bóla springur á end- anum og íbúðaverð lækkar,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka. Hún bendir á að eignaverð hafi hækkað umfram það sem eðlilegt getur talist við núverandi aðstæður í hagkerfinu. „Miklar verðhækkanir á fasteignamark- aði eru óeðli- legar þegar við erum með veikt hagkerfi undir,“ segir hún. Landsfram- leiðsla jókst um tvö prósent á fyrsta fjórð- ungi ársins og jafngildir það 3,5 prósenta hagvexti á milli ára. Greining- ardeild Arion banka bendir á að vöxturinn sé óstöðugur, drif- inn áfram af auknum loðnu- birgðum. Á móti er 7,8 prósenta atvinnuleysi, sam- dráttur í einkaneyslu, kaupmáttur enginn, lítil merki um vöxt í fjár- festingu og heimili og fyrirtæki enn skuldsett. Á sama tíma hefur kaupsamn- ingum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um tæp hundrað prósent á milli ára, velta aukist um 112 prósent og meðalupphæð á hvern kaupsamning farið úr 27,6 milljón- um króna í maí í fyrra í 34,9 millj- ónir nú. „Aðstæður eru slíkar í hagkerf- inu að ég sé ekki innistæðu fyrir miklum verðhækkunum á fast- eignamarkaði. Hins vegar erum við í lokuðu hagkerfi og fáir fjár- festingakostir í boði, slíkt gæti skapað meiri verðhækkanir en eðlilegt getur talist,“ segir Ásdís. Hún bendir hins vegar á að veikur efnahagsbati er framundan, stoð- irnar enn óburðugar, ekki síst þar sem aðgerðir stjórnvalda til hjálp- ar heimilum hafa runnið sitt skeið sem endurspeglast í bakslagi í einkaneyslu. „Við verðum að hafa varann á okkur í þessu umhverfi,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Hann áréttar að Seðlabankinn og fleiri hafi bent á að raunverð á íbúðahús- næði sé þrátt fyrir allt ekkert sér- staklega lágt og telur líkt og Ásdís að gjaldeyrishöftum og takmörk- uðum fjárfestingarkostum sé um að kenna. Þegar höftin hverfi sé viðbúið að dragi úr eftirspurn á fasteignamarkaði. „Þetta gæti verið rót að ákveðnu bólueinkenni. Fjárfestar eru fljót- ir að losa um eignir þegar þeir sjá fyrir sér forsendur fyrir verðlækk- unum, fjárfestingakostum að fjölga eða ef þeir sjá arðsemi utan land- steina. Þetta getur verið hverful eftirspurn,“ bætir hann við og úti- lokar ekki verðlækkun á fasteigna- markaði þegar nær líður afnámi gjaldeyrishafta. „Þetta eru sömu áhyggjur og menn hafa af innlánum og þeim stöðum þar sem fé liggur á lágum vöxtum. Hætta er á að hluti af þessu fé leiti út um leið og höftum verður aflétt.“ jonab@frettabladid.is Fasteignabólan springur taki hagvöxtur ekki við sér Fasteignaverð hefur hækkað talsvert á höfuðborgarsvæðinu frá því í fyrra. Forstöðumenn greiningardeilda tveggja banka segja þróunina varhugaverða. Ekki er ólíklegt að íbúðaverð muni lækka, að þeirra mati. Þetta gæti verið rót að ákveðnu bóluein- kenni. Fjárfestar eru fljótir að losa um eignir þegar þeir sjá fyrir sér forsendur fyrir verðlækkunum. INGÓLFUR BENDER FORSTÖÐUMAÐUR GREININGAR ÍSLANDSBANKA INGÓLFUR BENDER ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR VARHUGAVERÐIR TÍMAR Ekki er innistæða fyrir verðhækkun á íbúðamarkaði, að mati forstöðumanns greiningardeildar Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 24° 20° 19° 21° 16° 16° 16° 22° 16° 25° 37° 32° 18° 18° 18° 19°Á MORGUN Fremur hægur vindur víðast hvar LAUGARDAGUR 4-10 m/s. 10 8 7 5 3 4 3 4 3 8 13 8 10 7 10 8 9 11 10 6 0 10 11 8 5 44 10 9 8 911 HVESSIR Í DAG NA-átt, 8-15 m/s víðast hvar um hádegi í dag og hvessir V-lands er líður á daginn. Rigning A-til en skúrir um landið norðanvert. Lægir til föstudagsins en skúrir á N- og A- landi. Á laugardag ætti svo að létta til og hlýna lítið eitt á N- og A-landi en skúrir SV-til. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa hótað fimm lögreglumönn- um og lækni lífláti. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 22. júní. Hæsti- réttur staðfesti úrskurðinn í gær. Lögregla hafði upphaflega haft afskipti af manninum vegna ölv- unaraksturs og aksturs án rétt- inda. Hann var handtekinn eftir að hafa fest bíl sinn. Maðurinn kast- aði stórum steini að einum lög- reglumannanna og sagði að spor- járn sem hann hafði sótt á heimili sitt ætlaði hann að nota til að drepa einn lögreglumannanna. Sporjárn- ið datt úr vasa mannsins við hand- tökuna. Að auki kvaðst maðurinn smitaður af lifrarbólgu C og HIV og hótaði við handtökuna að smita lögreglumennina. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu- stjórans á Eskifirði kemur fram að maðurinn eigi í raun ekki í nein hús að venda þar sem foreldrar hans hafi neitað að taka við honum aftur. Hann hefur frá árinu 2000 til júní 2010 sautján sinnum hlotið dóma, meðal annars fyrir auðgunarbrot, ofbeldi og frelsissviptingu. Hann var síðast látinn laus í maí. - jss LÖGREGLA AÐ STÖRFUM Maður hótaði fimm lögreglumönnum líkamsmeið- ingum og lífláti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tæplega þrítugur afbrotamaður í gæsluvarðhaldi eftir lífláts- og ofbeldishótanir: Vopnaðist sporjárni til að drepa SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Akureyrar ákvað á fundi sínum í fyrradag að fresta afgreiðslu á tillögu sem gerir ÁTVR kleift að byggja við vínbúð sína á Gránu- félagsgötu. Von mun á nýjum upp- lýsingum varðandi umferðarmál á reitnum. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu í gær hefur meirihluti skipulagsnefndar bæjarins fyrir sitt leyti samþykkt tillöguna og beint því til bæjarstjórnar að samþykkja hana líka. Íbúar í nágrenninu eru ósáttir. Fulltrúi VG í skipulagsnefnd og bæjar- stjórn segir ófarsælt að skipu- leggja „einn bút í einu“ í stað þess að horfa á miðbæinn í heild við deiliskipulagningu. - gar Hik í vínbúðarmáli á Akureyri: Fresta stækkun í bæjarstjórn NOREGUR Fimm nýleg nauðgunar- mál eru óleyst hjá lögreglunni í Þrándheimi. Ekki er útilokað að tengsl séu á milli árásanna, en sú fyrsta átti sér stað í apríl. Í frétt Adresseavisen segir að í þremur málanna hafi verið fleiri en einn gerandi sem þykir benda til þess að brotin séu skipulögð fyrirfram. Nils Kristian Moe lög- reglustjóri segist líta málin alvar- legum augum, enda hafi annað eins aldrei komið upp áður í borg- inni. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að málin tengist. - þj Lögreglan í Þrándheimi: Fimm óleyst nauðgunarmál FÓLK Ragna Árnadóttir, fyrr- verandi dómsmálaráðherra og skrifstofustjóri, er nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Ragna tekur við af Guðrúnu Agnarsdóttur sem hefur verið formaður síðast liðin þrjú ár. Nítján aðild- arfélög eru í Almannaheillum, en þau eiga það öll sameiginlegt að starfa í almannaþágu. Formannsskiptin urðu á aðal- fundi samtakanna, en á fundin- um ræddi Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra einnig um mögulegar breytingar á skatta- legri meðferð almannaheillasam- taka. - þeb Samtökin Almannaheill: Ragna Árna- dóttir formaður RAGNA ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.